Segir stöðu Íslands gagnvart ESB ljósari en áður Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. febrúar 2014 13:37 VISIR/SAMSETT Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, er ekki þeirrar skoðunar að í Evrópuskýslunni komi nokkuð fram sem auðveldi að fara með áframhald aðildarviðræðna í þjóðaratkvæðagreiðslu eða að slíta viðræðunum formlega. Evrópuskýrslan, sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vann fyrir ríkisstjórnina, var rædd á fundi hennar í morgun. Aðspurður hvort ríkisstjórnin muni horfa til skýrslu sem aðilar vinnumarkaðarins eru að láta gera áður en endanleg ákvörðun verður tekin stóð ekki á svörum: „Ég get ekki séð að sú skýrsla hafi nokkur áhrif á það sem við erum að gera enda er sú skýrsla pöntuð af fylgjendum ESB.“ Skýrsla Hagfræðistofnunar var gerð að frumkvæði ríkisstjórnar. Gunnar Bragi er þó ekki þeirrar skoðunar að um fyrirfram pantaða niðurstöðu sé að ræða. „Ég ætla að vona að þú gerir háskólanum ekki það að hafa skrifað fyrirfram pantaða skýrslu. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vann mikið fyrir síðustu ríkisstjórn ef ég man rétt," segir Gunnar. Gunnar segir skýrsluna þó styrkja viðhorf sitt í málefnum ESB. Hann segir stöðu Íslands gagnvart ESB ljósari en áður. „Við þurfum ekki á Evrópusambandinu að halda til að halda áfram uppbyggingu okkar hér,“ segir Gunnar. Aðspurður hvort hann telji möguleiki að halda viðræðunum í láginni út þetta kjörtímabil þannig að þeim sé ekki slitið segir Gunnar að ekki sé góð staða að hafa aðildarviðræðurnar hangandi yfir sér en að framhaldið verði að ræða betur á þinginu áður en ákvörðun verði tekin. Gunnar Bragi segir skýrsluna staðfesta ákveðna hluti sem áður hafa verið í umræðunni um Evrópusambandið. Mikil vinna liggi að baki hinni 150 blaðsíðna skýrslu og að nú þurfi að leggjast yfir hana. Tengdar fréttir Reynt að mæta lýðræðishalla „Að sama skapi hafa áhrif þjóðþinga aðildarríkja Evrópusambandsins farið stöðugt vaxandi,“ segir í skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ um aðildarviðræður Íslands og ESB. 18. febrúar 2014 10:27 Evrópuskýrslan í heild sinni Þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks funduðu í morgun vegna Evrópuskýrslunnar sem Hagfræðistofnun Íslands vann fyrir ríkisstjórnina. 18. febrúar 2014 10:56 Erfitt að leggja mat á stöðu viðræðna Hagfræðistofnun Háskóla Íslands segir óheppilegt að ekki hafi verið lögð fram samningafstaða í fjórum köflum í samningaviðræðunum við ESB, þegar meta á stöðu viðræðnanna. 18. febrúar 2014 11:01 Dæmi um undanþágur frá sjávarútvegsstefnunni „Hins vegar hafa fengist tímabundnar undanþágur og í sumum tilfellum hefur tekist að fá fram breytingar í löggjöf sambandsins til að eiga við sérstök vandamál," segir í skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ um stöðu aðildarviðræðna við ESB. 18. febrúar 2014 10:03 Verðbólga lækkar við inngöngu í ESB Við inngöngu í Evrópusambandið hafa ríki sem glímt hafa við háa verðbólgu náð tökum á henni. Þetta kemur fram í skýrslu Hagfræðistofnunnar HÍ um aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins 18. febrúar 2014 11:56 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, er ekki þeirrar skoðunar að í Evrópuskýslunni komi nokkuð fram sem auðveldi að fara með áframhald aðildarviðræðna í þjóðaratkvæðagreiðslu eða að slíta viðræðunum formlega. Evrópuskýrslan, sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vann fyrir ríkisstjórnina, var rædd á fundi hennar í morgun. Aðspurður hvort ríkisstjórnin muni horfa til skýrslu sem aðilar vinnumarkaðarins eru að láta gera áður en endanleg ákvörðun verður tekin stóð ekki á svörum: „Ég get ekki séð að sú skýrsla hafi nokkur áhrif á það sem við erum að gera enda er sú skýrsla pöntuð af fylgjendum ESB.“ Skýrsla Hagfræðistofnunar var gerð að frumkvæði ríkisstjórnar. Gunnar Bragi er þó ekki þeirrar skoðunar að um fyrirfram pantaða niðurstöðu sé að ræða. „Ég ætla að vona að þú gerir háskólanum ekki það að hafa skrifað fyrirfram pantaða skýrslu. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vann mikið fyrir síðustu ríkisstjórn ef ég man rétt," segir Gunnar. Gunnar segir skýrsluna þó styrkja viðhorf sitt í málefnum ESB. Hann segir stöðu Íslands gagnvart ESB ljósari en áður. „Við þurfum ekki á Evrópusambandinu að halda til að halda áfram uppbyggingu okkar hér,“ segir Gunnar. Aðspurður hvort hann telji möguleiki að halda viðræðunum í láginni út þetta kjörtímabil þannig að þeim sé ekki slitið segir Gunnar að ekki sé góð staða að hafa aðildarviðræðurnar hangandi yfir sér en að framhaldið verði að ræða betur á þinginu áður en ákvörðun verði tekin. Gunnar Bragi segir skýrsluna staðfesta ákveðna hluti sem áður hafa verið í umræðunni um Evrópusambandið. Mikil vinna liggi að baki hinni 150 blaðsíðna skýrslu og að nú þurfi að leggjast yfir hana.
Tengdar fréttir Reynt að mæta lýðræðishalla „Að sama skapi hafa áhrif þjóðþinga aðildarríkja Evrópusambandsins farið stöðugt vaxandi,“ segir í skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ um aðildarviðræður Íslands og ESB. 18. febrúar 2014 10:27 Evrópuskýrslan í heild sinni Þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks funduðu í morgun vegna Evrópuskýrslunnar sem Hagfræðistofnun Íslands vann fyrir ríkisstjórnina. 18. febrúar 2014 10:56 Erfitt að leggja mat á stöðu viðræðna Hagfræðistofnun Háskóla Íslands segir óheppilegt að ekki hafi verið lögð fram samningafstaða í fjórum köflum í samningaviðræðunum við ESB, þegar meta á stöðu viðræðnanna. 18. febrúar 2014 11:01 Dæmi um undanþágur frá sjávarútvegsstefnunni „Hins vegar hafa fengist tímabundnar undanþágur og í sumum tilfellum hefur tekist að fá fram breytingar í löggjöf sambandsins til að eiga við sérstök vandamál," segir í skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ um stöðu aðildarviðræðna við ESB. 18. febrúar 2014 10:03 Verðbólga lækkar við inngöngu í ESB Við inngöngu í Evrópusambandið hafa ríki sem glímt hafa við háa verðbólgu náð tökum á henni. Þetta kemur fram í skýrslu Hagfræðistofnunnar HÍ um aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins 18. febrúar 2014 11:56 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Reynt að mæta lýðræðishalla „Að sama skapi hafa áhrif þjóðþinga aðildarríkja Evrópusambandsins farið stöðugt vaxandi,“ segir í skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ um aðildarviðræður Íslands og ESB. 18. febrúar 2014 10:27
Evrópuskýrslan í heild sinni Þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks funduðu í morgun vegna Evrópuskýrslunnar sem Hagfræðistofnun Íslands vann fyrir ríkisstjórnina. 18. febrúar 2014 10:56
Erfitt að leggja mat á stöðu viðræðna Hagfræðistofnun Háskóla Íslands segir óheppilegt að ekki hafi verið lögð fram samningafstaða í fjórum köflum í samningaviðræðunum við ESB, þegar meta á stöðu viðræðnanna. 18. febrúar 2014 11:01
Dæmi um undanþágur frá sjávarútvegsstefnunni „Hins vegar hafa fengist tímabundnar undanþágur og í sumum tilfellum hefur tekist að fá fram breytingar í löggjöf sambandsins til að eiga við sérstök vandamál," segir í skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ um stöðu aðildarviðræðna við ESB. 18. febrúar 2014 10:03
Verðbólga lækkar við inngöngu í ESB Við inngöngu í Evrópusambandið hafa ríki sem glímt hafa við háa verðbólgu náð tökum á henni. Þetta kemur fram í skýrslu Hagfræðistofnunnar HÍ um aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins 18. febrúar 2014 11:56