Rússar brjóta alþjóðalög að mati utanríkisráðherra Heimir Már Pétursson skrifar 3. mars 2014 20:00 Utanríkisráðherra kallaði sendi herra Rússlands á sinn fund í morgun og tjáði honum að Rússar hefðu gerst brotlegir við alþjóðalög með hernaðaragerðum sínum í Rússlandi og krafðist þess að hermenn þeirra yrðu kallaðir til baka í bækistöðvar sínar.Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra kom á fund utanríkismálanefndar Alþingis í morgun eftir að hafa kallað sendiherra Rússa á sinn fund í fyrr um morguninn. Hann segir ástandið í Úkraínu mjög alvarlegt. „Og við höfum að sjálfsögðu tekið undir það sem NATO er að gera á þessum vettvangi og það sem ÖSE er að gera. Ég kallaði sendiherra Rússlands til mín í morgun þar sem við fórum yfir þessa hluti alla saman.Kom á framfæri okkar skoðunum í því. Hann lýsti því yfir að Rússar vildu friðsamlega lausn og þá skorum við á þá að sjálfsögðu að standa við það og tryggja friðsamlega lausn,“ sagði utanríkisráðherra eftir fundinn. Utanríkisráðherra sagði sendiherra Rússa að þeir yrðu að draga herlið sitt til baka í til bækistöðva sinna og allir yrðu að hjálpast að til að halda frjálsar og réttmætar kosningar. „Og að sjálfsögðu yrði svo að tryggja rétt allra minnihlutahópa í Úkraínu líka,“ áréttar Gunnar Bragi.Eru þeir ekki alveg klárlega að brjóta alþjóðalög?„Að mínu mati eru þeir að gera það jú og ég hef fengið yfirlit yfir það frá lögfræðingum ráðuneytisins, sérfræðingum, um að þeir eru að brjóta alþjóðalög. Og það er að sjálfsögðu eitthvað sem við getum ekki látið þjóðir komast upp með. En við getum heldur ekki gripið til aðgerða sem auka vandræðin í Úkraínu. Þess vegna verðum við að stíga mjög varlega til jarðar,“ segir utanríkisráðherra. Þarna hafi verið ólga fyrir og því mikilvægt að fram fari lýðræðislegar kosningar. Það þurfi líka að tryggja að úkraínsk stjórnvöld standið við alla alla sáttmála sem þeir séu bundnir af eins og um rétt minnihlutahópa, en Rússar skýli sér á bakvið að þeir þurfi að tryggja hag rússneska minnihlutans á svæðinu.Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir að utanríkisráðherra hefði mátt bregðast harðar við innrás Rússa á Krímskaga og m.a. krefjast þess að þeir drægju allt herlið sitt þaðan til baka. „Mér finnst viðbrögð ríkisstjórnarinnar afskaplega linkuleg. Það hefur tekið sólarhring að koma með yfirlýsingu. Það er ekki gengið eins langt og Atlantshafsbandalagið gengur. Mér finnst skorta á skýra fordæmingu á atferli Rússa, skýra kröfu um að þeir dragi herlið til baka og skýra yfirlýsingu um að við teljum framferði þeirra brjóta gegn alþjóðalögum,“ segir Árni Páll. Það sé grafalvarlegt ef utanríkisstefna landsins sé að breytast þegar nágrönnum Rússa er ógnað með þessum hætti. Ísland hafi í áratugi verið í fararboddi frá stuðningi við sjálfstæði Eistrasaltsríkjanna.Utanríkisráðherra var nú samt all afgerandi í sínum viðbrögðum í viðtali við mig.„Já, við skulum orða það þannig að hann hafi hrests nokkuð á utanríkismálanefndarfundi,“ segir Árni Páll Árnason. Úkraína Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Sjá meira
Utanríkisráðherra kallaði sendi herra Rússlands á sinn fund í morgun og tjáði honum að Rússar hefðu gerst brotlegir við alþjóðalög með hernaðaragerðum sínum í Rússlandi og krafðist þess að hermenn þeirra yrðu kallaðir til baka í bækistöðvar sínar.Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra kom á fund utanríkismálanefndar Alþingis í morgun eftir að hafa kallað sendiherra Rússa á sinn fund í fyrr um morguninn. Hann segir ástandið í Úkraínu mjög alvarlegt. „Og við höfum að sjálfsögðu tekið undir það sem NATO er að gera á þessum vettvangi og það sem ÖSE er að gera. Ég kallaði sendiherra Rússlands til mín í morgun þar sem við fórum yfir þessa hluti alla saman.Kom á framfæri okkar skoðunum í því. Hann lýsti því yfir að Rússar vildu friðsamlega lausn og þá skorum við á þá að sjálfsögðu að standa við það og tryggja friðsamlega lausn,“ sagði utanríkisráðherra eftir fundinn. Utanríkisráðherra sagði sendiherra Rússa að þeir yrðu að draga herlið sitt til baka í til bækistöðva sinna og allir yrðu að hjálpast að til að halda frjálsar og réttmætar kosningar. „Og að sjálfsögðu yrði svo að tryggja rétt allra minnihlutahópa í Úkraínu líka,“ áréttar Gunnar Bragi.Eru þeir ekki alveg klárlega að brjóta alþjóðalög?„Að mínu mati eru þeir að gera það jú og ég hef fengið yfirlit yfir það frá lögfræðingum ráðuneytisins, sérfræðingum, um að þeir eru að brjóta alþjóðalög. Og það er að sjálfsögðu eitthvað sem við getum ekki látið þjóðir komast upp með. En við getum heldur ekki gripið til aðgerða sem auka vandræðin í Úkraínu. Þess vegna verðum við að stíga mjög varlega til jarðar,“ segir utanríkisráðherra. Þarna hafi verið ólga fyrir og því mikilvægt að fram fari lýðræðislegar kosningar. Það þurfi líka að tryggja að úkraínsk stjórnvöld standið við alla alla sáttmála sem þeir séu bundnir af eins og um rétt minnihlutahópa, en Rússar skýli sér á bakvið að þeir þurfi að tryggja hag rússneska minnihlutans á svæðinu.Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir að utanríkisráðherra hefði mátt bregðast harðar við innrás Rússa á Krímskaga og m.a. krefjast þess að þeir drægju allt herlið sitt þaðan til baka. „Mér finnst viðbrögð ríkisstjórnarinnar afskaplega linkuleg. Það hefur tekið sólarhring að koma með yfirlýsingu. Það er ekki gengið eins langt og Atlantshafsbandalagið gengur. Mér finnst skorta á skýra fordæmingu á atferli Rússa, skýra kröfu um að þeir dragi herlið til baka og skýra yfirlýsingu um að við teljum framferði þeirra brjóta gegn alþjóðalögum,“ segir Árni Páll. Það sé grafalvarlegt ef utanríkisstefna landsins sé að breytast þegar nágrönnum Rússa er ógnað með þessum hætti. Ísland hafi í áratugi verið í fararboddi frá stuðningi við sjálfstæði Eistrasaltsríkjanna.Utanríkisráðherra var nú samt all afgerandi í sínum viðbrögðum í viðtali við mig.„Já, við skulum orða það þannig að hann hafi hrests nokkuð á utanríkismálanefndarfundi,“ segir Árni Páll Árnason.
Úkraína Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Sjá meira