"Það eru svo margir sem eiga engan að“ Stefán Árni Pálsson skrifar 6. janúar 2014 12:45 Aðstoðaði eldri konu konu við innkaupin. nordicphotos/getty „Ég var á röltinu niður Laugaveginn í morgun þegar ég sé eldri konu hinum megin við götuna hvíla sig við bekk. Á meðan ég horfi til hennar og læt hugann reika um hvað ég ætli nú að hafa það dásamlegt í ellinni þá tek ég eftir að gamla konan er í erfiðleikum við að lyfta tveimur innkaupapokum. Ég hleyp yfir götuna, kynni mig og segist vera á leið í sömu átt og hvort ég megi ekki aðstoða hana,“ segir Hrafnhildur Mooney, íbúi í miðbænum, sem var í raun á leiðinni í gagnstæða átt við konuna. Hrafnhildur skrifar þessa lýsingu á fésbókarsíðu sinni en hún telur að of lítið sé gert til að aðstoða eldra fólk á Íslandi, fólk sem nú þegar hefur skilað sínu til samfélagsins. „Konan horfir á mig smá stund, hugsar sig um og spyr hvort það sé ekki allt of mikið ómak. Ég ítreka að það sé nú lítið mál að rölta með henni smá spöl. Úr verður að ég fylgi henni heim. Konan segir mér að hún versli alltaf á laugardagsmorgnum og hún hafi verið svo fegin í morgun að veðrið var skaplegt og ekki mikil hálka á gangstéttinni. Konan fer hægt yfir og á ekki mjög auðvelt með gang þannig að ég býð henni arminn. Um 15 mínútum síðar er ég komin inn í eldhús til konu sem ég þekki ekki neitt.“ „Þar sem ég stend í miðju eldhúsinu hjá ókunnugri konunni verð ég skyndilega sorgmædd. Það eru svo margir sem eiga engan að, hafa engan til að aðstoða sig við hversdagslega hluti eins og innkaup eða bara fara út með ruslið. Mér verður hugsað til frétta af öldruðu fólki sem finnst veikt eða látið í íbúðum sínum. Eldri borgarar sem hafa skilað sínu til samfélagsins og eiga skilið bestu mögulegu umönnun.“ „Með kökk í hálsinum hugsa ég með mér að í stað þess að sofa út á laugardögum eða horfa á enn einn þáttinn á food network þá gæti ég lagt mitt af mörkum.“ Hrafnhildur hefur nú mælt sér mót við konuna næstkomandi laugardag þar sem hún ætlar aftur að aðstoða hana við innkaupin og gera það vikulega í framtíðinni. „Þar sem ég geng í burtu hugsa ég um alla þá eldri borgara sem eiga engan að og gætu þegið aðstoð við daglegar athafnir eins og fara út með ruslið, ná í póstinn eða kaupa í matinn. Það sem getur virst lítið eða ómerkilegt fyrir mig og þig, getur verið svo dýrmætt fyrir þann sem á erfitt með að komast um eða á milli staða.“ Veður Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fleiri fréttir Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Sjá meira
„Ég var á röltinu niður Laugaveginn í morgun þegar ég sé eldri konu hinum megin við götuna hvíla sig við bekk. Á meðan ég horfi til hennar og læt hugann reika um hvað ég ætli nú að hafa það dásamlegt í ellinni þá tek ég eftir að gamla konan er í erfiðleikum við að lyfta tveimur innkaupapokum. Ég hleyp yfir götuna, kynni mig og segist vera á leið í sömu átt og hvort ég megi ekki aðstoða hana,“ segir Hrafnhildur Mooney, íbúi í miðbænum, sem var í raun á leiðinni í gagnstæða átt við konuna. Hrafnhildur skrifar þessa lýsingu á fésbókarsíðu sinni en hún telur að of lítið sé gert til að aðstoða eldra fólk á Íslandi, fólk sem nú þegar hefur skilað sínu til samfélagsins. „Konan horfir á mig smá stund, hugsar sig um og spyr hvort það sé ekki allt of mikið ómak. Ég ítreka að það sé nú lítið mál að rölta með henni smá spöl. Úr verður að ég fylgi henni heim. Konan segir mér að hún versli alltaf á laugardagsmorgnum og hún hafi verið svo fegin í morgun að veðrið var skaplegt og ekki mikil hálka á gangstéttinni. Konan fer hægt yfir og á ekki mjög auðvelt með gang þannig að ég býð henni arminn. Um 15 mínútum síðar er ég komin inn í eldhús til konu sem ég þekki ekki neitt.“ „Þar sem ég stend í miðju eldhúsinu hjá ókunnugri konunni verð ég skyndilega sorgmædd. Það eru svo margir sem eiga engan að, hafa engan til að aðstoða sig við hversdagslega hluti eins og innkaup eða bara fara út með ruslið. Mér verður hugsað til frétta af öldruðu fólki sem finnst veikt eða látið í íbúðum sínum. Eldri borgarar sem hafa skilað sínu til samfélagsins og eiga skilið bestu mögulegu umönnun.“ „Með kökk í hálsinum hugsa ég með mér að í stað þess að sofa út á laugardögum eða horfa á enn einn þáttinn á food network þá gæti ég lagt mitt af mörkum.“ Hrafnhildur hefur nú mælt sér mót við konuna næstkomandi laugardag þar sem hún ætlar aftur að aðstoða hana við innkaupin og gera það vikulega í framtíðinni. „Þar sem ég geng í burtu hugsa ég um alla þá eldri borgara sem eiga engan að og gætu þegið aðstoð við daglegar athafnir eins og fara út með ruslið, ná í póstinn eða kaupa í matinn. Það sem getur virst lítið eða ómerkilegt fyrir mig og þig, getur verið svo dýrmætt fyrir þann sem á erfitt með að komast um eða á milli staða.“
Veður Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fleiri fréttir Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Sjá meira