Draugur sem sýslumaður Seyðfirðinga slóst við Kristján Már Unnarsson skrifar 23. febrúar 2014 20:00 Hundrað og tuttugu ára gömul ljósmynd af draugi, sem sýslumaðurinn á Seyðisfirði sagðist hafa slegist við, er fyrsta ljósmynd sem notuð var í sakamáli á Íslandi. Í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 síðastliðinn þriðjudag var fjallað um magnaða draugasögu sem gerist í gamla apótekinu á Seyðisfirði árið 1894. Sagan tengdist morðmáli, sem þáverandi sýslumaður, Axel Tulinius, fékk til rannsóknar, en hann leigði þá herbergi á annarri hæð hússins. Þáttinn má sjá í heild sinni hér.Ólafur Örn Pétursson, eigandi bláa apóteksins, lýsti slagsmálum sýslumanns við drauginn.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Ólafur Örn Pétursson, núverandi eigandi gamla apóteksins á Seyðisfirði, lýsti í þættinum slagsmálum sýslumanns við drauginn í stiga apóteksins og hvernig honum hefði tvær nætur í röð tekist að varna draugnum uppgöngu á efri hæðina, en sýslumaður skráði atburðinn í opinber skjöl. En 120 ára sögu draugsa er ekki lokið. Í Þjóðskjalasafni Íslands í gömlu mjólkurstöðinni við Laugaveg í Reykjavík er enn verið að kljást við hann. Þar hefur Gunnar Örn Hannesson sagnfræðingur verið að grafa upp skjöl og ljósmyndir sem tengjast hvarfi vélstjóra af enskum togara sem var á veiðum á Seyðisfirði árið 1894. Fjórum mánuðum síðar kom líkið upp með veiðarfærum íslensks báts og þá var meðfylgjandi ljósmynd tekin, í október 1894.Gunnar Örn Hannesson, sagnfræðingur við Þjóðskjalasafn Íslands.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Ummerki bentu eindregið til þess að enska sjómanninum hefði verið ráðinn bani en farg hafði verið bundið við líkið til að sökkva því. Skipsfélagi mannsins var grunaður um verknaðinn en ekki tókst að sanna glæpinn. Sýslumaðurinn fékk Eyjólf Jónsson ljósmyndara til að taka mynd af líkinu og segir Gunnar Örn að þetta sé fyrsta ljósmynd sem tekin er á Íslandi vegna rannnsóknar á sakamáli. En er þetta líka ljósmynd af draugnum? Þessari spurningu svaraði sagnfræðingurinn í frétt Stöðvar 2 í kvöld. Þá má velta því upp hvort ljósmyndin sé einnig elsta fréttamynd á Íslandi. Það er reyndar ekki vitað til þess að hún hafi birst í dagblaði hérlendis fyrr en eftir 1960. Ljósmyndarinn lét hins vegar setja myndina á spjald og spyrja má hvort hún hafi farið í nægilega mikla dreifingu á sínum tíma til að líta megi á það sem fjölmiðlun. Seyðisfjörður Um land allt Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Hundrað og tuttugu ára gömul ljósmynd af draugi, sem sýslumaðurinn á Seyðisfirði sagðist hafa slegist við, er fyrsta ljósmynd sem notuð var í sakamáli á Íslandi. Í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 síðastliðinn þriðjudag var fjallað um magnaða draugasögu sem gerist í gamla apótekinu á Seyðisfirði árið 1894. Sagan tengdist morðmáli, sem þáverandi sýslumaður, Axel Tulinius, fékk til rannsóknar, en hann leigði þá herbergi á annarri hæð hússins. Þáttinn má sjá í heild sinni hér.Ólafur Örn Pétursson, eigandi bláa apóteksins, lýsti slagsmálum sýslumanns við drauginn.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Ólafur Örn Pétursson, núverandi eigandi gamla apóteksins á Seyðisfirði, lýsti í þættinum slagsmálum sýslumanns við drauginn í stiga apóteksins og hvernig honum hefði tvær nætur í röð tekist að varna draugnum uppgöngu á efri hæðina, en sýslumaður skráði atburðinn í opinber skjöl. En 120 ára sögu draugsa er ekki lokið. Í Þjóðskjalasafni Íslands í gömlu mjólkurstöðinni við Laugaveg í Reykjavík er enn verið að kljást við hann. Þar hefur Gunnar Örn Hannesson sagnfræðingur verið að grafa upp skjöl og ljósmyndir sem tengjast hvarfi vélstjóra af enskum togara sem var á veiðum á Seyðisfirði árið 1894. Fjórum mánuðum síðar kom líkið upp með veiðarfærum íslensks báts og þá var meðfylgjandi ljósmynd tekin, í október 1894.Gunnar Örn Hannesson, sagnfræðingur við Þjóðskjalasafn Íslands.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Ummerki bentu eindregið til þess að enska sjómanninum hefði verið ráðinn bani en farg hafði verið bundið við líkið til að sökkva því. Skipsfélagi mannsins var grunaður um verknaðinn en ekki tókst að sanna glæpinn. Sýslumaðurinn fékk Eyjólf Jónsson ljósmyndara til að taka mynd af líkinu og segir Gunnar Örn að þetta sé fyrsta ljósmynd sem tekin er á Íslandi vegna rannnsóknar á sakamáli. En er þetta líka ljósmynd af draugnum? Þessari spurningu svaraði sagnfræðingurinn í frétt Stöðvar 2 í kvöld. Þá má velta því upp hvort ljósmyndin sé einnig elsta fréttamynd á Íslandi. Það er reyndar ekki vitað til þess að hún hafi birst í dagblaði hérlendis fyrr en eftir 1960. Ljósmyndarinn lét hins vegar setja myndina á spjald og spyrja má hvort hún hafi farið í nægilega mikla dreifingu á sínum tíma til að líta megi á það sem fjölmiðlun.
Seyðisfjörður Um land allt Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira