Innlent

Snjókoma fyrir norðan

Það snjóaði um norðanvert landið í nótt, eða allt frá Ísafirði austur til Egilsstaða. Á Akureyri féll allt að tíu sentímetra djúpur snjór undir morgun, en færð hefur ekki spillst því hæglætisveður var í nótt.

Það er hinsvegar spáð stormi víða um land þegar líður á daginn og þá er hætt við skafrenningi. Annars er víða hált á þjóðvegum landsins, en allar helstu leiðir eru færar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×