Hálfur milljarður í þróunaraðstoð til Úganda Jón Júlíus Karlsson skrifar 25. febrúar 2014 20:00 Mikil ólga er í Úganda eftir að dagblað birti nöfn 200 samkynhneigðra einstaklinga í landinu. Forseti Úganda skrifaði undir lög í gær sem banna og heimila lífstíðarfangelsi fyrir samkynhneigð. Utanríkisráðherra íhugar að breyta þróunaraðstoð við Úganda vegna málsins. Ísland veitir Úganda um hálfan milljarð árlega í þróunaraðstoð. Vestræn ríki hafa fordæmt þá ákvörðun Yoweri Museveni forseta Úganda að skrifa undir lög sem banna samkynhneigð í landinu og þær hörðu refsingar sem beita á samkynhneigða. Óttast er að samkynheigðir í landinu verði ofsóttir sérstaklega eftir að dagblaðið Red Pepper nafngreindi 200 einstaklinga og sagði þá samkynhneigða.Varpað í lífstíðarfangelsi Nýju lögin taka hart á samkynhneigð og eiga samkynhneigðir á hættu að vera varpað í lífstíðarfangelsi fyrir kynhneigð sína. Þeim sem berjast fyrir réttindum samkynhneigðra verður einnig refsað. Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu á Alþingi þar sem lagt er til að stórauka fjárframlög til samtaka samkynhneigðra í landinu án þess að draga úr heildarframlögum í þróunaraðstoð til landsins. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir mikilvægt að halda áfram þróunaraðstoð til Úganda þrátt fyrir bann við samkynhneigð í landinu. „Við verðum að fara mjög varlega. Okkar þróunaraðstoð beinist að sveitarfélögum eða sjálfsstjórnarsvæðum og ég tel að við eigum ekki að hlaupa frá þeim verkefnum sem þar eru þó svo að þetta sé mjög óheppilegt,“ segir Gunnar Bragi.482 milljónir til Úganda Ísland veitti Úganda tæpan hálfan milljarð í þróunaraðstoð á síðasta ári samkvæmt upplýsingum frá Utanríkisráðuneytinu. Breyting gæti orðið á úthlutuninni eftir atburði síðustu daga. „Við munum skoða hvort við getum með einhverjum hætti komið hluta fjárhæðarinnar við þróunaraðstoðina til þeirra aðila sem eru að berjast fyrir mannréttindum í Úganda. Við höfum fengið fyrirspurn um slíkt og munum skoða það vandlega.“ Tengdar fréttir Vilja beina þróunaraðstoð til samtaka samkynhneigðra í Úganda Þingmenn allra flokka á Alþingi lögðu í gær fram þingsályktunartillögu um að Alþingi fordæmi ofsóknir gegn samkynhneigðum í Úganda. 25. febrúar 2014 10:37 „Ógeðslegt fólk“ „Hverslags fólk er þetta? Ég hafði ekki hugmynd um hvað þetta fólk var að gera en mér var sagt það nýlega og það er skelfilegt. Ógeðslegt,“ sagði forseti Úganda skömmu eftir að hafa skrifað undir frumvarp sem kveður á um lífstíðardóm fyrir samkynhneigð í landinu. 25. febrúar 2014 09:54 Segir lögin í Úganda mikil vonbrigði "Íslensk stjórnvöld styðja réttindabaráttu hinsegin fólks á alþjóðavettvangi og það eru mér því mikil vonbrigði að þessi lög hafa nú tekið gildi,“ segir í tilkynningu frá Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra. 24. febrúar 2014 14:46 Lífstíðardómur fyrir samkynhneigð í Úganda lögfestur Forseti landsins samþykkti harðar refsingar fyrir samkynhneigð nú rétt í þessu. 24. febrúar 2014 11:28 Birti lista með nöfnum samkynhneigðra Dagblað birti í dag lista yfir "200 helstu homma" landsins í kjölfar undirritunar laga sem herða refsingar við samkynhneigð í landinu. 25. febrúar 2014 10:56 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Sjá meira
Mikil ólga er í Úganda eftir að dagblað birti nöfn 200 samkynhneigðra einstaklinga í landinu. Forseti Úganda skrifaði undir lög í gær sem banna og heimila lífstíðarfangelsi fyrir samkynhneigð. Utanríkisráðherra íhugar að breyta þróunaraðstoð við Úganda vegna málsins. Ísland veitir Úganda um hálfan milljarð árlega í þróunaraðstoð. Vestræn ríki hafa fordæmt þá ákvörðun Yoweri Museveni forseta Úganda að skrifa undir lög sem banna samkynhneigð í landinu og þær hörðu refsingar sem beita á samkynhneigða. Óttast er að samkynheigðir í landinu verði ofsóttir sérstaklega eftir að dagblaðið Red Pepper nafngreindi 200 einstaklinga og sagði þá samkynhneigða.Varpað í lífstíðarfangelsi Nýju lögin taka hart á samkynhneigð og eiga samkynhneigðir á hættu að vera varpað í lífstíðarfangelsi fyrir kynhneigð sína. Þeim sem berjast fyrir réttindum samkynhneigðra verður einnig refsað. Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu á Alþingi þar sem lagt er til að stórauka fjárframlög til samtaka samkynhneigðra í landinu án þess að draga úr heildarframlögum í þróunaraðstoð til landsins. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir mikilvægt að halda áfram þróunaraðstoð til Úganda þrátt fyrir bann við samkynhneigð í landinu. „Við verðum að fara mjög varlega. Okkar þróunaraðstoð beinist að sveitarfélögum eða sjálfsstjórnarsvæðum og ég tel að við eigum ekki að hlaupa frá þeim verkefnum sem þar eru þó svo að þetta sé mjög óheppilegt,“ segir Gunnar Bragi.482 milljónir til Úganda Ísland veitti Úganda tæpan hálfan milljarð í þróunaraðstoð á síðasta ári samkvæmt upplýsingum frá Utanríkisráðuneytinu. Breyting gæti orðið á úthlutuninni eftir atburði síðustu daga. „Við munum skoða hvort við getum með einhverjum hætti komið hluta fjárhæðarinnar við þróunaraðstoðina til þeirra aðila sem eru að berjast fyrir mannréttindum í Úganda. Við höfum fengið fyrirspurn um slíkt og munum skoða það vandlega.“
Tengdar fréttir Vilja beina þróunaraðstoð til samtaka samkynhneigðra í Úganda Þingmenn allra flokka á Alþingi lögðu í gær fram þingsályktunartillögu um að Alþingi fordæmi ofsóknir gegn samkynhneigðum í Úganda. 25. febrúar 2014 10:37 „Ógeðslegt fólk“ „Hverslags fólk er þetta? Ég hafði ekki hugmynd um hvað þetta fólk var að gera en mér var sagt það nýlega og það er skelfilegt. Ógeðslegt,“ sagði forseti Úganda skömmu eftir að hafa skrifað undir frumvarp sem kveður á um lífstíðardóm fyrir samkynhneigð í landinu. 25. febrúar 2014 09:54 Segir lögin í Úganda mikil vonbrigði "Íslensk stjórnvöld styðja réttindabaráttu hinsegin fólks á alþjóðavettvangi og það eru mér því mikil vonbrigði að þessi lög hafa nú tekið gildi,“ segir í tilkynningu frá Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra. 24. febrúar 2014 14:46 Lífstíðardómur fyrir samkynhneigð í Úganda lögfestur Forseti landsins samþykkti harðar refsingar fyrir samkynhneigð nú rétt í þessu. 24. febrúar 2014 11:28 Birti lista með nöfnum samkynhneigðra Dagblað birti í dag lista yfir "200 helstu homma" landsins í kjölfar undirritunar laga sem herða refsingar við samkynhneigð í landinu. 25. febrúar 2014 10:56 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Sjá meira
Vilja beina þróunaraðstoð til samtaka samkynhneigðra í Úganda Þingmenn allra flokka á Alþingi lögðu í gær fram þingsályktunartillögu um að Alþingi fordæmi ofsóknir gegn samkynhneigðum í Úganda. 25. febrúar 2014 10:37
„Ógeðslegt fólk“ „Hverslags fólk er þetta? Ég hafði ekki hugmynd um hvað þetta fólk var að gera en mér var sagt það nýlega og það er skelfilegt. Ógeðslegt,“ sagði forseti Úganda skömmu eftir að hafa skrifað undir frumvarp sem kveður á um lífstíðardóm fyrir samkynhneigð í landinu. 25. febrúar 2014 09:54
Segir lögin í Úganda mikil vonbrigði "Íslensk stjórnvöld styðja réttindabaráttu hinsegin fólks á alþjóðavettvangi og það eru mér því mikil vonbrigði að þessi lög hafa nú tekið gildi,“ segir í tilkynningu frá Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra. 24. febrúar 2014 14:46
Lífstíðardómur fyrir samkynhneigð í Úganda lögfestur Forseti landsins samþykkti harðar refsingar fyrir samkynhneigð nú rétt í þessu. 24. febrúar 2014 11:28
Birti lista með nöfnum samkynhneigðra Dagblað birti í dag lista yfir "200 helstu homma" landsins í kjölfar undirritunar laga sem herða refsingar við samkynhneigð í landinu. 25. febrúar 2014 10:56