Auglýsti eftir nýra á Facebook og 20 gáfu sig fram Hrund Þórsdóttir skrifar 12. mars 2014 20:00 Kristján Kristjánsson greindist með IGA nýrnamein fyrir tíu árum og þrjá daga í viku er hann fastur í nýrnavél, fimm tíma í senn. „Ég myndi ekki lifa af án þess að fá þessa meðferð. Það er alveg inngrip í líf manns að þurfa að sitja þarna fastur en ég er mjög jákvæður gagnvart þessari meðferð, mér finnst hún vera blessun,“ segir Kristján. Í blóðskilun eru úrgangsefni hreinsuð úr blóðinu og vökvi losaður úr líkamanum. Til að þetta væri hægt var settur upp svokallaður fistill með því að tengja saman slagæð og bláæð. Þeir sex sem hingað til hafa boðið Kristjáni nýra eru í röngum blóðflokki, en hann er O plús. Í gær tók hann til bragðs að auglýsa eftir nýra á Facebook en það hefur áður gefið góða raun. „Ég hugsaði mér að ég myndi pósta þessu og ýta þannig aðeins við mínum nánustu og kannski að ákveðnu leyti opinbera mig sem sjúkling, sem ég hef aldrei gert á þessum tíu árum. Ég hef ekkert verið að ræða þetta og viðbrögðin voru mun meiri en ég átti von á.“ Síðan í gær hafa 20 manns boðið Kristjáni nýra. Og er þetta fólk sem þú hefur engin tengsl við fyrir? „Nei, bara góðir Íslendingar sem eru tilbúnir að hjálpa náunganum.“ Var erfitt að biðja um þetta? „Já, þetta er mjög erfitt og það er alls ekki sjálfsagt að ég myndi þiggja nýra. Þetta er stór ákvörðun bæði fyrir þegann og gjafann.“ Á vefsíðu Landspítalans fást upplýsingar og mögulegir gjafar geta haft samband við Kristján í gegnum Facebook. Skoðað verður hvort þeir sem hafa þegar gefið sig fram séu hentugir gjafar. Kristján er þakklátur og hrærður. „Mér finnst magnað að fólk sé tilbúið að gera þetta,“ segir hann að lokum. Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
Kristján Kristjánsson greindist með IGA nýrnamein fyrir tíu árum og þrjá daga í viku er hann fastur í nýrnavél, fimm tíma í senn. „Ég myndi ekki lifa af án þess að fá þessa meðferð. Það er alveg inngrip í líf manns að þurfa að sitja þarna fastur en ég er mjög jákvæður gagnvart þessari meðferð, mér finnst hún vera blessun,“ segir Kristján. Í blóðskilun eru úrgangsefni hreinsuð úr blóðinu og vökvi losaður úr líkamanum. Til að þetta væri hægt var settur upp svokallaður fistill með því að tengja saman slagæð og bláæð. Þeir sex sem hingað til hafa boðið Kristjáni nýra eru í röngum blóðflokki, en hann er O plús. Í gær tók hann til bragðs að auglýsa eftir nýra á Facebook en það hefur áður gefið góða raun. „Ég hugsaði mér að ég myndi pósta þessu og ýta þannig aðeins við mínum nánustu og kannski að ákveðnu leyti opinbera mig sem sjúkling, sem ég hef aldrei gert á þessum tíu árum. Ég hef ekkert verið að ræða þetta og viðbrögðin voru mun meiri en ég átti von á.“ Síðan í gær hafa 20 manns boðið Kristjáni nýra. Og er þetta fólk sem þú hefur engin tengsl við fyrir? „Nei, bara góðir Íslendingar sem eru tilbúnir að hjálpa náunganum.“ Var erfitt að biðja um þetta? „Já, þetta er mjög erfitt og það er alls ekki sjálfsagt að ég myndi þiggja nýra. Þetta er stór ákvörðun bæði fyrir þegann og gjafann.“ Á vefsíðu Landspítalans fást upplýsingar og mögulegir gjafar geta haft samband við Kristján í gegnum Facebook. Skoðað verður hvort þeir sem hafa þegar gefið sig fram séu hentugir gjafar. Kristján er þakklátur og hrærður. „Mér finnst magnað að fólk sé tilbúið að gera þetta,“ segir hann að lokum.
Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira