Auglýsti eftir nýra á Facebook og 20 gáfu sig fram Hrund Þórsdóttir skrifar 12. mars 2014 20:00 Kristján Kristjánsson greindist með IGA nýrnamein fyrir tíu árum og þrjá daga í viku er hann fastur í nýrnavél, fimm tíma í senn. „Ég myndi ekki lifa af án þess að fá þessa meðferð. Það er alveg inngrip í líf manns að þurfa að sitja þarna fastur en ég er mjög jákvæður gagnvart þessari meðferð, mér finnst hún vera blessun,“ segir Kristján. Í blóðskilun eru úrgangsefni hreinsuð úr blóðinu og vökvi losaður úr líkamanum. Til að þetta væri hægt var settur upp svokallaður fistill með því að tengja saman slagæð og bláæð. Þeir sex sem hingað til hafa boðið Kristjáni nýra eru í röngum blóðflokki, en hann er O plús. Í gær tók hann til bragðs að auglýsa eftir nýra á Facebook en það hefur áður gefið góða raun. „Ég hugsaði mér að ég myndi pósta þessu og ýta þannig aðeins við mínum nánustu og kannski að ákveðnu leyti opinbera mig sem sjúkling, sem ég hef aldrei gert á þessum tíu árum. Ég hef ekkert verið að ræða þetta og viðbrögðin voru mun meiri en ég átti von á.“ Síðan í gær hafa 20 manns boðið Kristjáni nýra. Og er þetta fólk sem þú hefur engin tengsl við fyrir? „Nei, bara góðir Íslendingar sem eru tilbúnir að hjálpa náunganum.“ Var erfitt að biðja um þetta? „Já, þetta er mjög erfitt og það er alls ekki sjálfsagt að ég myndi þiggja nýra. Þetta er stór ákvörðun bæði fyrir þegann og gjafann.“ Á vefsíðu Landspítalans fást upplýsingar og mögulegir gjafar geta haft samband við Kristján í gegnum Facebook. Skoðað verður hvort þeir sem hafa þegar gefið sig fram séu hentugir gjafar. Kristján er þakklátur og hrærður. „Mér finnst magnað að fólk sé tilbúið að gera þetta,“ segir hann að lokum. Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Kristján Kristjánsson greindist með IGA nýrnamein fyrir tíu árum og þrjá daga í viku er hann fastur í nýrnavél, fimm tíma í senn. „Ég myndi ekki lifa af án þess að fá þessa meðferð. Það er alveg inngrip í líf manns að þurfa að sitja þarna fastur en ég er mjög jákvæður gagnvart þessari meðferð, mér finnst hún vera blessun,“ segir Kristján. Í blóðskilun eru úrgangsefni hreinsuð úr blóðinu og vökvi losaður úr líkamanum. Til að þetta væri hægt var settur upp svokallaður fistill með því að tengja saman slagæð og bláæð. Þeir sex sem hingað til hafa boðið Kristjáni nýra eru í röngum blóðflokki, en hann er O plús. Í gær tók hann til bragðs að auglýsa eftir nýra á Facebook en það hefur áður gefið góða raun. „Ég hugsaði mér að ég myndi pósta þessu og ýta þannig aðeins við mínum nánustu og kannski að ákveðnu leyti opinbera mig sem sjúkling, sem ég hef aldrei gert á þessum tíu árum. Ég hef ekkert verið að ræða þetta og viðbrögðin voru mun meiri en ég átti von á.“ Síðan í gær hafa 20 manns boðið Kristjáni nýra. Og er þetta fólk sem þú hefur engin tengsl við fyrir? „Nei, bara góðir Íslendingar sem eru tilbúnir að hjálpa náunganum.“ Var erfitt að biðja um þetta? „Já, þetta er mjög erfitt og það er alls ekki sjálfsagt að ég myndi þiggja nýra. Þetta er stór ákvörðun bæði fyrir þegann og gjafann.“ Á vefsíðu Landspítalans fást upplýsingar og mögulegir gjafar geta haft samband við Kristján í gegnum Facebook. Skoðað verður hvort þeir sem hafa þegar gefið sig fram séu hentugir gjafar. Kristján er þakklátur og hrærður. „Mér finnst magnað að fólk sé tilbúið að gera þetta,“ segir hann að lokum.
Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira