Hálfur milljarður í þróunaraðstoð til Úganda Jón Júlíus Karlsson skrifar 25. febrúar 2014 20:00 Mikil ólga er í Úganda eftir að dagblað birti nöfn 200 samkynhneigðra einstaklinga í landinu. Forseti Úganda skrifaði undir lög í gær sem banna og heimila lífstíðarfangelsi fyrir samkynhneigð. Utanríkisráðherra íhugar að breyta þróunaraðstoð við Úganda vegna málsins. Ísland veitir Úganda um hálfan milljarð árlega í þróunaraðstoð. Vestræn ríki hafa fordæmt þá ákvörðun Yoweri Museveni forseta Úganda að skrifa undir lög sem banna samkynhneigð í landinu og þær hörðu refsingar sem beita á samkynhneigða. Óttast er að samkynheigðir í landinu verði ofsóttir sérstaklega eftir að dagblaðið Red Pepper nafngreindi 200 einstaklinga og sagði þá samkynhneigða.Varpað í lífstíðarfangelsi Nýju lögin taka hart á samkynhneigð og eiga samkynhneigðir á hættu að vera varpað í lífstíðarfangelsi fyrir kynhneigð sína. Þeim sem berjast fyrir réttindum samkynhneigðra verður einnig refsað. Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu á Alþingi þar sem lagt er til að stórauka fjárframlög til samtaka samkynhneigðra í landinu án þess að draga úr heildarframlögum í þróunaraðstoð til landsins. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir mikilvægt að halda áfram þróunaraðstoð til Úganda þrátt fyrir bann við samkynhneigð í landinu. „Við verðum að fara mjög varlega. Okkar þróunaraðstoð beinist að sveitarfélögum eða sjálfsstjórnarsvæðum og ég tel að við eigum ekki að hlaupa frá þeim verkefnum sem þar eru þó svo að þetta sé mjög óheppilegt,“ segir Gunnar Bragi.482 milljónir til Úganda Ísland veitti Úganda tæpan hálfan milljarð í þróunaraðstoð á síðasta ári samkvæmt upplýsingum frá Utanríkisráðuneytinu. Breyting gæti orðið á úthlutuninni eftir atburði síðustu daga. „Við munum skoða hvort við getum með einhverjum hætti komið hluta fjárhæðarinnar við þróunaraðstoðina til þeirra aðila sem eru að berjast fyrir mannréttindum í Úganda. Við höfum fengið fyrirspurn um slíkt og munum skoða það vandlega.“ Tengdar fréttir Vilja beina þróunaraðstoð til samtaka samkynhneigðra í Úganda Þingmenn allra flokka á Alþingi lögðu í gær fram þingsályktunartillögu um að Alþingi fordæmi ofsóknir gegn samkynhneigðum í Úganda. 25. febrúar 2014 10:37 „Ógeðslegt fólk“ „Hverslags fólk er þetta? Ég hafði ekki hugmynd um hvað þetta fólk var að gera en mér var sagt það nýlega og það er skelfilegt. Ógeðslegt,“ sagði forseti Úganda skömmu eftir að hafa skrifað undir frumvarp sem kveður á um lífstíðardóm fyrir samkynhneigð í landinu. 25. febrúar 2014 09:54 Segir lögin í Úganda mikil vonbrigði "Íslensk stjórnvöld styðja réttindabaráttu hinsegin fólks á alþjóðavettvangi og það eru mér því mikil vonbrigði að þessi lög hafa nú tekið gildi,“ segir í tilkynningu frá Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra. 24. febrúar 2014 14:46 Lífstíðardómur fyrir samkynhneigð í Úganda lögfestur Forseti landsins samþykkti harðar refsingar fyrir samkynhneigð nú rétt í þessu. 24. febrúar 2014 11:28 Birti lista með nöfnum samkynhneigðra Dagblað birti í dag lista yfir "200 helstu homma" landsins í kjölfar undirritunar laga sem herða refsingar við samkynhneigð í landinu. 25. febrúar 2014 10:56 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir „Beint frá býli dagurinn“ bíður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sjá meira
