Innlent

„Þetta eru bara dauð og ómerk ummæli“

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Gylfi er ósáttur með ummæli Gunnars Braga.
Gylfi er ósáttur með ummæli Gunnars Braga.
„Þetta eru bara dauð og ómerk ummæli,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands um ummæliGunnars Braga Sveinssonar um skýrslu um Evrópumál, unna af Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands. Skýrslan fjármögnuð af ASÍ, Viðskiptaráði og Samtökum atvinnulífsins.

Í samtali við Bylgjuna og Vísi sagði Gunnar Bragi að lítið mark bæri taka á skýrslunni sem unnin er fyrir ASÍ, Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð. „Ég get ekki séð að sú skýrsla hafi nokkur áhrif á það sem við erum að gera enda er sú skýrsla pöntuð af fylgjendum ESB,“ sagði utanríkisráðherrann við Bylgjuna og Vísi í gær.

„Þessi ummæli lýsa engu nema kannski viðhorfi utanríkisráðherra, að það sé hægt að panta skýrslu frá háskólasamfélaginu.“ segir Gylfi.

Gylfi segir fráleitt að ætla að niðurstöður skýrslunar séu pantaðar. „Það eru ekki við sem erum í skýrslugerð. Alþjóðamálastofnun fær akademískt frelsi til þess að vinna þessa skýrslu. Alþjóðamálastofnun tengist líka Utanríkisráðuneytinu sterkum böndum, þannig að maður hefði haldið að utanríkisráðherra hefði meiri trú á þessari stofnun en svo að hann haldi að hægt sé að panta niðurstöður úr skýrslum sem hún vinnur,“ segir Gylfi.

Að mati Gylfa er það einkennilegt að stilla þessum þremur félögum – ASÍ, SA og Viðskiptaráði sem Evrópusinnum. „Þó svo að einhverjir innan þessara samtaka vilji skoða hugsanlega aðild að Evrópusambandinu í þaula þýðir það ekki að niðurstöður skýrslunnar verði litaðar af þeirri afstöðu. Þessi ummæli Gunnars Braga tengjast einfaldlega einhverri pólitískri orðræðu sem við viljum forðast. Við viljum gefa fræðasamfélaginu frelsi til þess að svara mikilvægum spurningum og komast til botns í álitamálum,“ segir Gylfi.

Kjartan Atli Kjartansson

Tengdar fréttir

Evrópuskýrslan í heild sinni

Þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks funduðu í morgun vegna Evrópuskýrslunnar sem Hagfræðistofnun Íslands vann fyrir ríkisstjórnina.

Segir ríkisstjórnina vera viðskila við atvinnulífið

„Það er fréttnæmt að utanríkisráðherra lýsti því yfir í hádegisfréttum Bylgjunnar að ekkert yrði horft til þeirrar skýrslu sem verkalýðshreyfingin og atvinnulífið er að láta vinna um Evrópumálin," sagði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.