Auglýsti eftir nýra á Facebook og 20 gáfu sig fram Hrund Þórsdóttir skrifar 12. mars 2014 20:00 Kristján Kristjánsson greindist með IGA nýrnamein fyrir tíu árum og þrjá daga í viku er hann fastur í nýrnavél, fimm tíma í senn. „Ég myndi ekki lifa af án þess að fá þessa meðferð. Það er alveg inngrip í líf manns að þurfa að sitja þarna fastur en ég er mjög jákvæður gagnvart þessari meðferð, mér finnst hún vera blessun,“ segir Kristján. Í blóðskilun eru úrgangsefni hreinsuð úr blóðinu og vökvi losaður úr líkamanum. Til að þetta væri hægt var settur upp svokallaður fistill með því að tengja saman slagæð og bláæð. Þeir sex sem hingað til hafa boðið Kristjáni nýra eru í röngum blóðflokki, en hann er O plús. Í gær tók hann til bragðs að auglýsa eftir nýra á Facebook en það hefur áður gefið góða raun. „Ég hugsaði mér að ég myndi pósta þessu og ýta þannig aðeins við mínum nánustu og kannski að ákveðnu leyti opinbera mig sem sjúkling, sem ég hef aldrei gert á þessum tíu árum. Ég hef ekkert verið að ræða þetta og viðbrögðin voru mun meiri en ég átti von á.“ Síðan í gær hafa 20 manns boðið Kristjáni nýra. Og er þetta fólk sem þú hefur engin tengsl við fyrir? „Nei, bara góðir Íslendingar sem eru tilbúnir að hjálpa náunganum.“ Var erfitt að biðja um þetta? „Já, þetta er mjög erfitt og það er alls ekki sjálfsagt að ég myndi þiggja nýra. Þetta er stór ákvörðun bæði fyrir þegann og gjafann.“ Á vefsíðu Landspítalans fást upplýsingar og mögulegir gjafar geta haft samband við Kristján í gegnum Facebook. Skoðað verður hvort þeir sem hafa þegar gefið sig fram séu hentugir gjafar. Kristján er þakklátur og hrærður. „Mér finnst magnað að fólk sé tilbúið að gera þetta,“ segir hann að lokum. Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Kristján Kristjánsson greindist með IGA nýrnamein fyrir tíu árum og þrjá daga í viku er hann fastur í nýrnavél, fimm tíma í senn. „Ég myndi ekki lifa af án þess að fá þessa meðferð. Það er alveg inngrip í líf manns að þurfa að sitja þarna fastur en ég er mjög jákvæður gagnvart þessari meðferð, mér finnst hún vera blessun,“ segir Kristján. Í blóðskilun eru úrgangsefni hreinsuð úr blóðinu og vökvi losaður úr líkamanum. Til að þetta væri hægt var settur upp svokallaður fistill með því að tengja saman slagæð og bláæð. Þeir sex sem hingað til hafa boðið Kristjáni nýra eru í röngum blóðflokki, en hann er O plús. Í gær tók hann til bragðs að auglýsa eftir nýra á Facebook en það hefur áður gefið góða raun. „Ég hugsaði mér að ég myndi pósta þessu og ýta þannig aðeins við mínum nánustu og kannski að ákveðnu leyti opinbera mig sem sjúkling, sem ég hef aldrei gert á þessum tíu árum. Ég hef ekkert verið að ræða þetta og viðbrögðin voru mun meiri en ég átti von á.“ Síðan í gær hafa 20 manns boðið Kristjáni nýra. Og er þetta fólk sem þú hefur engin tengsl við fyrir? „Nei, bara góðir Íslendingar sem eru tilbúnir að hjálpa náunganum.“ Var erfitt að biðja um þetta? „Já, þetta er mjög erfitt og það er alls ekki sjálfsagt að ég myndi þiggja nýra. Þetta er stór ákvörðun bæði fyrir þegann og gjafann.“ Á vefsíðu Landspítalans fást upplýsingar og mögulegir gjafar geta haft samband við Kristján í gegnum Facebook. Skoðað verður hvort þeir sem hafa þegar gefið sig fram séu hentugir gjafar. Kristján er þakklátur og hrærður. „Mér finnst magnað að fólk sé tilbúið að gera þetta,“ segir hann að lokum.
Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira