Þekkir það að vera barn stjórnmálamanns Samúel Karl Ólason skrifar 27. febrúar 2014 07:00 Vísir/Anton/Daníel „Núna er umræða um einelti og sumir vilja meina að frænka mín sé lögð í einelti! Ég veit að hún tekur þetta ekki nærri sér en það gerum við hins vegar sem þekkjum þessa góðu konu,“ segir Agnes Guðnadóttir, dóttir Guðna Ágústssonar og frænka Vigdísar Hauksdóttur. Agnes kom frænku sinni til varnar í stöðuuppfærslu á Facebook í gær. Hún segir fólk þurfa að huga að orðum sínum um stjórnmálamenn. Á bakvið hvern þeirra sé fjölskylda og börn sem taki harkaleg og ómálefnaleg ummæli nærri sér. Tilefni pistils Agnesar var að dóttir hennar þorði ekki ofan í heitu pottana því einhverjir gætu verið að tala um afa hennar eða Viggu frænku. „Það var reyndar verið að tala um afa hennar í pottinum en það var nú á léttu nótunum,“ segir Agnes í samtali við Vísi. „Ég veit hvað það er að vera barn stjórnmálamanns, ég ólst upp við þetta. Ég get þó sagt að sem betur fer voru kommentakerfin ekki byrjuð þegar ég var barn og unglingur. Ég veit ekki hvernig ég hefði komið út úr því, þar sem ég tek þetta mjög nærri mér. Fólk getur sagt það sem það vill og hugsar ekkert um afleiðingarnar. Þetta getur jafnvel valdið kvíða og vanlíðan hjá börnum.“ Þegar Agnes hefur reynt að vekja athygli á óvarlegum ummælum um stjórnmálamenn sé eitt svar sem hún heyrir oftast. „Svarið sem ég fæ yfirleitt er að um sé að ræða opinbera persónu og verði að gera sér grein fyrir hvað hún fer út í. Það skil ég alveg, ég er sjálf mjög pólitísk og hef skoðanir en ég tala ekki illa um þá sem ég er ósammála eða hann segi eitthvað sem er að mínu mati vitleysa. En að sjálfsögðu þurfa stjórnmálamenn að vanda orðaval sitt.“ Í pistlinum á Facebook segir Agnes að hún hafi oft þurft að lesa eða hlusta á fólk tala illa um föður sinn, en það hafi ekki verið í líkingu við það sem hún hafi þurft að hlusta á vegna skoðana og hugsanlega mismæla frænku sinnar Vigdísar Hauksdóttur. „Ég skil vel að Vigdís geti verið gagnrýnd og slíkt, en ég hef séð morðhótun og margt annað. Allskonar ummæli sem gera mann orðlausan. Þetta hefur áhrif á börnin og dóttir mín er orðin mjög meðvituð um þetta og þá verður mér hugsað til barnanna hennar Vigdísar og annarra stjórnmálamanna.“ Pistilinn á Facebook endar Agnes með að fólk eigi endilega að vera ósammála og ræða saman en muna þurfi að bakvið þá sem sitja á Alþingi eru fjölskyldur og börn. „Maður er kannski kallaður vælukjói og sagt að harka þetta af sér. Maður gerir það ekki þegar þetta er svona náið manni,“ segir Agnes. Tengdar fréttir Telur Vigdísi Hauksdóttur vera lagða í einelti á Alþingi Elín Hirst sagðist á þingi í gær sjá eineltistilburði í garð Vigdísar Hauksdóttur. Birgitta Jónsdóttir svaraði Elínu og sagði að varast þyrfti að „að blanda ekki saman einelti og meðvirkni.“ 25. febrúar 2014 09:36 Finnst umræða um Vigdísi oft lykta af kvenfyrirlitningu Jón Gnarr segist telja rétt að Vigdís Hauksdóttir verði fyrir einelti. Hann segir umræðu um einelti ekki gengisfella eineltishugtakið. 25. febrúar 2014 12:54 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Óslóartréð fellt í Heiðmörk Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
„Núna er umræða um einelti og sumir vilja meina að frænka mín sé lögð í einelti! Ég veit að hún tekur þetta ekki nærri sér en það gerum við hins vegar sem þekkjum þessa góðu konu,“ segir Agnes Guðnadóttir, dóttir Guðna Ágústssonar og frænka Vigdísar Hauksdóttur. Agnes kom frænku sinni til varnar í stöðuuppfærslu á Facebook í gær. Hún segir fólk þurfa að huga að orðum sínum um stjórnmálamenn. Á bakvið hvern þeirra sé fjölskylda og börn sem taki harkaleg og ómálefnaleg ummæli nærri sér. Tilefni pistils Agnesar var að dóttir hennar þorði ekki ofan í heitu pottana því einhverjir gætu verið að tala um afa hennar eða Viggu frænku. „Það var reyndar verið að tala um afa hennar í pottinum en það var nú á léttu nótunum,“ segir Agnes í samtali við Vísi. „Ég veit hvað það er að vera barn stjórnmálamanns, ég ólst upp við þetta. Ég get þó sagt að sem betur fer voru kommentakerfin ekki byrjuð þegar ég var barn og unglingur. Ég veit ekki hvernig ég hefði komið út úr því, þar sem ég tek þetta mjög nærri mér. Fólk getur sagt það sem það vill og hugsar ekkert um afleiðingarnar. Þetta getur jafnvel valdið kvíða og vanlíðan hjá börnum.“ Þegar Agnes hefur reynt að vekja athygli á óvarlegum ummælum um stjórnmálamenn sé eitt svar sem hún heyrir oftast. „Svarið sem ég fæ yfirleitt er að um sé að ræða opinbera persónu og verði að gera sér grein fyrir hvað hún fer út í. Það skil ég alveg, ég er sjálf mjög pólitísk og hef skoðanir en ég tala ekki illa um þá sem ég er ósammála eða hann segi eitthvað sem er að mínu mati vitleysa. En að sjálfsögðu þurfa stjórnmálamenn að vanda orðaval sitt.“ Í pistlinum á Facebook segir Agnes að hún hafi oft þurft að lesa eða hlusta á fólk tala illa um föður sinn, en það hafi ekki verið í líkingu við það sem hún hafi þurft að hlusta á vegna skoðana og hugsanlega mismæla frænku sinnar Vigdísar Hauksdóttur. „Ég skil vel að Vigdís geti verið gagnrýnd og slíkt, en ég hef séð morðhótun og margt annað. Allskonar ummæli sem gera mann orðlausan. Þetta hefur áhrif á börnin og dóttir mín er orðin mjög meðvituð um þetta og þá verður mér hugsað til barnanna hennar Vigdísar og annarra stjórnmálamanna.“ Pistilinn á Facebook endar Agnes með að fólk eigi endilega að vera ósammála og ræða saman en muna þurfi að bakvið þá sem sitja á Alþingi eru fjölskyldur og börn. „Maður er kannski kallaður vælukjói og sagt að harka þetta af sér. Maður gerir það ekki þegar þetta er svona náið manni,“ segir Agnes.
Tengdar fréttir Telur Vigdísi Hauksdóttur vera lagða í einelti á Alþingi Elín Hirst sagðist á þingi í gær sjá eineltistilburði í garð Vigdísar Hauksdóttur. Birgitta Jónsdóttir svaraði Elínu og sagði að varast þyrfti að „að blanda ekki saman einelti og meðvirkni.“ 25. febrúar 2014 09:36 Finnst umræða um Vigdísi oft lykta af kvenfyrirlitningu Jón Gnarr segist telja rétt að Vigdís Hauksdóttir verði fyrir einelti. Hann segir umræðu um einelti ekki gengisfella eineltishugtakið. 25. febrúar 2014 12:54 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Óslóartréð fellt í Heiðmörk Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Telur Vigdísi Hauksdóttur vera lagða í einelti á Alþingi Elín Hirst sagðist á þingi í gær sjá eineltistilburði í garð Vigdísar Hauksdóttur. Birgitta Jónsdóttir svaraði Elínu og sagði að varast þyrfti að „að blanda ekki saman einelti og meðvirkni.“ 25. febrúar 2014 09:36
Finnst umræða um Vigdísi oft lykta af kvenfyrirlitningu Jón Gnarr segist telja rétt að Vigdís Hauksdóttir verði fyrir einelti. Hann segir umræðu um einelti ekki gengisfella eineltishugtakið. 25. febrúar 2014 12:54