„Átakanlegt verkefni og það að myndin hljóti tilnefningu er mikill sigur“ Ellý Ármanns skrifar 21. febrúar 2014 14:00 Þættir Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur „Ísþjóðin“ og „Ég gafst ekki upp“ eru tilnefndir til Eddunnar í ár í flokkunum besti frétta- eða viðtalsþáttur og besta heimildamyndin. „Ég er himinlifandi yfir því að vera tilnefnd til tveggja verðlauna. Heimildamynd okkar Egils Eðvarðssonar ,,Ég gafst ekki upp” var átakanlegt verkefni og það að myndin hljóti tilnefningu er mikill sigur. Heiða okkar væri án efa mjög ánægð með þau viðbrögð sem myndin hefur fengið. Heiða ætlaði sér alltaf stóra hluti enda var hún kraftmikil og kjörkuð ung kona. Svo er þetta í fyrsta sinn sem þættirnir mínir Ísþjóðin fá tilnefningu og það er æðislegt,“ segir Ragnhildur Steinunn.Benedikt Valsson, Ragnhildur Steinunn, Gunna Dís og Fannar Sveinsson.En að allt öðru. Kjóllinn sem þú klæddist á söngvakeppni sjónvarpsins síðustu helgi vakti verðskuldaða athygli. „Já, ég hef mikið verið spurð út í kjólinn sem ég klæddist í söngvakeppninni en sagan á bak við hann er ansi skemmtileg. Ég hafði séð mynd af þessum kjól á facebook síðu. Ég sýndi stílistanum okkar, Gunnu, myndina og sagði að mig langaði að vera í kjól í þessum stíl. Eftir langa leit af svipuðum kjól gafst stílistinn upp og hafði einfaldlega samband við eiganda kjólsins, Jóhönnu Gils, sem var svo almennileg að bjóðast til að lána okkur kjólinn.“Í hverju ætlar þú að vera í annað kvöld, á Eddunni? „Ég ætla að klæðast kjól úr nýjustu línu Freebird og geggjuðum skóm frá Mörtu Jonsson. Ég er svo hjátrúarfull að ég þori ekki öðru því ég klæddist Freebird í fyrra.“Með hverjum ferðu á Edduna?„Ég fer með unnusta mínum Hauki Inga á Edduna og hlakka mikið til,“ segir þessi hæfileikaríka fjölmiðlakona.Heiða Dís tókst á við erfið veikindi með óbilandi jákvæðni.Heimilidamyndin „Ég gafst ekki upp“ fjallar um Heiðu Dís Einarsdóttur, sem féll frá aðeins 23 ára gömul eftir baráttu við krabbamein. Barátta Heiðu Dísar vakti athygli og þá sér í lagi hvernig hún nálgaðist veikindin. Uppskeruhátíð íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, Eddan, verður haldin hátíðleg á morgun laugardag í Silfurbergi í Hörpu. Bein útsending verður á Stöð 2, bæði af rauða dreglinum og frá verðlaunahátíðinni sjálfri og verður útsendingin send út í opinni dagskrá. Eddan Tengdar fréttir Hver er uppáhalds sjónvarpsstjarnan þín? Fimm eru tilnefndir til Eddunnar sem sjónvarpsmenn ársins, Lóa Pind Aldísardóttir, Sölvi Tryggvason, Brynja Þorgeirsdóttir, Bragi Valdimar Skúlason og Bogi Ágústsson. 21. febrúar 2014 11:30 Ragnhildur Steinunn þakkaði Hrafnhildi traustið Meðfylgjandi má sjá Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur og... 18. febrúar 2013 11:24 Glamúr og glæsileiki á Eddunni Edduverðlaunin fóru fram við hátíðlega athöfn í Eldborgarsal Hörpu í gærkvöldi. Gestir voru prúðbúnir í sannkölluðu spariskapi eins og sjá má á myndunum sem Daníel Rúnarsson tók. Stöð 2 sýndi beint frá afhendingunni sem þótti heppnast einstaklega vel. 17. febrúar 2013 12:00 Mest lesið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Lífið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Þættir Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur „Ísþjóðin“ og „Ég gafst ekki upp“ eru tilnefndir til Eddunnar í ár í flokkunum besti frétta- eða viðtalsþáttur og besta heimildamyndin. „Ég er himinlifandi yfir því að vera tilnefnd til tveggja verðlauna. Heimildamynd okkar Egils Eðvarðssonar ,,Ég gafst ekki upp” var átakanlegt verkefni og það að myndin hljóti tilnefningu er mikill sigur. Heiða okkar væri án efa mjög ánægð með þau viðbrögð sem myndin hefur fengið. Heiða ætlaði sér alltaf stóra hluti enda var hún kraftmikil og kjörkuð ung kona. Svo er þetta í fyrsta sinn sem þættirnir mínir Ísþjóðin fá tilnefningu og það er æðislegt,“ segir Ragnhildur Steinunn.Benedikt Valsson, Ragnhildur Steinunn, Gunna Dís og Fannar Sveinsson.En að allt öðru. Kjóllinn sem þú klæddist á söngvakeppni sjónvarpsins síðustu helgi vakti verðskuldaða athygli. „Já, ég hef mikið verið spurð út í kjólinn sem ég klæddist í söngvakeppninni en sagan á bak við hann er ansi skemmtileg. Ég hafði séð mynd af þessum kjól á facebook síðu. Ég sýndi stílistanum okkar, Gunnu, myndina og sagði að mig langaði að vera í kjól í þessum stíl. Eftir langa leit af svipuðum kjól gafst stílistinn upp og hafði einfaldlega samband við eiganda kjólsins, Jóhönnu Gils, sem var svo almennileg að bjóðast til að lána okkur kjólinn.“Í hverju ætlar þú að vera í annað kvöld, á Eddunni? „Ég ætla að klæðast kjól úr nýjustu línu Freebird og geggjuðum skóm frá Mörtu Jonsson. Ég er svo hjátrúarfull að ég þori ekki öðru því ég klæddist Freebird í fyrra.“Með hverjum ferðu á Edduna?„Ég fer með unnusta mínum Hauki Inga á Edduna og hlakka mikið til,“ segir þessi hæfileikaríka fjölmiðlakona.Heiða Dís tókst á við erfið veikindi með óbilandi jákvæðni.Heimilidamyndin „Ég gafst ekki upp“ fjallar um Heiðu Dís Einarsdóttur, sem féll frá aðeins 23 ára gömul eftir baráttu við krabbamein. Barátta Heiðu Dísar vakti athygli og þá sér í lagi hvernig hún nálgaðist veikindin. Uppskeruhátíð íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, Eddan, verður haldin hátíðleg á morgun laugardag í Silfurbergi í Hörpu. Bein útsending verður á Stöð 2, bæði af rauða dreglinum og frá verðlaunahátíðinni sjálfri og verður útsendingin send út í opinni dagskrá.
Eddan Tengdar fréttir Hver er uppáhalds sjónvarpsstjarnan þín? Fimm eru tilnefndir til Eddunnar sem sjónvarpsmenn ársins, Lóa Pind Aldísardóttir, Sölvi Tryggvason, Brynja Þorgeirsdóttir, Bragi Valdimar Skúlason og Bogi Ágústsson. 21. febrúar 2014 11:30 Ragnhildur Steinunn þakkaði Hrafnhildi traustið Meðfylgjandi má sjá Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur og... 18. febrúar 2013 11:24 Glamúr og glæsileiki á Eddunni Edduverðlaunin fóru fram við hátíðlega athöfn í Eldborgarsal Hörpu í gærkvöldi. Gestir voru prúðbúnir í sannkölluðu spariskapi eins og sjá má á myndunum sem Daníel Rúnarsson tók. Stöð 2 sýndi beint frá afhendingunni sem þótti heppnast einstaklega vel. 17. febrúar 2013 12:00 Mest lesið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Lífið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Hver er uppáhalds sjónvarpsstjarnan þín? Fimm eru tilnefndir til Eddunnar sem sjónvarpsmenn ársins, Lóa Pind Aldísardóttir, Sölvi Tryggvason, Brynja Þorgeirsdóttir, Bragi Valdimar Skúlason og Bogi Ágústsson. 21. febrúar 2014 11:30
Ragnhildur Steinunn þakkaði Hrafnhildi traustið Meðfylgjandi má sjá Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur og... 18. febrúar 2013 11:24
Glamúr og glæsileiki á Eddunni Edduverðlaunin fóru fram við hátíðlega athöfn í Eldborgarsal Hörpu í gærkvöldi. Gestir voru prúðbúnir í sannkölluðu spariskapi eins og sjá má á myndunum sem Daníel Rúnarsson tók. Stöð 2 sýndi beint frá afhendingunni sem þótti heppnast einstaklega vel. 17. febrúar 2013 12:00
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“