Innlent

Gífurlegur snjór í Bolungarvík

Samúel Karl Ólason skrifar
Í morgun mældist 12 sm snjór í Bolungarvík. Greinilegt er að eitthvað hefur bæst við snjóinn í dag.
Í morgun mældist 12 sm snjór í Bolungarvík. Greinilegt er að eitthvað hefur bæst við snjóinn í dag. Vísir/Hafþór
Ekki fá allir íbúar landsins að njóta veðurblíðunnar sem leikið hefur við íbúa höfuðborgarsvæðisins á undanförnum dögum. Eins og sjá má á meðflygjandi myndum, sem Hafþór Gunnarsson, fréttaritari Stöðvar 2 tók í Bolungarvík í dag, er mikill snjór á Vestfjörðum. Þá hefur stormur með miklum vindi og mikilli ofankomu gengið yfir landshlutann í dag.

Samkvæmt veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands mun stormurinn ganga yfir í kvöld og í nótt. Þó verður áfram hvasst og él eða snjókoma á morgun.

Talsverður snjór er víða á landinu, en þá sérstaklega á Norðaustanverðu landinu. Þó er líka mikill snjór á Vestfjörðum og til heiða á Austurlandi.

Samkvæmt snjódýptarmælingum í morgun voru 113 sm snjór í Svartárkoti í Bárðardal, 90 sm við Reykjahlíð og 59 sm á Grímsstöðum.

Þá mun líklega kólna þegar líður á vikuna og einnig er von á ofankomu á næstu dögum svo útlit er fyrir að snjórinn muni ekki hverfa í bili.

Á myndunum hér að neðan má sjá hvernig útlits var í Bolungarvík í dag, en neðsta myndin sýnir aðstæður á höfuðborgarsvæðinu.

Vísir/Hafþór
Veðrið hefur leikið við íbúa höfuðborgarsvæðisins undanfarna daga.Vísir/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×