Vilja eftirlitsmyndavélar við skólann Elimar Hauksson skrifar 16. febrúar 2014 20:00 „Maður fyllist skelfingu og fær hnút í magann,“ segir Sigríður Dagmar Jóhannsdóttir, formaður foreldrafélags Laugarnesskóla, en hún tók á móti barni sem reynt hafði verið að tæla upp í bifreið nærri skólanum í síðustu viku. Fjórar tilkynningar hafa borist um að reynt sé að tæla börn í nágrenni við skólann það sem af er árs. Sigríður var heima hjá sér með dóttur sína 11. febrúar síðastliðinn þegar sjö ára vinkona dóttur hennar kom í heimsókn í miklu uppnámi eftir að reynt hafði verið að tæla hana upp í bíl á leið úr skólanum. Sigríður segir upplifunina hafa verið skelfilega og að atvikið hafi vakið hana til umhugsunar um alvarleika þess umhverfis sem börn og foreldrar búa við í dag. „Það snertir mann svo persónulega þegar barnið stendur í dyragættinni hjá manni, lamað af ótta eftir að einhver ókunnugur er búinn að reyna að lokka það upp í bílinn“ segir Sigríður og bætir við að atburðarásin í kjölfarið hafi verið óþægileg. „Við hringdum í foreldri sem kom heim og svo var hringt í lögregluna. Síðan stóðu bara lögreglumenn í stofunni hérna heima að tala við barnið og börnin mín horfa uppá það og verða í kjölfarið mjög skelkuð,“ segir Sigríður. Lögreglan hefur ekki náð tali af þeim ökumönnum sem um ræðir og hafa börnin ekki getað gefið mjög greinargóða lýsingu á þeim fyrir utan kyn ökumanna og lit bifreiðanna. Sigríður segir ýmsar hugmyndir hafa verið ræddar á meðal foreldra um hvað hægt sé að gera til að tryggja öryggi barna, þar á meðal uppsetningu eftirlitsmyndavéla við skólann. „Við í foreldrafélaginu ræddum þetta fram og til baka og það sem stóð upp úr var það hvort ekki væri best að setja upp einhverskonar eftirlitsmyndavélar því börnin geta sagt fátt annað en hvernig bíllinn er á litinn,“ segir Sigríður. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur fólk til að tilkynna strax til lögreglu ef það verði þess áskynja að reynt sé að tæla börn. Mikilvægt sé að lögregla geti brugðist hratt við slíkum tilkynningum. Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kona grunuð um íkveikjur á Selfossi gengur laus Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Kona grunuð um íkveikjur á Selfossi gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Sjá meira
„Maður fyllist skelfingu og fær hnút í magann,“ segir Sigríður Dagmar Jóhannsdóttir, formaður foreldrafélags Laugarnesskóla, en hún tók á móti barni sem reynt hafði verið að tæla upp í bifreið nærri skólanum í síðustu viku. Fjórar tilkynningar hafa borist um að reynt sé að tæla börn í nágrenni við skólann það sem af er árs. Sigríður var heima hjá sér með dóttur sína 11. febrúar síðastliðinn þegar sjö ára vinkona dóttur hennar kom í heimsókn í miklu uppnámi eftir að reynt hafði verið að tæla hana upp í bíl á leið úr skólanum. Sigríður segir upplifunina hafa verið skelfilega og að atvikið hafi vakið hana til umhugsunar um alvarleika þess umhverfis sem börn og foreldrar búa við í dag. „Það snertir mann svo persónulega þegar barnið stendur í dyragættinni hjá manni, lamað af ótta eftir að einhver ókunnugur er búinn að reyna að lokka það upp í bílinn“ segir Sigríður og bætir við að atburðarásin í kjölfarið hafi verið óþægileg. „Við hringdum í foreldri sem kom heim og svo var hringt í lögregluna. Síðan stóðu bara lögreglumenn í stofunni hérna heima að tala við barnið og börnin mín horfa uppá það og verða í kjölfarið mjög skelkuð,“ segir Sigríður. Lögreglan hefur ekki náð tali af þeim ökumönnum sem um ræðir og hafa börnin ekki getað gefið mjög greinargóða lýsingu á þeim fyrir utan kyn ökumanna og lit bifreiðanna. Sigríður segir ýmsar hugmyndir hafa verið ræddar á meðal foreldra um hvað hægt sé að gera til að tryggja öryggi barna, þar á meðal uppsetningu eftirlitsmyndavéla við skólann. „Við í foreldrafélaginu ræddum þetta fram og til baka og það sem stóð upp úr var það hvort ekki væri best að setja upp einhverskonar eftirlitsmyndavélar því börnin geta sagt fátt annað en hvernig bíllinn er á litinn,“ segir Sigríður. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur fólk til að tilkynna strax til lögreglu ef það verði þess áskynja að reynt sé að tæla börn. Mikilvægt sé að lögregla geti brugðist hratt við slíkum tilkynningum.
Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kona grunuð um íkveikjur á Selfossi gengur laus Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Kona grunuð um íkveikjur á Selfossi gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Sjá meira