Rússar brjóta alþjóðalög að mati utanríkisráðherra Heimir Már Pétursson skrifar 3. mars 2014 20:00 Utanríkisráðherra kallaði sendi herra Rússlands á sinn fund í morgun og tjáði honum að Rússar hefðu gerst brotlegir við alþjóðalög með hernaðaragerðum sínum í Rússlandi og krafðist þess að hermenn þeirra yrðu kallaðir til baka í bækistöðvar sínar.Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra kom á fund utanríkismálanefndar Alþingis í morgun eftir að hafa kallað sendiherra Rússa á sinn fund í fyrr um morguninn. Hann segir ástandið í Úkraínu mjög alvarlegt. „Og við höfum að sjálfsögðu tekið undir það sem NATO er að gera á þessum vettvangi og það sem ÖSE er að gera. Ég kallaði sendiherra Rússlands til mín í morgun þar sem við fórum yfir þessa hluti alla saman.Kom á framfæri okkar skoðunum í því. Hann lýsti því yfir að Rússar vildu friðsamlega lausn og þá skorum við á þá að sjálfsögðu að standa við það og tryggja friðsamlega lausn,“ sagði utanríkisráðherra eftir fundinn. Utanríkisráðherra sagði sendiherra Rússa að þeir yrðu að draga herlið sitt til baka í til bækistöðva sinna og allir yrðu að hjálpast að til að halda frjálsar og réttmætar kosningar. „Og að sjálfsögðu yrði svo að tryggja rétt allra minnihlutahópa í Úkraínu líka,“ áréttar Gunnar Bragi.Eru þeir ekki alveg klárlega að brjóta alþjóðalög?„Að mínu mati eru þeir að gera það jú og ég hef fengið yfirlit yfir það frá lögfræðingum ráðuneytisins, sérfræðingum, um að þeir eru að brjóta alþjóðalög. Og það er að sjálfsögðu eitthvað sem við getum ekki látið þjóðir komast upp með. En við getum heldur ekki gripið til aðgerða sem auka vandræðin í Úkraínu. Þess vegna verðum við að stíga mjög varlega til jarðar,“ segir utanríkisráðherra. Þarna hafi verið ólga fyrir og því mikilvægt að fram fari lýðræðislegar kosningar. Það þurfi líka að tryggja að úkraínsk stjórnvöld standið við alla alla sáttmála sem þeir séu bundnir af eins og um rétt minnihlutahópa, en Rússar skýli sér á bakvið að þeir þurfi að tryggja hag rússneska minnihlutans á svæðinu.Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir að utanríkisráðherra hefði mátt bregðast harðar við innrás Rússa á Krímskaga og m.a. krefjast þess að þeir drægju allt herlið sitt þaðan til baka. „Mér finnst viðbrögð ríkisstjórnarinnar afskaplega linkuleg. Það hefur tekið sólarhring að koma með yfirlýsingu. Það er ekki gengið eins langt og Atlantshafsbandalagið gengur. Mér finnst skorta á skýra fordæmingu á atferli Rússa, skýra kröfu um að þeir dragi herlið til baka og skýra yfirlýsingu um að við teljum framferði þeirra brjóta gegn alþjóðalögum,“ segir Árni Páll. Það sé grafalvarlegt ef utanríkisstefna landsins sé að breytast þegar nágrönnum Rússa er ógnað með þessum hætti. Ísland hafi í áratugi verið í fararboddi frá stuðningi við sjálfstæði Eistrasaltsríkjanna.Utanríkisráðherra var nú samt all afgerandi í sínum viðbrögðum í viðtali við mig.„Já, við skulum orða það þannig að hann hafi hrests nokkuð á utanríkismálanefndarfundi,“ segir Árni Páll Árnason. Úkraína Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Utanríkisráðherra kallaði sendi herra Rússlands á sinn fund í morgun og tjáði honum að Rússar hefðu gerst brotlegir við alþjóðalög með hernaðaragerðum sínum í Rússlandi og krafðist þess að hermenn þeirra yrðu kallaðir til baka í bækistöðvar sínar.Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra kom á fund utanríkismálanefndar Alþingis í morgun eftir að hafa kallað sendiherra Rússa á sinn fund í fyrr um morguninn. Hann segir ástandið í Úkraínu mjög alvarlegt. „Og við höfum að sjálfsögðu tekið undir það sem NATO er að gera á þessum vettvangi og það sem ÖSE er að gera. Ég kallaði sendiherra Rússlands til mín í morgun þar sem við fórum yfir þessa hluti alla saman.Kom á framfæri okkar skoðunum í því. Hann lýsti því yfir að Rússar vildu friðsamlega lausn og þá skorum við á þá að sjálfsögðu að standa við það og tryggja friðsamlega lausn,“ sagði utanríkisráðherra eftir fundinn. Utanríkisráðherra sagði sendiherra Rússa að þeir yrðu að draga herlið sitt til baka í til bækistöðva sinna og allir yrðu að hjálpast að til að halda frjálsar og réttmætar kosningar. „Og að sjálfsögðu yrði svo að tryggja rétt allra minnihlutahópa í Úkraínu líka,“ áréttar Gunnar Bragi.Eru þeir ekki alveg klárlega að brjóta alþjóðalög?„Að mínu mati eru þeir að gera það jú og ég hef fengið yfirlit yfir það frá lögfræðingum ráðuneytisins, sérfræðingum, um að þeir eru að brjóta alþjóðalög. Og það er að sjálfsögðu eitthvað sem við getum ekki látið þjóðir komast upp með. En við getum heldur ekki gripið til aðgerða sem auka vandræðin í Úkraínu. Þess vegna verðum við að stíga mjög varlega til jarðar,“ segir utanríkisráðherra. Þarna hafi verið ólga fyrir og því mikilvægt að fram fari lýðræðislegar kosningar. Það þurfi líka að tryggja að úkraínsk stjórnvöld standið við alla alla sáttmála sem þeir séu bundnir af eins og um rétt minnihlutahópa, en Rússar skýli sér á bakvið að þeir þurfi að tryggja hag rússneska minnihlutans á svæðinu.Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir að utanríkisráðherra hefði mátt bregðast harðar við innrás Rússa á Krímskaga og m.a. krefjast þess að þeir drægju allt herlið sitt þaðan til baka. „Mér finnst viðbrögð ríkisstjórnarinnar afskaplega linkuleg. Það hefur tekið sólarhring að koma með yfirlýsingu. Það er ekki gengið eins langt og Atlantshafsbandalagið gengur. Mér finnst skorta á skýra fordæmingu á atferli Rússa, skýra kröfu um að þeir dragi herlið til baka og skýra yfirlýsingu um að við teljum framferði þeirra brjóta gegn alþjóðalögum,“ segir Árni Páll. Það sé grafalvarlegt ef utanríkisstefna landsins sé að breytast þegar nágrönnum Rússa er ógnað með þessum hætti. Ísland hafi í áratugi verið í fararboddi frá stuðningi við sjálfstæði Eistrasaltsríkjanna.Utanríkisráðherra var nú samt all afgerandi í sínum viðbrögðum í viðtali við mig.„Já, við skulum orða það þannig að hann hafi hrests nokkuð á utanríkismálanefndarfundi,“ segir Árni Páll Árnason.
Úkraína Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira