Menning

Ragnhildur Steinunn þakkaði Hrafnhildi traustið

Ellý Ármanns skrifar
"Vá takk kærlega. Mig langar að byrja að þakka Hrafnhildi fyrir að leyfa mér að segja þessa sögu, treysta mér og sýna þennan hetjuskap sem hún gerði," sagði Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir fjölmiðlakona þegar hún tók við Eddunni ásamt Hrafnhildi en heimildamyndin um kynleiðréttingu Hrafnhildar var valin besta heimildamynd ársins á Eddunni sem fram fór í Eldborgarsal Hörpu um helgina.

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá þær taka við Eddunni.

Tilnefndar voru einnig heimildamyndirnar: Amma Lo-fi: Kjallaraspólur Sigríðar Níelsdóttur, Hreint hjarta, Íslensku björgunarsveitirnar og Sundið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×