Mikil ólga er í Úganda eftir að dagblað birti nöfn 200 samkynhneigðra einstaklinga í landinu. Forseti Úganda skrifaði undir lög í gær sem banna og heimila lífstíðarfangelsi fyrir samkynhneigð. Utanríkisráðherra íhugar að breyta þróunaraðstoð við Úganda vegna málsins. Ísland veitir Úganda um hálfan milljarð árlega í þróunaraðstoð. Vestræn ríki hafa fordæmt þá ákvörðun Yoweri Museveni forseta Úganda að skrifa undir lög sem banna samkynhneigð í landinu og þær hörðu refsingar sem beita á samkynhneigða. Óttast er að samkynheigðir í landinu verði ofsóttir sérstaklega eftir að dagblaðið Red Pepper nafngreindi 200 einstaklinga og sagði þá samkynhneigða.Varpað í lífstíðarfangelsi Nýju lögin taka hart á samkynhneigð og eiga samkynhneigðir á hættu að vera varpað í lífstíðarfangelsi fyrir kynhneigð sína. Þeim sem berjast fyrir réttindum samkynhneigðra verður einnig refsað. Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu á Alþingi þar sem lagt er til að stórauka fjárframlög til samtaka samkynhneigðra í landinu án þess að draga úr heildarframlögum í þróunaraðstoð til landsins. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir mikilvægt að halda áfram þróunaraðstoð til Úganda þrátt fyrir bann við samkynhneigð í landinu. „Við verðum að fara mjög varlega. Okkar þróunaraðstoð beinist að sveitarfélögum eða sjálfsstjórnarsvæðum og ég tel að við eigum ekki að hlaupa frá þeim verkefnum sem þar eru þó svo að þetta sé mjög óheppilegt,“ segir Gunnar Bragi.482 milljónir til Úganda Ísland veitti Úganda tæpan hálfan milljarð í þróunaraðstoð á síðasta ári samkvæmt upplýsingum frá Utanríkisráðuneytinu. Breyting gæti orðið á úthlutuninni eftir atburði síðustu daga. „Við munum skoða hvort við getum með einhverjum hætti komið hluta fjárhæðarinnar við þróunaraðstoðina til þeirra aðila sem eru að berjast fyrir mannréttindum í Úganda. Við höfum fengið fyrirspurn um slíkt og munum skoða það vandlega.“
Tengdar fréttir Vilja beina þróunaraðstoð til samtaka samkynhneigðra í Úganda Þingmenn allra flokka á Alþingi lögðu í gær fram þingsályktunartillögu um að Alþingi fordæmi ofsóknir gegn samkynhneigðum í Úganda. 25. febrúar 2014 10:37 „Ógeðslegt fólk“ „Hverslags fólk er þetta? Ég hafði ekki hugmynd um hvað þetta fólk var að gera en mér var sagt það nýlega og það er skelfilegt. Ógeðslegt,“ sagði forseti Úganda skömmu eftir að hafa skrifað undir frumvarp sem kveður á um lífstíðardóm fyrir samkynhneigð í landinu. 25. febrúar 2014 09:54 Segir lögin í Úganda mikil vonbrigði "Íslensk stjórnvöld styðja réttindabaráttu hinsegin fólks á alþjóðavettvangi og það eru mér því mikil vonbrigði að þessi lög hafa nú tekið gildi,“ segir í tilkynningu frá Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra. 24. febrúar 2014 14:46 Lífstíðardómur fyrir samkynhneigð í Úganda lögfestur Forseti landsins samþykkti harðar refsingar fyrir samkynhneigð nú rétt í þessu. 24. febrúar 2014 11:28 Birti lista með nöfnum samkynhneigðra Dagblað birti í dag lista yfir "200 helstu homma" landsins í kjölfar undirritunar laga sem herða refsingar við samkynhneigð í landinu. 25. febrúar 2014 10:56 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir „Beint frá býli dagurinn“ bíður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sjá meira
Vilja beina þróunaraðstoð til samtaka samkynhneigðra í Úganda Þingmenn allra flokka á Alþingi lögðu í gær fram þingsályktunartillögu um að Alþingi fordæmi ofsóknir gegn samkynhneigðum í Úganda. 25. febrúar 2014 10:37
„Ógeðslegt fólk“ „Hverslags fólk er þetta? Ég hafði ekki hugmynd um hvað þetta fólk var að gera en mér var sagt það nýlega og það er skelfilegt. Ógeðslegt,“ sagði forseti Úganda skömmu eftir að hafa skrifað undir frumvarp sem kveður á um lífstíðardóm fyrir samkynhneigð í landinu. 25. febrúar 2014 09:54
Segir lögin í Úganda mikil vonbrigði "Íslensk stjórnvöld styðja réttindabaráttu hinsegin fólks á alþjóðavettvangi og það eru mér því mikil vonbrigði að þessi lög hafa nú tekið gildi,“ segir í tilkynningu frá Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra. 24. febrúar 2014 14:46
Lífstíðardómur fyrir samkynhneigð í Úganda lögfestur Forseti landsins samþykkti harðar refsingar fyrir samkynhneigð nú rétt í þessu. 24. febrúar 2014 11:28
Birti lista með nöfnum samkynhneigðra Dagblað birti í dag lista yfir "200 helstu homma" landsins í kjölfar undirritunar laga sem herða refsingar við samkynhneigð í landinu. 25. febrúar 2014 10:56