Krefjast þungs fangelsisdóms og tíu milljóna í miskabætur Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. mars 2014 12:16 Sigríður Friðjónsdóttir, lengst til hægri, ríkissaksóknari áður en aðalmeðferð hófst í morgun. Vísir/GVA Málflutningur fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem karlmaður á þrítugsaldri er sakaður um að hafa hrist barn sitt til dauða. Refsiramminn er allt að 16 ára fangelsi og vekur ákæruvaldið athygli á alvarleika brotsins og beri því að dæma manninum þunga refsingu í ljósi þess að um var að ræða dóttur hans. „Að mati ákæruvaldsins liggur fyrir að barnið, 5 mánaða, hafi látist af þeim völdum að það hafi verið hrist mjög harkalega og hlaut við þann hristing heilablæðingu og bólgu sem leiddi hana til dauða á mjög skömmum tíma,“ sagði Sigríður J. Friðjónsdóttir , saksóknari í málflutning sínum. Krafist er 10 milljóna króna í miskabætur auk vaxta. Faðir barnsins fer fram á sýknu, en verði hann dæmdur óskar hann eftir lægstu mögulegu refsingu. Verjandi mannsins segir málið allt byggt á getgátum og kenningum. Hann segir enga aldursgreiningu liggja fyrir á því hvenær eldri áverkar áttu sér stað og dómur eigi aldrei að ráðast á getgátum. Málið eigi einungis að snúast um það hvort hann hafi hrist barn sitt til dauða. Verjandinn vísar til rannsókna sem sýna fram á að áverkar eftir að barn er hrist geti birst allt að 72 klukkustundum síðar. Verjandinn segir ekkert liggja fyrir um nákvæma tímasetningu atburðarins og telur hann ákæruvaldið ekki hafa sýnt fram á sekt mannsins og segir hann atburð þennan hafa markað spor í sál föðurins. Ekkert sé verra en að ranglega dæma mann, og þá einna helst fyrir hlut eins og þennan, og því beri að rannsaka málið til hins ítrasta. Aðalmeðferð er nú lokið. Tengdar fréttir Sakaður um að hafa hrist barn sitt Aðalmeðferð í máli karlmanns á þrítugsaldri, sem sakaður er um að hafa hrist fimm mánaða dóttur af slíkri hörku að hún lést nokkrum klukkustundum síðar, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. mars 2014 07:30 Faðir barnsins yfirvegaður í réttarhöldunum Faðir barnsins sem sakaður er um að hafa hrist barn sitt til dauða í mars á síðasta ári bar vitni í aðalmeðferð málsins í dag. Hann hafnar sök í málinu. 13. mars 2014 13:37 Amman segir móðurina hafa hágrátið en föðurinn ekki hafa fellt tár Annar dagur aðalmeðferðar í shaken-baby málinu hófst í dag þar sem maður á þrítugsaldri er sakaður um að hafa orðið barni sínu að bana. 14. mars 2014 11:51 Öll einkenni "Shaken baby syndrome“ Þýskur réttarmeinafræðingur bar í morgun vitni í máli manns sem er sakaður um að hafa hrist barn sitt til dauða. Preuss taldi, eftir krufningu, að allir áverkar á barninu bentu til þess að það hafi verið hrist til dauða. 13. mars 2014 10:55 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Málflutningur fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem karlmaður á þrítugsaldri er sakaður um að hafa hrist barn sitt til dauða. Refsiramminn er allt að 16 ára fangelsi og vekur ákæruvaldið athygli á alvarleika brotsins og beri því að dæma manninum þunga refsingu í ljósi þess að um var að ræða dóttur hans. „Að mati ákæruvaldsins liggur fyrir að barnið, 5 mánaða, hafi látist af þeim völdum að það hafi verið hrist mjög harkalega og hlaut við þann hristing heilablæðingu og bólgu sem leiddi hana til dauða á mjög skömmum tíma,“ sagði Sigríður J. Friðjónsdóttir , saksóknari í málflutning sínum. Krafist er 10 milljóna króna í miskabætur auk vaxta. Faðir barnsins fer fram á sýknu, en verði hann dæmdur óskar hann eftir lægstu mögulegu refsingu. Verjandi mannsins segir málið allt byggt á getgátum og kenningum. Hann segir enga aldursgreiningu liggja fyrir á því hvenær eldri áverkar áttu sér stað og dómur eigi aldrei að ráðast á getgátum. Málið eigi einungis að snúast um það hvort hann hafi hrist barn sitt til dauða. Verjandinn vísar til rannsókna sem sýna fram á að áverkar eftir að barn er hrist geti birst allt að 72 klukkustundum síðar. Verjandinn segir ekkert liggja fyrir um nákvæma tímasetningu atburðarins og telur hann ákæruvaldið ekki hafa sýnt fram á sekt mannsins og segir hann atburð þennan hafa markað spor í sál föðurins. Ekkert sé verra en að ranglega dæma mann, og þá einna helst fyrir hlut eins og þennan, og því beri að rannsaka málið til hins ítrasta. Aðalmeðferð er nú lokið.
Tengdar fréttir Sakaður um að hafa hrist barn sitt Aðalmeðferð í máli karlmanns á þrítugsaldri, sem sakaður er um að hafa hrist fimm mánaða dóttur af slíkri hörku að hún lést nokkrum klukkustundum síðar, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. mars 2014 07:30 Faðir barnsins yfirvegaður í réttarhöldunum Faðir barnsins sem sakaður er um að hafa hrist barn sitt til dauða í mars á síðasta ári bar vitni í aðalmeðferð málsins í dag. Hann hafnar sök í málinu. 13. mars 2014 13:37 Amman segir móðurina hafa hágrátið en föðurinn ekki hafa fellt tár Annar dagur aðalmeðferðar í shaken-baby málinu hófst í dag þar sem maður á þrítugsaldri er sakaður um að hafa orðið barni sínu að bana. 14. mars 2014 11:51 Öll einkenni "Shaken baby syndrome“ Þýskur réttarmeinafræðingur bar í morgun vitni í máli manns sem er sakaður um að hafa hrist barn sitt til dauða. Preuss taldi, eftir krufningu, að allir áverkar á barninu bentu til þess að það hafi verið hrist til dauða. 13. mars 2014 10:55 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Sakaður um að hafa hrist barn sitt Aðalmeðferð í máli karlmanns á þrítugsaldri, sem sakaður er um að hafa hrist fimm mánaða dóttur af slíkri hörku að hún lést nokkrum klukkustundum síðar, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. mars 2014 07:30
Faðir barnsins yfirvegaður í réttarhöldunum Faðir barnsins sem sakaður er um að hafa hrist barn sitt til dauða í mars á síðasta ári bar vitni í aðalmeðferð málsins í dag. Hann hafnar sök í málinu. 13. mars 2014 13:37
Amman segir móðurina hafa hágrátið en föðurinn ekki hafa fellt tár Annar dagur aðalmeðferðar í shaken-baby málinu hófst í dag þar sem maður á þrítugsaldri er sakaður um að hafa orðið barni sínu að bana. 14. mars 2014 11:51
Öll einkenni "Shaken baby syndrome“ Þýskur réttarmeinafræðingur bar í morgun vitni í máli manns sem er sakaður um að hafa hrist barn sitt til dauða. Preuss taldi, eftir krufningu, að allir áverkar á barninu bentu til þess að það hafi verið hrist til dauða. 13. mars 2014 10:55