„Sektirnar eru einfaldlega of lágar“ Stefán Árni Pálsson skrifar 7. janúar 2014 14:29 Bílastæðasjóður hækkar gjald í bílastæðahúsum. mynd/samsett Gjaldskrá Bílastæðasjóðs hækkaði um áramótin um tæplega 200% í bílastæðahúsum. Fyrir áramót kostaði fyrsti klukkutíminn í bílastæðahúsi 80 krónur og síðan 50 krónur fyrir næsta klukkutíma. Nú um áramótin varð verðskránni breytt og nú kostar hver klukkutími 150 krónur. Heill dagur, eða átta klukkustundir, kostuðu fyrir áramót 430 krónur en í dag kostar hann 1200 krónur. Þetta ku vera hækkun upp á 179%. „Ástæðan var í raun löngu tímabær hækkun í bílastæðahúsum sem hafa verið rekin með tapi árum saman,“ segir Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdarstjóri Bílastæðasjóðs, í samtali við Vísi. „Þetta er bara hækkun á skammtímagjaldi sem hefur ekki verið hækkað frá árinu 2000. Það hefur nokkrum sinnum verið reynt að hækka þetta gjald en aldrei áður höfum við fengið samþykki fyrir því. Við erum einnig í samkeppni við önnur bílastæðahús en Harpan og Höfðatorg eru að selja stæðin á mun hærra verði.“ Stöðumælasektir í Reykjavík eru 2.500 krónur. Að frádregnum staðgreiðsluafslætti er upphæðin 1.400 krónur. Á gjaldsvæði 1, sem er dýrasta svæðið í Reykjavík, kostar heill dagur 1800 krónur og þar munar 400 krónum á sekt og gjaldi. Það er því spurning hver hvatinn í raun og veru er fyrir almenning að greiða í stöðumælirinn. „Sektirnar eru einfaldlega of lágar og það þarf í raun að hækka þær einnig. Það stendur til en þetta er bara ofboðslega erfitt mál í þjóðfélaginu í dag. Það þarf alveg klárlega að hækka aukastöðugjaldið og raun öll þessi brotagjöld því við erum ekki að ná settum árangri. Í eðlilegu árferði og samfélagi ættu svona hækkanir að fæla fólk frá því að brjóta þessi lög en það gerir það í raun ekki. Við sjáum kannski smá breytingu á hegðun fólks í nokkra mánuði en síðan fer þetta aftur í sama farið. Fólki virðist vera alveg sama þó að það þurfi að borga þessar sektir. Vonandi verður ekki langt í það að sektir verði hækkaðar. Það var til að mynda mikil umræða um þessi mál eftir síðustu Menningarnótt þar sem fólki var alveg sama hvar það lagði bílnum.“ „Bílastæðahúsin í Hörpu og Höfðatorgi hafa eðlilega sent til okkar kvartanir varðandi okkar verðskrá, þar sem þau hús hafa ekki getað keppt við okkar verðskrá, enda hefur hún verið of lág.“ Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Gjaldskrá Bílastæðasjóðs hækkaði um áramótin um tæplega 200% í bílastæðahúsum. Fyrir áramót kostaði fyrsti klukkutíminn í bílastæðahúsi 80 krónur og síðan 50 krónur fyrir næsta klukkutíma. Nú um áramótin varð verðskránni breytt og nú kostar hver klukkutími 150 krónur. Heill dagur, eða átta klukkustundir, kostuðu fyrir áramót 430 krónur en í dag kostar hann 1200 krónur. Þetta ku vera hækkun upp á 179%. „Ástæðan var í raun löngu tímabær hækkun í bílastæðahúsum sem hafa verið rekin með tapi árum saman,“ segir Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdarstjóri Bílastæðasjóðs, í samtali við Vísi. „Þetta er bara hækkun á skammtímagjaldi sem hefur ekki verið hækkað frá árinu 2000. Það hefur nokkrum sinnum verið reynt að hækka þetta gjald en aldrei áður höfum við fengið samþykki fyrir því. Við erum einnig í samkeppni við önnur bílastæðahús en Harpan og Höfðatorg eru að selja stæðin á mun hærra verði.“ Stöðumælasektir í Reykjavík eru 2.500 krónur. Að frádregnum staðgreiðsluafslætti er upphæðin 1.400 krónur. Á gjaldsvæði 1, sem er dýrasta svæðið í Reykjavík, kostar heill dagur 1800 krónur og þar munar 400 krónum á sekt og gjaldi. Það er því spurning hver hvatinn í raun og veru er fyrir almenning að greiða í stöðumælirinn. „Sektirnar eru einfaldlega of lágar og það þarf í raun að hækka þær einnig. Það stendur til en þetta er bara ofboðslega erfitt mál í þjóðfélaginu í dag. Það þarf alveg klárlega að hækka aukastöðugjaldið og raun öll þessi brotagjöld því við erum ekki að ná settum árangri. Í eðlilegu árferði og samfélagi ættu svona hækkanir að fæla fólk frá því að brjóta þessi lög en það gerir það í raun ekki. Við sjáum kannski smá breytingu á hegðun fólks í nokkra mánuði en síðan fer þetta aftur í sama farið. Fólki virðist vera alveg sama þó að það þurfi að borga þessar sektir. Vonandi verður ekki langt í það að sektir verði hækkaðar. Það var til að mynda mikil umræða um þessi mál eftir síðustu Menningarnótt þar sem fólki var alveg sama hvar það lagði bílnum.“ „Bílastæðahúsin í Hörpu og Höfðatorgi hafa eðlilega sent til okkar kvartanir varðandi okkar verðskrá, þar sem þau hús hafa ekki getað keppt við okkar verðskrá, enda hefur hún verið of lág.“
Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira