Innlent

Þorvaldur segir ákæruna vera létti fyrir sig

Jóhannes Stefánsson skrifar
Þorvaldur segir það vera létt að það sé farið að sjá til lands í málinu.
Þorvaldur segir það vera létt að það sé farið að sjá til lands í málinu. GVA
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson segist vera létt að ákæra hafi loksins verið gefin út í Stím málinu, enda hafi hann gegnt stöðu sakbornings í þrjú og hálft ár.

Þetta kemur fram á Facebook síðu Þorvaldar.: „Það er að ákveðnu leyti léttir að þremur og hálfu ári eftir að hafa fengið stöðu sakbornings skuli nú leitast við skýra það. Málið verður dómtekið 28. febrúar og mun hafa sinn eðlilega farveg," segir á vegg Þorvaldar.

Þá segir einnig: „Nánar er tiltekið að ég hafi með „hvatningu og liðsinni“ stuðlað að fjártjóni sem síðar varð, en ekki lá fyrir að myndi verða er viðskiptin áttu sér stað á árinu 2008." Þorvaldur furðar sig á þessum ákærulið, enda hafi hann aldrei unnið fyrir Glitni banka.




Tengdar fréttir

Þrír ákærðir í Stím málinu

Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út ákæru á hendur Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni, Jóhannesi Baldurssyni og Lárusi Welding.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×