Ógeðsleg orð féllu - "Afsakið öll“ Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 14. febrúar 2014 21:34 VÍSIR/PJETUR Ræðulið Menntaskólans á Ísafirði biður hlutaðeigandi og þá sérstaklega, Eyrúnu Björgu Guðmundsdóttur, innilegrar afsökunar á ósæmilegum orðum í garð ræðulið Menntaskólans á Akureyri. Ræðulið Menntaskólans á Ísafirði er sakað um grófa áreitni og kvenfyrirlitningu í garð stúlku í liði Menntaskólans á Akureyri í ræðukeppninni Morfís eins og fjallað hefur verið um á Vísi. Alma Oddgeirsdóttir, aðstoðarskólameistari MA, sendi stjórn Morfís bréf og kvartaði yfir framkomu MÍ í ræðukeppninni. „Að mati Eyrúnar Bjargar og annarra sem urðu vitni að samskiptunum einkenndust þau af kynferðislegum undirtón og kvenfyrirlitningu í garð Eyrúnar Bjargar og var hún iðulega ávörpuð „elskan, ástin, gæskan, vinan, “ segir meðal annars í bréfinu. Um upplifun sína af keppninni sagði Eyrún meðal annars að hún hefði sjaldan orðið jafn reið og þegar liðsstjóri MÍ flutti sína ræðu. „Það hefur enginn nokkurn tímann talað svona ógeðslega um mig og það má enginn gera það.“Læra af þessu Ræðulið MÍ harmar þau ósæmilegu orð sem voru látin falla í samskiptum fyrir keppnina og í sjálfri keppninni. Aldrei hafi verið ætlunin að sýna neinum fyrirlitningu og hvað þá tala niður til kvenna. Mistökin séu á ábyrgð þeirra sem framkvæmdu og vilja liðsmenn taka það sérstaklega fram að þeir voru ekki hvattir til þess né hafi hegðunin verið viðurkennd af þjálfara liðsins. Þjálfari liðsins er Ingvar Örn Ákason en hann bað Eyrúnu afsökunar fyrir hönd liðsins um leið og hann frétti af því hvernig samskiptin voru að því er fram kemur í yfirlýsingunni. Hann segist hafa reynt að fá liðsfélagana til að taka ósæmilegt orðbragð úr ræðunni og kveðið mjög sterkt á um að ekkert slíkt kæmi fram í ræðunni. Liðsstjóri MÍ harmar mjög framkomu sína og en ógeðsleg orð hafi fallið sem ekki ættu að heyrast. Liðið segist munu læra af þessu og stefni í framtíðinni á að sýna vinsemd og virðingu gagnvart öðrum keppendum. Þeir ætli ekki að leggjast á það plan að tala illa um andstæðinga sína né aðra. „Við viljum að keppnin snúist um málefni en ekki manneskjur og vonum við að áherslur í framtíðinni munu færast aftur í þá átt, við munum í það minnsta taka þá stefnu í framtíðinni og snúa málafærslu okkar til betri vegar. Við viljum vera skólanum okkar og samfélagi til sóma og því verður þessi hegðun ekki liðin hér eftir. Afsakið öll!“ Lið MA vann sigur í keppni skólanna og er komið áfram. Tengdar fréttir Saka ræðulið um kvenfyrirlitningu og áreitni Ræðulið Menntaskólans á Ísafirði er sakað um grófa áreitni og kvenfyrirlitningu í garð stúlku í liði Menntaskólans á Akureyri. 14. febrúar 2014 14:33 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Ræðulið Menntaskólans á Ísafirði biður hlutaðeigandi og þá sérstaklega, Eyrúnu Björgu Guðmundsdóttur, innilegrar afsökunar á ósæmilegum orðum í garð ræðulið Menntaskólans á Akureyri. Ræðulið Menntaskólans á Ísafirði er sakað um grófa áreitni og kvenfyrirlitningu í garð stúlku í liði Menntaskólans á Akureyri í ræðukeppninni Morfís eins og fjallað hefur verið um á Vísi. Alma Oddgeirsdóttir, aðstoðarskólameistari MA, sendi stjórn Morfís bréf og kvartaði yfir framkomu MÍ í ræðukeppninni. „Að mati Eyrúnar Bjargar og annarra sem urðu vitni að samskiptunum einkenndust þau af kynferðislegum undirtón og kvenfyrirlitningu í garð Eyrúnar Bjargar og var hún iðulega ávörpuð „elskan, ástin, gæskan, vinan, “ segir meðal annars í bréfinu. Um upplifun sína af keppninni sagði Eyrún meðal annars að hún hefði sjaldan orðið jafn reið og þegar liðsstjóri MÍ flutti sína ræðu. „Það hefur enginn nokkurn tímann talað svona ógeðslega um mig og það má enginn gera það.“Læra af þessu Ræðulið MÍ harmar þau ósæmilegu orð sem voru látin falla í samskiptum fyrir keppnina og í sjálfri keppninni. Aldrei hafi verið ætlunin að sýna neinum fyrirlitningu og hvað þá tala niður til kvenna. Mistökin séu á ábyrgð þeirra sem framkvæmdu og vilja liðsmenn taka það sérstaklega fram að þeir voru ekki hvattir til þess né hafi hegðunin verið viðurkennd af þjálfara liðsins. Þjálfari liðsins er Ingvar Örn Ákason en hann bað Eyrúnu afsökunar fyrir hönd liðsins um leið og hann frétti af því hvernig samskiptin voru að því er fram kemur í yfirlýsingunni. Hann segist hafa reynt að fá liðsfélagana til að taka ósæmilegt orðbragð úr ræðunni og kveðið mjög sterkt á um að ekkert slíkt kæmi fram í ræðunni. Liðsstjóri MÍ harmar mjög framkomu sína og en ógeðsleg orð hafi fallið sem ekki ættu að heyrast. Liðið segist munu læra af þessu og stefni í framtíðinni á að sýna vinsemd og virðingu gagnvart öðrum keppendum. Þeir ætli ekki að leggjast á það plan að tala illa um andstæðinga sína né aðra. „Við viljum að keppnin snúist um málefni en ekki manneskjur og vonum við að áherslur í framtíðinni munu færast aftur í þá átt, við munum í það minnsta taka þá stefnu í framtíðinni og snúa málafærslu okkar til betri vegar. Við viljum vera skólanum okkar og samfélagi til sóma og því verður þessi hegðun ekki liðin hér eftir. Afsakið öll!“ Lið MA vann sigur í keppni skólanna og er komið áfram.
Tengdar fréttir Saka ræðulið um kvenfyrirlitningu og áreitni Ræðulið Menntaskólans á Ísafirði er sakað um grófa áreitni og kvenfyrirlitningu í garð stúlku í liði Menntaskólans á Akureyri. 14. febrúar 2014 14:33 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Saka ræðulið um kvenfyrirlitningu og áreitni Ræðulið Menntaskólans á Ísafirði er sakað um grófa áreitni og kvenfyrirlitningu í garð stúlku í liði Menntaskólans á Akureyri. 14. febrúar 2014 14:33