Innlent

Ríkissaksóknari skoðar hvort bregðast þurfi við leka í kynferðisbrotamáli

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
„Ríkissaksóknara er kunnugt um birtingu gagnanna. Hér við embættið er verið að fara yfir málið, meðal annars með hliðsjón af því hvort efni séu til viðbragða af hálfu ríkissaksóknara,“ segir Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari um mál sem Vísir greindi frá í gær, þar sem gögnum í meintu kynferðisbrotamáli var lekið.

Vefsíða á netinu hefur birt gögn í máli sem kom á borð ríkislögreglustjóra og innanríkisráðuneytis auk þess sem Umboðsmaður Alþingis tók málið fyrir.

Brynjar Níelsson, alþingismaður og hæstaréttarlögmaður, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í gær að með því að leka svona gögnum væri verið að vega að réttarríkinu.

Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi kom jafnframt fram að þung refsing gæti legið við því að leka trúnaðargögnum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×