Makrílsamingar geta haft áhrif á samninga Íslands og Færeyja Heimir Már Pétursson skrifar 14. mars 2014 18:40 Utanríkisráðherra segir samninga Færeyinga við Evrópusambandið og Norðmenn í makríldeilunni hugsanlega geta haft áhrif á endurnýjun tvíhliða fiskveiðisamninga sem framundan eru. Sjávarútvegsráðherra fer til samningafunda í Færeyjum í næstu viku. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra kallaði sendiherra Noregs, Evrópusambandsins og Færeyja á sinn fund í gær eftir að ljóst var að þessir aðilar hefðu gert með sér þríhliða samning í makríldeilunni og skilið Íslendinga eftir. Utanríkisráðherra kom óánægju íslenskra stjórnvalda á framfæri. Færeyingar hafa verið helstu bandamenn Íslendinga lengi og utanríkisráðherra hefur nýlega kynnt áherslur í Evrópumálum þar sem talað er um að efla samskiptin við Noreg.Lýstir þú yfir vonbrigðum með sérstaklega afstöðu þessara tveggja ríkja?„Við höfum náttúrlega sagt við þessa vini okkar og félaga, sem Evrópusambandið er að sjálfsögðu líka, að við erum að sjálfsögðu vonsvikin með að menn skuli vinna með þessum hætti. Ég reikna ekki með að að þetta hafi nein sérstök áhrif á annað samstarf sem við erum í við þá. En auðvitað smitar þetta andrúmsloftið þegar svona gerist,“ segir Gunnar Bragi. Og í því samhengi minnir utanríkisráðherra á ýmsa tvíhliða samninga sem Ísland á aðild að með Færeyingum. En sjávarútvegsráðherra fer til Færeyja í næstu viku að ræða ýmsa þá samninga.Heldur þú að þessi afstaða þeirra hafi áhrif þar?„Ég myndi halda að það hefði áhrif á andrúmsloftið á fundinum, ja. En ég get ekki sagt hvort það muni hafa efnisleg áhrif. Hitt er líka að við vitum ekki alveg hvort einhverjir aukasamningar hafi verið gerðir sem við vitum ekki enn um. En það mun væntanlega koma í ljós þá ef Færeyingar hafa tekið þátt í einhverju slíku á þessum fundi í Færeyjum,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson. Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
Utanríkisráðherra segir samninga Færeyinga við Evrópusambandið og Norðmenn í makríldeilunni hugsanlega geta haft áhrif á endurnýjun tvíhliða fiskveiðisamninga sem framundan eru. Sjávarútvegsráðherra fer til samningafunda í Færeyjum í næstu viku. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra kallaði sendiherra Noregs, Evrópusambandsins og Færeyja á sinn fund í gær eftir að ljóst var að þessir aðilar hefðu gert með sér þríhliða samning í makríldeilunni og skilið Íslendinga eftir. Utanríkisráðherra kom óánægju íslenskra stjórnvalda á framfæri. Færeyingar hafa verið helstu bandamenn Íslendinga lengi og utanríkisráðherra hefur nýlega kynnt áherslur í Evrópumálum þar sem talað er um að efla samskiptin við Noreg.Lýstir þú yfir vonbrigðum með sérstaklega afstöðu þessara tveggja ríkja?„Við höfum náttúrlega sagt við þessa vini okkar og félaga, sem Evrópusambandið er að sjálfsögðu líka, að við erum að sjálfsögðu vonsvikin með að menn skuli vinna með þessum hætti. Ég reikna ekki með að að þetta hafi nein sérstök áhrif á annað samstarf sem við erum í við þá. En auðvitað smitar þetta andrúmsloftið þegar svona gerist,“ segir Gunnar Bragi. Og í því samhengi minnir utanríkisráðherra á ýmsa tvíhliða samninga sem Ísland á aðild að með Færeyingum. En sjávarútvegsráðherra fer til Færeyja í næstu viku að ræða ýmsa þá samninga.Heldur þú að þessi afstaða þeirra hafi áhrif þar?„Ég myndi halda að það hefði áhrif á andrúmsloftið á fundinum, ja. En ég get ekki sagt hvort það muni hafa efnisleg áhrif. Hitt er líka að við vitum ekki alveg hvort einhverjir aukasamningar hafi verið gerðir sem við vitum ekki enn um. En það mun væntanlega koma í ljós þá ef Færeyingar hafa tekið þátt í einhverju slíku á þessum fundi í Færeyjum,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson.
Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira