„Það er mín von að landeigendur falli frá gjaldtöku“ Stefán Árni Pálsson skrifar 25. febrúar 2014 19:34 Landeigendur í Reykjahlíð ætla að innheimta gjald af ferðamönnum sem skoða náttúruperlurnar Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúk í sumar. visir/vilhelm „Ég ætla ekki að neyða neinn til að taka þátt í náttúrupassanum,“ sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar og viðskiptaráðherra, í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Fréttblaðið greindi frá því í dag að landeigendur í Reykjahlíð ætla að innheimta gjald af ferðamönnum sem skoða náttúruperlurnar Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúk í sumar. Um tilraunaverkefni er að ræða, en til stendur að reisa þrjár þjónustumiðstöðvar á landinu. Áformað er að rukka fimm evrur, um 800 krónur, fyrir að skoða hvern af þessum stöðum, en veita afslátt fyrir þá sem ætla að skoða alla þrjá, sagði Ólafur H. Jónsson, formaður Landeigendafélags Reykjahlíðar, í samtali við Fréttablaðið. „Þegar við erum komin með tillögurnar og getum farið að kynna þær útfærðar sjá vonandi allir aðilar málsins að það sé lausn sem allir sjái sér hag í að geta tekið þátt í,“ sagði Ragnheiður. Ragnheiður segir að náttúrupassinn eigi að koma í veg fyrir að landeigendur finni sig knúna til að rukka sjálfir. „Kerið byrjaði að rukka fyrir inngöngu á svæðið í fyrra og hefur það í raun gengið ljómandi vel. Það er ákveðið flækjustig varðandi stað eins og Geysi en þar eru deilur um eignarhaldið á landinu. Ríkið á þriðjung af landinu og landeigendur rest. Ríkið hefur dregið lögmætis þess að eigendur þar geti farið fram með gjaldtöku af þessu tagi og það er ekkert einfalt mál.“ Ragnheiður segir ennfremur að við Dettifoss séu ríki og einkaaðilar einnig með ákveðið sameiginlegt eignarhald. „Þeir segjast ætla fara af stað með sína gjaldtöku í júní og ég bind vonir við það að þá verðum við búin að lögfesta náttúrupassann og ná saman um þá leið.“ „Það er mín von að landeigendur falli frá gjaldtöku af þessari tegund þegar tillagan um náttúrupassann verður samþykkt. Vonandi þurfum við ekki að vera með margar tegundir af gjaldtöku en eins og ég hef áður sagt verður enginn tilneyddur inn í þetta kerfi. Það er okkar að sýna fram á það að það sé hagur allra að taka þátt.“ Viðtalið við Ragnheiði Elínu úr Reykjavík síðdegis má hlusta á í heild sinni á útvarpssíðu Vísi. Tengdar fréttir Ákvörðun um gjaldtöku veldur vonbrigðum Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra og ráðherra ferðamála segir að sú ákvörðun landeigenda við Geysi í Haukadal að taka upp gjaldtöku á svæðinu hafi valdið vonbrigðum. 11. febrúar 2014 14:29 Gjaldheimta við Geysi veldur ráðherra vonbrigðum Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lýsti á þingi yfir vonbrigðum með ákvörðun landeigenda að innheimta gjald af gestum við hverasvæðið í Haukadal. Boðar að tillögur að náttúrupassa verði kynntar á næstu vikum. 12. febrúar 2014 15:11 Gjaldtaka á Geysi hefst eftir mánuð Eftir einn mánuð mun kosta sex hundruð krónur inn á hverasvæðið í Haukadal. 10. febrúar 2014 11:27 Ferðamenn rukkaðir um 800 krónur fyrir að skoða Dettifoss Ferðamenn sem vilja að skoða Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúka í sumar munu þurfa að borga fyrir. Landeigendur Í Reykjahlíð ætla að byggja upp þjónustumiðstöðvar á öllum þremur ferðamannastöðunum. Hafa enga trú á náttúrupassanum. 25. febrúar 2014 07:00 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Sjá meira
