Innlent

Framsókn í Kópavogi vill þjóðaratkvæðagreiðslu

Jakob Bjarnar skrifar
Gunnar Bragi og Ómar. Svo virðist sem samstaðan innan Framsóknarflokksins um að keyra ályktun um viðræðuslit áfram sé að rofna.
Gunnar Bragi og Ómar. Svo virðist sem samstaðan innan Framsóknarflokksins um að keyra ályktun um viðræðuslit áfram sé að rofna.
Ómar Stefánsson bæjarfulltrúi og oddviti Framsóknarflokks í Kópavogi, leggst gegn ESB-tillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra og vill að Kópavogsbær samþykki áskorun á Alþingi. Forseti bæjarstjórnar tók undir. Þetta kom fram á bæjarráðsfundi Kópavogs í gær.

Tillaga Ómars er svohljóðandi: „Bæjarráð skorar á Alþingi að draga til baka tillögu til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og um eflingu samstarfs við Evrópusambandið og Evrópuríki, og setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Með því mun: „ríkisstjórnin leitast við að virkja samtakamátt þjóðarinnar og vinna gegn því sundurlyndi og tortryggni sem einkennt hefur íslensk stjórnmál og umræðu í samfélaginu um nokkurt skeið. Framfarir og bætt lífskjör á Íslandi hafa byggst á samvinnu og samheldni og til framtíðar munu Íslendingar halda áfram að leysa sameiginlega af hendi helstu verkefni þjóðfélagsins“.

Undir ritar Ómar Stefánsson. Pétur Ólafsson Samfylkingu lagði fram eftirfarandi bókun: „Ég fagna tillögu fulltrúa Framsóknarflokksins.“ Og Rannveig Ásgeirsdóttir frá Kópavogslista og forseti bæjarstjórnar tekur undir tillögu Ómars Stefánssonar. Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×