Grútspældir og reiðir viðskiptavinir IKEA Jakob Bjarnar skrifar 4. mars 2014 13:20 Þórarinn Ævarsson. Fólk át sér til óbóta í fyrra, kunni sér ekki magamál og sumir voru ælandi. Í dag er Sprengidagurinn og margur hafði hugsað sér gott til glóðarinnar og hugðist kýla sig út með salkjöti og baunum í hinu vinsæla eldhúsi IKEA í Garðabænum. Þar hefur allt frá árinu 2009 verið hægt að fá, á þessum degi, máltíð fyrir tvær krónur; með vísan til lagstúfsins eða hendingarinnar sem jafnan er sungin á þessum degi: „Saltkjöt & baunir, túkall!“ Nema, nú brá svo við að verðið sem IKEA setur upp er 995 krónur fyrir máltíðina. Viðskiptavinur IKEA hafði samband við fréttastofu og sá var ekki ánægður. Talaði um að þarna væri mörg þúsund prósenta hækkun á tiltekinni vöru og sagði þetta kaldar kveðjur frá IKEA til íslensks almennings. Þegar þetta er reiknað kemur á daginn að um er að ræða verðhækkun uppá tæp fimm þúsund prósent. Á símanum hjá IKEA fengust þær upplýsingar að kvartanir vegna þessa hafi borist í stríðum straumum frá ósáttum viðskiptavinum sem töldu sig geta gengið að þessari máltíð fyrir tvær krónur. „En, þeir hafa þá ekki tekið vel eftir því við auglýstum þetta nú rækilega.“Borðaði sér til óbóta í fyrra Framkvæmdastjóri IKEA er Þórarinn Ævarsson og hann segir þetta allt satt og rétt. Hann segir afstöðu IKEA til þessa stóra máls vera byggða á mannúðarsjónarmiðum annars vegar og svo hinsvegar því að kreppan sé búin! „Þú hefðir átt að vera á línunni hjá okkur í fyrra. Þá hringdi einn alveg brjálaður og sagði: Djöfull er þetta lítill skammtur hjá ykkur. En, þannig er að fólk át sér til óbóta í fyrra. Fólk kunni sér ekki magamál og sumir voru ælandi. Þetta er einmitt matur sem fólk á ekki að borða sér til óbóta af. Það getur hreinlega verið hættulegt. Okkur leist hreinlega ekki á blikuna. Við fáum mikið af fullorðnu fólki til okkar og höfðum orðið áhyggjur af því að þetta gæti endað með ósköpum,“ segir Þórarinn.Kreppan er búin! Hitt atriðið vegur ekki síður þungt að mati Þórarins, sem kemur með óvænta yfirlýsingu þess efnis að kreppan sé búin. Hann mun vera með þeim fyrstu til að gefa út þá yfirlýsingu. „Ég las það í morgun að það sé 30 prósenta aukning í bílasölu. Nú eru sex til sjö ár liðin frá því að kreppan skall á. Við höfum gefið frían barnamat frá árinu 2008. Saltkjöt & baunir á Sprengidag frá árinu 2009. Okkar innlegg í að létta fólki lífið. Nú teljum við að farið sé að sjá til sólar í efnahagslífinu og þá setur maður sig í aðrar stellingar.“ Og þó um sé að ræða 5 þúsund prósenta hækkun telur Þórarinn það ekki slæmt að geta fengið máltíð og ábót fyrir 995 krónur. IKEA Sprengidagur Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag Sjá meira
Í dag er Sprengidagurinn og margur hafði hugsað sér gott til glóðarinnar og hugðist kýla sig út með salkjöti og baunum í hinu vinsæla eldhúsi IKEA í Garðabænum. Þar hefur allt frá árinu 2009 verið hægt að fá, á þessum degi, máltíð fyrir tvær krónur; með vísan til lagstúfsins eða hendingarinnar sem jafnan er sungin á þessum degi: „Saltkjöt & baunir, túkall!“ Nema, nú brá svo við að verðið sem IKEA setur upp er 995 krónur fyrir máltíðina. Viðskiptavinur IKEA hafði samband við fréttastofu og sá var ekki ánægður. Talaði um að þarna væri mörg þúsund prósenta hækkun á tiltekinni vöru og sagði þetta kaldar kveðjur frá IKEA til íslensks almennings. Þegar þetta er reiknað kemur á daginn að um er að ræða verðhækkun uppá tæp fimm þúsund prósent. Á símanum hjá IKEA fengust þær upplýsingar að kvartanir vegna þessa hafi borist í stríðum straumum frá ósáttum viðskiptavinum sem töldu sig geta gengið að þessari máltíð fyrir tvær krónur. „En, þeir hafa þá ekki tekið vel eftir því við auglýstum þetta nú rækilega.“Borðaði sér til óbóta í fyrra Framkvæmdastjóri IKEA er Þórarinn Ævarsson og hann segir þetta allt satt og rétt. Hann segir afstöðu IKEA til þessa stóra máls vera byggða á mannúðarsjónarmiðum annars vegar og svo hinsvegar því að kreppan sé búin! „Þú hefðir átt að vera á línunni hjá okkur í fyrra. Þá hringdi einn alveg brjálaður og sagði: Djöfull er þetta lítill skammtur hjá ykkur. En, þannig er að fólk át sér til óbóta í fyrra. Fólk kunni sér ekki magamál og sumir voru ælandi. Þetta er einmitt matur sem fólk á ekki að borða sér til óbóta af. Það getur hreinlega verið hættulegt. Okkur leist hreinlega ekki á blikuna. Við fáum mikið af fullorðnu fólki til okkar og höfðum orðið áhyggjur af því að þetta gæti endað með ósköpum,“ segir Þórarinn.Kreppan er búin! Hitt atriðið vegur ekki síður þungt að mati Þórarins, sem kemur með óvænta yfirlýsingu þess efnis að kreppan sé búin. Hann mun vera með þeim fyrstu til að gefa út þá yfirlýsingu. „Ég las það í morgun að það sé 30 prósenta aukning í bílasölu. Nú eru sex til sjö ár liðin frá því að kreppan skall á. Við höfum gefið frían barnamat frá árinu 2008. Saltkjöt & baunir á Sprengidag frá árinu 2009. Okkar innlegg í að létta fólki lífið. Nú teljum við að farið sé að sjá til sólar í efnahagslífinu og þá setur maður sig í aðrar stellingar.“ Og þó um sé að ræða 5 þúsund prósenta hækkun telur Þórarinn það ekki slæmt að geta fengið máltíð og ábót fyrir 995 krónur.
IKEA Sprengidagur Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag Sjá meira