„Ég ætla ekki að neyða neinn til að taka þátt í náttúrupassanum,“ sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar og viðskiptaráðherra, í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Fréttblaðið greindi frá því í dag að landeigendur í Reykjahlíð ætla að innheimta gjald af ferðamönnum sem skoða náttúruperlurnar Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúk í sumar. Um tilraunaverkefni er að ræða, en til stendur að reisa þrjár þjónustumiðstöðvar á landinu. Áformað er að rukka fimm evrur, um 800 krónur, fyrir að skoða hvern af þessum stöðum, en veita afslátt fyrir þá sem ætla að skoða alla þrjá, sagði Ólafur H. Jónsson, formaður Landeigendafélags Reykjahlíðar, í samtali við Fréttablaðið. „Þegar við erum komin með tillögurnar og getum farið að kynna þær útfærðar sjá vonandi allir aðilar málsins að það sé lausn sem allir sjái sér hag í að geta tekið þátt í,“ sagði Ragnheiður. Ragnheiður segir að náttúrupassinn eigi að koma í veg fyrir að landeigendur finni sig knúna til að rukka sjálfir. „Kerið byrjaði að rukka fyrir inngöngu á svæðið í fyrra og hefur það í raun gengið ljómandi vel. Það er ákveðið flækjustig varðandi stað eins og Geysi en þar eru deilur um eignarhaldið á landinu. Ríkið á þriðjung af landinu og landeigendur rest. Ríkið hefur dregið lögmætis þess að eigendur þar geti farið fram með gjaldtöku af þessu tagi og það er ekkert einfalt mál.“ Ragnheiður segir ennfremur að við Dettifoss séu ríki og einkaaðilar einnig með ákveðið sameiginlegt eignarhald. „Þeir segjast ætla fara af stað með sína gjaldtöku í júní og ég bind vonir við það að þá verðum við búin að lögfesta náttúrupassann og ná saman um þá leið.“ „Það er mín von að landeigendur falli frá gjaldtöku af þessari tegund þegar tillagan um náttúrupassann verður samþykkt. Vonandi þurfum við ekki að vera með margar tegundir af gjaldtöku en eins og ég hef áður sagt verður enginn tilneyddur inn í þetta kerfi. Það er okkar að sýna fram á það að það sé hagur allra að taka þátt.“ Viðtalið við Ragnheiði Elínu úr Reykjavík síðdegis má hlusta á í heild sinni á útvarpssíðu Vísi.
Tengdar fréttir Ákvörðun um gjaldtöku veldur vonbrigðum Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra og ráðherra ferðamála segir að sú ákvörðun landeigenda við Geysi í Haukadal að taka upp gjaldtöku á svæðinu hafi valdið vonbrigðum. 11. febrúar 2014 14:29 Gjaldheimta við Geysi veldur ráðherra vonbrigðum Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lýsti á þingi yfir vonbrigðum með ákvörðun landeigenda að innheimta gjald af gestum við hverasvæðið í Haukadal. Boðar að tillögur að náttúrupassa verði kynntar á næstu vikum. 12. febrúar 2014 15:11 Gjaldtaka á Geysi hefst eftir mánuð Eftir einn mánuð mun kosta sex hundruð krónur inn á hverasvæðið í Haukadal. 10. febrúar 2014 11:27 Ferðamenn rukkaðir um 800 krónur fyrir að skoða Dettifoss Ferðamenn sem vilja að skoða Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúka í sumar munu þurfa að borga fyrir. Landeigendur Í Reykjahlíð ætla að byggja upp þjónustumiðstöðvar á öllum þremur ferðamannastöðunum. Hafa enga trú á náttúrupassanum. 25. febrúar 2014 07:00 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Sjá meira
Ákvörðun um gjaldtöku veldur vonbrigðum Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra og ráðherra ferðamála segir að sú ákvörðun landeigenda við Geysi í Haukadal að taka upp gjaldtöku á svæðinu hafi valdið vonbrigðum. 11. febrúar 2014 14:29
Gjaldheimta við Geysi veldur ráðherra vonbrigðum Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lýsti á þingi yfir vonbrigðum með ákvörðun landeigenda að innheimta gjald af gestum við hverasvæðið í Haukadal. Boðar að tillögur að náttúrupassa verði kynntar á næstu vikum. 12. febrúar 2014 15:11
Gjaldtaka á Geysi hefst eftir mánuð Eftir einn mánuð mun kosta sex hundruð krónur inn á hverasvæðið í Haukadal. 10. febrúar 2014 11:27
Ferðamenn rukkaðir um 800 krónur fyrir að skoða Dettifoss Ferðamenn sem vilja að skoða Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúka í sumar munu þurfa að borga fyrir. Landeigendur Í Reykjahlíð ætla að byggja upp þjónustumiðstöðvar á öllum þremur ferðamannastöðunum. Hafa enga trú á náttúrupassanum. 25. febrúar 2014 07:00