Þekkir það að vera barn stjórnmálamanns Samúel Karl Ólason skrifar 27. febrúar 2014 07:00 Vísir/Anton/Daníel „Núna er umræða um einelti og sumir vilja meina að frænka mín sé lögð í einelti! Ég veit að hún tekur þetta ekki nærri sér en það gerum við hins vegar sem þekkjum þessa góðu konu,“ segir Agnes Guðnadóttir, dóttir Guðna Ágústssonar og frænka Vigdísar Hauksdóttur. Agnes kom frænku sinni til varnar í stöðuuppfærslu á Facebook í gær. Hún segir fólk þurfa að huga að orðum sínum um stjórnmálamenn. Á bakvið hvern þeirra sé fjölskylda og börn sem taki harkaleg og ómálefnaleg ummæli nærri sér. Tilefni pistils Agnesar var að dóttir hennar þorði ekki ofan í heitu pottana því einhverjir gætu verið að tala um afa hennar eða Viggu frænku. „Það var reyndar verið að tala um afa hennar í pottinum en það var nú á léttu nótunum,“ segir Agnes í samtali við Vísi. „Ég veit hvað það er að vera barn stjórnmálamanns, ég ólst upp við þetta. Ég get þó sagt að sem betur fer voru kommentakerfin ekki byrjuð þegar ég var barn og unglingur. Ég veit ekki hvernig ég hefði komið út úr því, þar sem ég tek þetta mjög nærri mér. Fólk getur sagt það sem það vill og hugsar ekkert um afleiðingarnar. Þetta getur jafnvel valdið kvíða og vanlíðan hjá börnum.“ Þegar Agnes hefur reynt að vekja athygli á óvarlegum ummælum um stjórnmálamenn sé eitt svar sem hún heyrir oftast. „Svarið sem ég fæ yfirleitt er að um sé að ræða opinbera persónu og verði að gera sér grein fyrir hvað hún fer út í. Það skil ég alveg, ég er sjálf mjög pólitísk og hef skoðanir en ég tala ekki illa um þá sem ég er ósammála eða hann segi eitthvað sem er að mínu mati vitleysa. En að sjálfsögðu þurfa stjórnmálamenn að vanda orðaval sitt.“ Í pistlinum á Facebook segir Agnes að hún hafi oft þurft að lesa eða hlusta á fólk tala illa um föður sinn, en það hafi ekki verið í líkingu við það sem hún hafi þurft að hlusta á vegna skoðana og hugsanlega mismæla frænku sinnar Vigdísar Hauksdóttur. „Ég skil vel að Vigdís geti verið gagnrýnd og slíkt, en ég hef séð morðhótun og margt annað. Allskonar ummæli sem gera mann orðlausan. Þetta hefur áhrif á börnin og dóttir mín er orðin mjög meðvituð um þetta og þá verður mér hugsað til barnanna hennar Vigdísar og annarra stjórnmálamanna.“ Pistilinn á Facebook endar Agnes með að fólk eigi endilega að vera ósammála og ræða saman en muna þurfi að bakvið þá sem sitja á Alþingi eru fjölskyldur og börn. „Maður er kannski kallaður vælukjói og sagt að harka þetta af sér. Maður gerir það ekki þegar þetta er svona náið manni,“ segir Agnes. Tengdar fréttir Telur Vigdísi Hauksdóttur vera lagða í einelti á Alþingi Elín Hirst sagðist á þingi í gær sjá eineltistilburði í garð Vigdísar Hauksdóttur. Birgitta Jónsdóttir svaraði Elínu og sagði að varast þyrfti að „að blanda ekki saman einelti og meðvirkni.“ 25. febrúar 2014 09:36 Finnst umræða um Vigdísi oft lykta af kvenfyrirlitningu Jón Gnarr segist telja rétt að Vigdís Hauksdóttir verði fyrir einelti. Hann segir umræðu um einelti ekki gengisfella eineltishugtakið. 25. febrúar 2014 12:54 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Sjá meira
