Borgarstjóri óttast hryðjuverkaárás í Reykjavíkurhöfn Jón Júlíus Karlsson skrifar 2. janúar 2014 19:46 Jón Gnarr stefnir að því að gera Reykjavík að herlausri borg áður en hann lætur af embætti sem borgarstjóri í vor. Þetta er eitt af áramótaheitum borgarstjórans. Hann óttast að hryðjuverkaárasir gætu fylgt erlendum herskipum til Reykjavíkur. „Mig langar að gera Reykjavík að friðarborg heimsins - að þegar fólk hugsar um frið, þá hugsi það um Reykjavík,“ sagði Jón Gnarr sem fagnar 47 ára afmæli sínu í dag. Jón hefur mjög eindregið verið á móti komu komu herskipa og herflugvéla ti Reykjavíkur frá því að hann tók við sem borgarstjóri árið 2010. Borgarstjóri óttast hryðjuverkaárás í Reykjavíkurhöfn með komu herskipa. „Það er raunhæfur möguleiki á að einhverjum dytti það í hug að fremja hryðjuverk í Reykjavík. Mér finnst við ekki eiga að taka þá áhættu.“Dregur úr komu herflugvéla til Reykjavíkur Borgarstjóra hefur tekist að draga úr komu herflugvéla til landsins á síðustu árum. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia þá lentu 54 herflugvélar í Reykjavík árið 2011 en voru 21 árið á eftir. Verður engin tekjumissir fyrir Reykjavíkurborg að vísa frá herflugvélum og skipum? „Ég held að það verði enginn umtalsverður tekjumissir og tekjurnar haldast alltaf innanlands. Það verða einhverjir aðrir sem fá þær tekjur,“ segir Jón. Íslensku varðskipin eru vopnum búin. Mætti ekki skilgreina þau sem herskip? „Ég er ekki að fara út í þetta vegna þess að þetta er einfalt - þetta er flókið. Ég vil meina að það sé stór munur á sjálfsvörn og árás.“Brand og Bono segja hugmyndina frábæra Jón segir að hugmyndir sínar um herlausa Reykjavík njóti mikils stuðnings. „Ég hef rætt þetta við Russell Brand og Bono og þeir segja báðir að þetta sé frábær hugmynd. Þetta er frábær hugmynd. Það er fullt af tækifærum í friði. Friður er ekki bara hugmynd - friður er líka peningur.“ Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Jón Gnarr stefnir að því að gera Reykjavík að herlausri borg áður en hann lætur af embætti sem borgarstjóri í vor. Þetta er eitt af áramótaheitum borgarstjórans. Hann óttast að hryðjuverkaárasir gætu fylgt erlendum herskipum til Reykjavíkur. „Mig langar að gera Reykjavík að friðarborg heimsins - að þegar fólk hugsar um frið, þá hugsi það um Reykjavík,“ sagði Jón Gnarr sem fagnar 47 ára afmæli sínu í dag. Jón hefur mjög eindregið verið á móti komu komu herskipa og herflugvéla ti Reykjavíkur frá því að hann tók við sem borgarstjóri árið 2010. Borgarstjóri óttast hryðjuverkaárás í Reykjavíkurhöfn með komu herskipa. „Það er raunhæfur möguleiki á að einhverjum dytti það í hug að fremja hryðjuverk í Reykjavík. Mér finnst við ekki eiga að taka þá áhættu.“Dregur úr komu herflugvéla til Reykjavíkur Borgarstjóra hefur tekist að draga úr komu herflugvéla til landsins á síðustu árum. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia þá lentu 54 herflugvélar í Reykjavík árið 2011 en voru 21 árið á eftir. Verður engin tekjumissir fyrir Reykjavíkurborg að vísa frá herflugvélum og skipum? „Ég held að það verði enginn umtalsverður tekjumissir og tekjurnar haldast alltaf innanlands. Það verða einhverjir aðrir sem fá þær tekjur,“ segir Jón. Íslensku varðskipin eru vopnum búin. Mætti ekki skilgreina þau sem herskip? „Ég er ekki að fara út í þetta vegna þess að þetta er einfalt - þetta er flókið. Ég vil meina að það sé stór munur á sjálfsvörn og árás.“Brand og Bono segja hugmyndina frábæra Jón segir að hugmyndir sínar um herlausa Reykjavík njóti mikils stuðnings. „Ég hef rætt þetta við Russell Brand og Bono og þeir segja báðir að þetta sé frábær hugmynd. Þetta er frábær hugmynd. Það er fullt af tækifærum í friði. Friður er ekki bara hugmynd - friður er líka peningur.“
Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira