Einn leiðtoga andófsmanna býður sig fram til forseta Heimir Már Pétursson skrifar 28. mars 2014 20:46 Olga Bogomolets er engin venjulegur andófsmaður. Hún er hámenntaður læknir, komin af frægri fjölskyldu lækna og er einn af spítulum borgarinnar skýrður í höfuð afa hennar. Þegar mótmælendur tólku yfir Maidan torg síðast liðið haust tók hún að sér að setja upp sjúkraskýli við torgið. Þegar skotárásirnar hófust síðan á mótmælendur hinn 18. febrúar stjórnaði hún uppsetningu bráðamóttöku við torgið þar sem gerðar voru aðgerðir á særðum og hún stóð yfir líkum hinna föllnu sem lögð voru í andyrið á hótel Úkraínu og talaði við erlenda fjölmiðla. Þegar Janukovits var hrakinn úr forsetastóli bauð bráðabirgðastjórnin Olgu sæti heilbrigðisráðherra, en þegar hún sagðist vilja taka með sér hóp af sínu eigin fólki í ráðneytið var látið líta út fyrir að hún hefði hafnað boðinu. Olga er enn á Maidan torgi á hverjum degi og nýtir hvert tækifæri til að koma sjónarmiðum andófsmanna til skila, en um 100 manns féllu á torginu á þremur dögum frá 18. til 21. febrúar. „Og nú þegar liðinn er rúmur mánuður frá því fólk var myrt vitum við ekki enn hverjir stóðu að morðunum og frömdu þau hér í miðborg Kænugarðs. Hinn 18. febrúar særðust 1.500 manns þar af um fjögur hundruð mjög alvarlega og 24 féllu. Hinn 20. febrúar særðust 1.300 manns og 45 féllu fyrir skotum leyniskyttna,“segir Olga sem vonar að sökudólgarnir finnist og vill aðstoð óháðra alþjóðlegra aðila til að rannsaka morðin. Olga notaði tækifærið til að ræða við Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra á Maidan torgi um síðustu helgi en aðalkrafa andófsmanna er að þeir sem beri ábyrgð á morðunum verði þefaðir uppi og dregnir fyrir dóm. „Byltingu okkar er enn ekki lokið en okkur miðar áfram og ég vona að við munum bera sigur úr bítum til að koma á lýðræði. En auðvitað er staðan mjög erfið núna vegna aðgerða Rússa,“ sagði Olga í samtali við Gunnar Braga. Og nú hefur Olga ákveðið að bjóða sig fram til forseta í kosningunum hinn 25. maí næst komandi. „Við erum vön pólitískum slagorðum stjórnmálamanna sem margir hverjir sitja í núverandi ríkisstjórn. En þeir hafa ekki breytt neinu þannig að við bíðum eftir að nýtt þing verði kosið,“ sagði Olga Bogomolets við Gunnar Braga sem tók undir með henni að aðgerðir þyrftu að fylgja orðum. Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Sjá meira
Olga Bogomolets er engin venjulegur andófsmaður. Hún er hámenntaður læknir, komin af frægri fjölskyldu lækna og er einn af spítulum borgarinnar skýrður í höfuð afa hennar. Þegar mótmælendur tólku yfir Maidan torg síðast liðið haust tók hún að sér að setja upp sjúkraskýli við torgið. Þegar skotárásirnar hófust síðan á mótmælendur hinn 18. febrúar stjórnaði hún uppsetningu bráðamóttöku við torgið þar sem gerðar voru aðgerðir á særðum og hún stóð yfir líkum hinna föllnu sem lögð voru í andyrið á hótel Úkraínu og talaði við erlenda fjölmiðla. Þegar Janukovits var hrakinn úr forsetastóli bauð bráðabirgðastjórnin Olgu sæti heilbrigðisráðherra, en þegar hún sagðist vilja taka með sér hóp af sínu eigin fólki í ráðneytið var látið líta út fyrir að hún hefði hafnað boðinu. Olga er enn á Maidan torgi á hverjum degi og nýtir hvert tækifæri til að koma sjónarmiðum andófsmanna til skila, en um 100 manns féllu á torginu á þremur dögum frá 18. til 21. febrúar. „Og nú þegar liðinn er rúmur mánuður frá því fólk var myrt vitum við ekki enn hverjir stóðu að morðunum og frömdu þau hér í miðborg Kænugarðs. Hinn 18. febrúar særðust 1.500 manns þar af um fjögur hundruð mjög alvarlega og 24 féllu. Hinn 20. febrúar særðust 1.300 manns og 45 féllu fyrir skotum leyniskyttna,“segir Olga sem vonar að sökudólgarnir finnist og vill aðstoð óháðra alþjóðlegra aðila til að rannsaka morðin. Olga notaði tækifærið til að ræða við Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra á Maidan torgi um síðustu helgi en aðalkrafa andófsmanna er að þeir sem beri ábyrgð á morðunum verði þefaðir uppi og dregnir fyrir dóm. „Byltingu okkar er enn ekki lokið en okkur miðar áfram og ég vona að við munum bera sigur úr bítum til að koma á lýðræði. En auðvitað er staðan mjög erfið núna vegna aðgerða Rússa,“ sagði Olga í samtali við Gunnar Braga. Og nú hefur Olga ákveðið að bjóða sig fram til forseta í kosningunum hinn 25. maí næst komandi. „Við erum vön pólitískum slagorðum stjórnmálamanna sem margir hverjir sitja í núverandi ríkisstjórn. En þeir hafa ekki breytt neinu þannig að við bíðum eftir að nýtt þing verði kosið,“ sagði Olga Bogomolets við Gunnar Braga sem tók undir með henni að aðgerðir þyrftu að fylgja orðum.
Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Sjá meira