Mikilvægt að lögreglan fái ítarlegar upplýsingar Hrund Þórsdóttir skrifar 23. janúar 2014 20:00 Foreldrar barna í Laugarnesskóla eru uggandi en í gær reyndi maður að tæla tvo drengi í fyrsta bekk upp í bíl til sín við skólann á skólatíma. Þetta er annað málið af þessum toga sem kemur upp í hverfinu í þessum mánuði. Maðurinn reyndi að fá drengina upp í bíl til sín með því að bjóða þeim sælgæti. Foreldrar barna við skólann fengu póst í morgun þar sem fram kemur að maðurinn hafi verið á rauðum bíl og drengirnir hafi neitað að fara með manninum. Atvikið átti sér stað í frímínútum, við Kirkjubraut að því er talið er. Lögreglan var að sjálfsögðu látin vita og hefur hún aukið vakt við skólann. Fyrr í mánuðinum reyndi maður að tæla sjö ára gamlan dreng upp í bíl við Álftamýri. „Við höfum alltaf áhyggjur þegar við fáum þessar tilkynningar og vinnum síðan úr þeim eins og við mögulega getum en þær hafa nú ekki alltaf leitt okkur langt og oft eru upplýsingar af mjög skornum skammti,“ segir Árni Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Foreldrar barna við skólann hafa að vonum áhyggjur en kennari fyrsta bekkjar sem við ræddum við í dag, segir mikla áherslu lagða á forvarnir. Börnin komi vel undirbúin úr leikskólunum og viti hvernig þau eigi að bregðast við. „Börn þurfa að tilkynna um þetta, taka niður það sem þau verða áskynja með og það er mjög mikilvægt að foreldrar reyni að skrá niður eftir þeim. Við skoðum allar tilkynningar og biðjum fólk um að reyna að vanda þær og gefa okkur eins ítarlegar upplýsingar og kostur er,“ segir Árni. Hann segir óvitað hvort málið tengist öðrum af sama toga en rannsókn muni væntanlega leiða það í ljós. Hvernig geta foreldrar brugðist við og undirbúið börnin sín? „Fræðsla er lykilatriði, að börnin séu með það alveg á hreinu, eins og virðist vera gjarnan í dag, að þau eigi ekki að þiggja far hjá ókunnugu fólki eða þiggja af því sælgæti eða neitt slíkt. Jafnframt þurfa þau, ef þau verða fyrir einhvers konar áreiti, að geta látið foreldrana vita.“ Tengdar fréttir „Opið bréf til mannsins sem reyndi að nema son minn á brott“ „Ég hugsaði lengi um það hverskonar skrímsli það væru sem gerðu svona lagað. En svo áttaði ég mig á þú ert sennilega ekkert skrímsli.“ 20. janúar 2014 16:20 Reynt að tæla börn við Laugarnesskóla: Foreldrar uggandi Foreldrar barna í Laugarnesskóla eru uggandi vegna atviks við skólann í gær, en þá reyndi maður að fá tvo drengi í fyrsta bekk upp í bíl til sín í frímínútum, með því að bjóða þeim sælgæti. 23. janúar 2014 16:42 Reyndi að lokka drengi upp í bíl með sælgæti Maður reyndi að fá tvo drengi upp í bíl til sín við Laugarnesskóla í gær með því að bjóða þeim sælgæti. 23. janúar 2014 10:48 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Foreldrar barna í Laugarnesskóla eru uggandi en í gær reyndi maður að tæla tvo drengi í fyrsta bekk upp í bíl til sín við skólann á skólatíma. Þetta er annað málið af þessum toga sem kemur upp í hverfinu í þessum mánuði. Maðurinn reyndi að fá drengina upp í bíl til sín með því að bjóða þeim sælgæti. Foreldrar barna við skólann fengu póst í morgun þar sem fram kemur að maðurinn hafi verið á rauðum bíl og drengirnir hafi neitað að fara með manninum. Atvikið átti sér stað í frímínútum, við Kirkjubraut að því er talið er. Lögreglan var að sjálfsögðu látin vita og hefur hún aukið vakt við skólann. Fyrr í mánuðinum reyndi maður að tæla sjö ára gamlan dreng upp í bíl við Álftamýri. „Við höfum alltaf áhyggjur þegar við fáum þessar tilkynningar og vinnum síðan úr þeim eins og við mögulega getum en þær hafa nú ekki alltaf leitt okkur langt og oft eru upplýsingar af mjög skornum skammti,“ segir Árni Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Foreldrar barna við skólann hafa að vonum áhyggjur en kennari fyrsta bekkjar sem við ræddum við í dag, segir mikla áherslu lagða á forvarnir. Börnin komi vel undirbúin úr leikskólunum og viti hvernig þau eigi að bregðast við. „Börn þurfa að tilkynna um þetta, taka niður það sem þau verða áskynja með og það er mjög mikilvægt að foreldrar reyni að skrá niður eftir þeim. Við skoðum allar tilkynningar og biðjum fólk um að reyna að vanda þær og gefa okkur eins ítarlegar upplýsingar og kostur er,“ segir Árni. Hann segir óvitað hvort málið tengist öðrum af sama toga en rannsókn muni væntanlega leiða það í ljós. Hvernig geta foreldrar brugðist við og undirbúið börnin sín? „Fræðsla er lykilatriði, að börnin séu með það alveg á hreinu, eins og virðist vera gjarnan í dag, að þau eigi ekki að þiggja far hjá ókunnugu fólki eða þiggja af því sælgæti eða neitt slíkt. Jafnframt þurfa þau, ef þau verða fyrir einhvers konar áreiti, að geta látið foreldrana vita.“
Tengdar fréttir „Opið bréf til mannsins sem reyndi að nema son minn á brott“ „Ég hugsaði lengi um það hverskonar skrímsli það væru sem gerðu svona lagað. En svo áttaði ég mig á þú ert sennilega ekkert skrímsli.“ 20. janúar 2014 16:20 Reynt að tæla börn við Laugarnesskóla: Foreldrar uggandi Foreldrar barna í Laugarnesskóla eru uggandi vegna atviks við skólann í gær, en þá reyndi maður að fá tvo drengi í fyrsta bekk upp í bíl til sín í frímínútum, með því að bjóða þeim sælgæti. 23. janúar 2014 16:42 Reyndi að lokka drengi upp í bíl með sælgæti Maður reyndi að fá tvo drengi upp í bíl til sín við Laugarnesskóla í gær með því að bjóða þeim sælgæti. 23. janúar 2014 10:48 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
„Opið bréf til mannsins sem reyndi að nema son minn á brott“ „Ég hugsaði lengi um það hverskonar skrímsli það væru sem gerðu svona lagað. En svo áttaði ég mig á þú ert sennilega ekkert skrímsli.“ 20. janúar 2014 16:20
Reynt að tæla börn við Laugarnesskóla: Foreldrar uggandi Foreldrar barna í Laugarnesskóla eru uggandi vegna atviks við skólann í gær, en þá reyndi maður að fá tvo drengi í fyrsta bekk upp í bíl til sín í frímínútum, með því að bjóða þeim sælgæti. 23. janúar 2014 16:42
Reyndi að lokka drengi upp í bíl með sælgæti Maður reyndi að fá tvo drengi upp í bíl til sín við Laugarnesskóla í gær með því að bjóða þeim sælgæti. 23. janúar 2014 10:48