Frávísunarkröfu Páls hafnað Jakob Bjarnar skrifar 5. febrúar 2014 09:49 Páll Vilhálmsson í héraðsdómi í morgun. Hann segir ekki fyrir venjulegan launamann að ráða sér lögfræðing. gva Páll Vilhjálmsson blaðamaður krafðist þess að meiðyrðamáli Önnu Kristínar Pálsdóttur fréttamanns á RÚV ohf á hendur sér yrði vísað frá dómi en því var hafnað nú í morgun. „Já, þetta eru vonbrigði vegna þessa að ég taldi að það væru efni til að vísa málinu frá. En, á hinn bóginn er sjálfsagt að fá efnislega umfjöllun um þetta,“ sagði Páll í samtali við Vísi í Héraðsdómi Reykjavíkur nú í morgun. „Þetta er mjög sérstakt mál, ég man ekki til þess að fréttamaður hafi stefnt vegna gagnrýni á frétt. Þannig að það verður fróðlegt að sjá hvernig aðalmálsmeðferðin fer og hvernig úrlausn dómari veitir þá, þegar öll meginrök, með og á móti, koma fram.“ Málið höfðaði Anna Kristín eftir að Páll birti færslu á vefsvæði sínu um frétt sem hún flutti í júlí í fyrra. Þar sakar Páll Önnu Kristínu um að falsa ummæli forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins svo þau féllu betur að málstað ESB-sinna. Páll flytur mál sitt sjálfur. „Ég leit svo á að lögin séu fyrir almenning ekki síður en lögfræðingana,“ segir Páll. Hann þekkir málið manna best og þó hann telji sig ekki geta gert sig að lögfræðingi á nokkrum vikum vill hann freista þess að verja sig sjálfur. Hann segir að það hafi verið talsverð vinna í því fólgin. „Ég veit það ekki fyrr en við úrslit málsins hvort þetta hafi verið rétt ákvörðun eða röng. En, þetta hefur verið mjög áhugaverð reynsla hingað til.“ Og þá spilar kostnaðurinn að sjálfsögðu inní: „Taxti lögfræðinga er þannig að þeir greinilega vinna talsvert fyrir skilanefndir. Það sést á taxtanum. Ekki fyrir venjulegan launamann að ráða sér lögfræðing í svona mál. Enda er þetta stefna RÚV, það er lögfræðingur RÚV sem rekur þetta mál fyrir hönd fréttamannsins, og meiningin er að þagga niður gagnrýni á stofnunina.“ Aðalmeðferð málsins verður 22. apríl. Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Fleiri fréttir Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Sjá meira
Páll Vilhjálmsson blaðamaður krafðist þess að meiðyrðamáli Önnu Kristínar Pálsdóttur fréttamanns á RÚV ohf á hendur sér yrði vísað frá dómi en því var hafnað nú í morgun. „Já, þetta eru vonbrigði vegna þessa að ég taldi að það væru efni til að vísa málinu frá. En, á hinn bóginn er sjálfsagt að fá efnislega umfjöllun um þetta,“ sagði Páll í samtali við Vísi í Héraðsdómi Reykjavíkur nú í morgun. „Þetta er mjög sérstakt mál, ég man ekki til þess að fréttamaður hafi stefnt vegna gagnrýni á frétt. Þannig að það verður fróðlegt að sjá hvernig aðalmálsmeðferðin fer og hvernig úrlausn dómari veitir þá, þegar öll meginrök, með og á móti, koma fram.“ Málið höfðaði Anna Kristín eftir að Páll birti færslu á vefsvæði sínu um frétt sem hún flutti í júlí í fyrra. Þar sakar Páll Önnu Kristínu um að falsa ummæli forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins svo þau féllu betur að málstað ESB-sinna. Páll flytur mál sitt sjálfur. „Ég leit svo á að lögin séu fyrir almenning ekki síður en lögfræðingana,“ segir Páll. Hann þekkir málið manna best og þó hann telji sig ekki geta gert sig að lögfræðingi á nokkrum vikum vill hann freista þess að verja sig sjálfur. Hann segir að það hafi verið talsverð vinna í því fólgin. „Ég veit það ekki fyrr en við úrslit málsins hvort þetta hafi verið rétt ákvörðun eða röng. En, þetta hefur verið mjög áhugaverð reynsla hingað til.“ Og þá spilar kostnaðurinn að sjálfsögðu inní: „Taxti lögfræðinga er þannig að þeir greinilega vinna talsvert fyrir skilanefndir. Það sést á taxtanum. Ekki fyrir venjulegan launamann að ráða sér lögfræðing í svona mál. Enda er þetta stefna RÚV, það er lögfræðingur RÚV sem rekur þetta mál fyrir hönd fréttamannsins, og meiningin er að þagga niður gagnrýni á stofnunina.“ Aðalmeðferð málsins verður 22. apríl.
Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Fleiri fréttir Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Sjá meira