Innlent

Búist við stormi á morgun

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Veðurstofan varar við stormi.
Veðurstofan varar við stormi. vísir/valli
Búist er við stormi (meira en 20 m/s) á Suðausturlandi og á Miðhálendinu um hádegi á morgun en norðvestantil annað kvöld. Einnig er búist við mikilli úrkomu SA-lands síðdegis.

Suðvestan 8-15 með éljum S- og V-lands en hægari og skýjað með köflum N- og A-lands. Lægir um tíma í fyrramálið og úrkomulítið en gengur í norðaustan 15-25 m/s um hádegi fyrst syðst. Hvassast S- og SA-til.

Snjókoma eða slydda á morgun en mikil rigning SA-lands síðdegis og fram á kvöld. Dregur úr vindi S- og A-lands annað kvöld. Hiti kringum frostmark að deginum, en vægt frost til landsins.

Þá er spáð minnkandi suðvestanátt og él á höfuðborgarsvæðinu á morgun. Gengur í norðaustan 10-18 m/s með slyddu eftir hádegi. Hiti í kringum frostmark.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×