Innlent

Gjaldtaka hafin við Geysi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Um 400 þúsund ferðamenn skoða svæðið við Geysi, Strokk og aðra hveri á Geysissvæðinu í Haukadal árlega.
Um 400 þúsund ferðamenn skoða svæðið við Geysi, Strokk og aðra hveri á Geysissvæðinu í Haukadal árlega. Mynd/Pétur Óskarsson
Gjaldtaka fyrir heimsóknir á hverasvæðið við Geysi er hafin en landeigendur hófu í morgun að rukka 600 króna gjald fyrir inngöngu á svæðið.

Landeigendur innheimta því gjald þrátt fyrir að ríkið hafi nú höfðað mál vegna gjaldtökunnar.

Þetta staðfesti Garðar Eiríksson, formaður félags landeigendanna, við fréttastofu.

16 ára og yngri greiða ekki aðgangseyri inn á svæðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×