„Núna er umræða um einelti og sumir vilja meina að frænka mín sé lögð í einelti! Ég veit að hún tekur þetta ekki nærri sér en það gerum við hins vegar sem þekkjum þessa góðu konu,“ segir Agnes Guðnadóttir, dóttir Guðna Ágústssonar og frænka Vigdísar Hauksdóttur. Agnes kom frænku sinni til varnar í stöðuuppfærslu á Facebook í gær. Hún segir fólk þurfa að huga að orðum sínum um stjórnmálamenn. Á bakvið hvern þeirra sé fjölskylda og börn sem taki harkaleg og ómálefnaleg ummæli nærri sér. Tilefni pistils Agnesar var að dóttir hennar þorði ekki ofan í heitu pottana því einhverjir gætu verið að tala um afa hennar eða Viggu frænku. „Það var reyndar verið að tala um afa hennar í pottinum en það var nú á léttu nótunum,“ segir Agnes í samtali við Vísi. „Ég veit hvað það er að vera barn stjórnmálamanns, ég ólst upp við þetta. Ég get þó sagt að sem betur fer voru kommentakerfin ekki byrjuð þegar ég var barn og unglingur. Ég veit ekki hvernig ég hefði komið út úr því, þar sem ég tek þetta mjög nærri mér. Fólk getur sagt það sem það vill og hugsar ekkert um afleiðingarnar. Þetta getur jafnvel valdið kvíða og vanlíðan hjá börnum.“ Þegar Agnes hefur reynt að vekja athygli á óvarlegum ummælum um stjórnmálamenn sé eitt svar sem hún heyrir oftast. „Svarið sem ég fæ yfirleitt er að um sé að ræða opinbera persónu og verði að gera sér grein fyrir hvað hún fer út í. Það skil ég alveg, ég er sjálf mjög pólitísk og hef skoðanir en ég tala ekki illa um þá sem ég er ósammála eða hann segi eitthvað sem er að mínu mati vitleysa. En að sjálfsögðu þurfa stjórnmálamenn að vanda orðaval sitt.“ Í pistlinum á Facebook segir Agnes að hún hafi oft þurft að lesa eða hlusta á fólk tala illa um föður sinn, en það hafi ekki verið í líkingu við það sem hún hafi þurft að hlusta á vegna skoðana og hugsanlega mismæla frænku sinnar Vigdísar Hauksdóttur. „Ég skil vel að Vigdís geti verið gagnrýnd og slíkt, en ég hef séð morðhótun og margt annað. Allskonar ummæli sem gera mann orðlausan. Þetta hefur áhrif á börnin og dóttir mín er orðin mjög meðvituð um þetta og þá verður mér hugsað til barnanna hennar Vigdísar og annarra stjórnmálamanna.“ Pistilinn á Facebook endar Agnes með að fólk eigi endilega að vera ósammála og ræða saman en muna þurfi að bakvið þá sem sitja á Alþingi eru fjölskyldur og börn. „Maður er kannski kallaður vælukjói og sagt að harka þetta af sér. Maður gerir það ekki þegar þetta er svona náið manni,“ segir Agnes.
Tengdar fréttir Telur Vigdísi Hauksdóttur vera lagða í einelti á Alþingi Elín Hirst sagðist á þingi í gær sjá eineltistilburði í garð Vigdísar Hauksdóttur. Birgitta Jónsdóttir svaraði Elínu og sagði að varast þyrfti að „að blanda ekki saman einelti og meðvirkni.“ 25. febrúar 2014 09:36 Finnst umræða um Vigdísi oft lykta af kvenfyrirlitningu Jón Gnarr segist telja rétt að Vigdís Hauksdóttir verði fyrir einelti. Hann segir umræðu um einelti ekki gengisfella eineltishugtakið. 25. febrúar 2014 12:54 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Sjá meira
Telur Vigdísi Hauksdóttur vera lagða í einelti á Alþingi Elín Hirst sagðist á þingi í gær sjá eineltistilburði í garð Vigdísar Hauksdóttur. Birgitta Jónsdóttir svaraði Elínu og sagði að varast þyrfti að „að blanda ekki saman einelti og meðvirkni.“ 25. febrúar 2014 09:36
Finnst umræða um Vigdísi oft lykta af kvenfyrirlitningu Jón Gnarr segist telja rétt að Vigdís Hauksdóttir verði fyrir einelti. Hann segir umræðu um einelti ekki gengisfella eineltishugtakið. 25. febrúar 2014 12:54