Innlent

Geimferðir fyrir almenning á UT messu í Hörpu

María Lilja Þrastardóttir skrifar
Á UTmessunni eru öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins og taka þátt með einum eða öðrum hætti. Messa þessi er því orðin að einum stærsta viðburði ársins í tölvugeiranum og samkvæmt aðstandendum er tilgangur hennar að sýna almenningi hversu stór, skemmtileg og umfangsmikil þessi grein er orðin hér á landi.

Arnheiður Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Ut messunnar segir að fjölbreytileiki upplýsingatækninnar fái að njóta sín til hins ítrasta en á meðal þess sem má skoða eru þrívíddarprentari, rússíbani og hinar ýmsu tegundir nýs hugbúnaðar auk þess sem hlýða má á fyrirlestra.  

Þar sem aðilar tölvugeirans koma saman þar er að sjálfsögðu að finna frumkvöðlana í CCP sem bjóða gestum að prófa Valkyrie sýndarveruleika.

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá fréttakonu Stöðvar 2 bregða á leik, úti í geimi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×