Tryggir sér réttinn á bókum Jóns Freyr Bjarnason skrifar 16. desember 2014 08:30 Afbrotafræðingurinn og glæpasagnahöfundurinn er í miklum metum hjá Sigurjóni Sighvatssyni. Vísir/Pjetur Framleiðandinn Sigurjón Sighvatsson hefur tryggt sér réttinn á þremur spennusögum Jóns Óttars Ólafssonar, þar af einni sem enn er óskrifuð. Þá hefur hann fjármagnað framleiðslu á alþjóðlegri sjónvarpsþáttaröð eftir glæpasögum Yrsu Sigurðardóttur um Þóru Guðmundsdóttur lögmann og vonast til að hefja tökur haustið 2015. Sigurjón hefur um áratuga skeið starfað í Hollywood og unnið með mörgum af fremstu leikurum og leikstjórum samtímans. Jón Óttar Ólafsson skaust fram á ritvöllinn í fyrra með bók sinni Hlustað, sem hefur þegar verið gefin út í Noregi og Frakklandi. Ókyrrð er nýkomin út og þriðja sagan í seríunni er væntanleg að ári. „Stíll Jóns Óttars er ferskur, frásögnin er hraðari en við eigum almennt að venjast í norrænum glæpa- og spennusögum og því henta bækur hans mjög vel til kvikmyndunar. Ég er ekki hissa á því að honum hafi verið líkt við höfunda á borð við Lee Child og Michael Connelly,“ segir Sigurjón og bætir við að hugsanlegt sé að gerð verði kvikmynd eftir fyrstu bók Jóns Óttars en þær seinni útfærðar fyrir sjónvarp. Sigurjón hefur einnig tryggt fjármagn til framleiðslu á alþjóðlegri sjónvarpsþáttaröð eftir glæpasögum Yrsu Sigurðardóttur með þátttöku CBC í Kanada og Telemunchen í Þýskalandi og viðræður standa einnig yfir við Breska ríkisútvarpið, BBC, í Skotlandi. Á síðasta ári var tilkynnt um að gerð þáttaraðarinnar væri fyrirhuguð.Sigurjón Sighvatsson hefur í mörg horn að líta um þessar mundir.Sveinbjörn I. Baldvinsson hefur unnið svokallaða handritsbiblíu fyrir hana og samið ágrip af fyrstu sex þáttunum. Fleiri handritshöfundar munu síðar koma að verkinu, meðal annars frá Kanada. Engir leikarar hafa verið ráðnir en búast má við að það skýrist á næstu vikum. Nýjasta kvikmynd Sigurjóns er Z for Zacariah, með Chris Pine í aðalhlutverki, sem tekur þátt í aðalkeppninni á Sundance-kvikmyndahátíðinni nú í janúar. Meðframleiðandi að þeirri mynd, rétt eins og að sjónvarpsþáttaröðinni eftir bókum Yrsu, er íslenska kvikmyndafyrirtækið Zik Zak. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Framleiðandinn Sigurjón Sighvatsson hefur tryggt sér réttinn á þremur spennusögum Jóns Óttars Ólafssonar, þar af einni sem enn er óskrifuð. Þá hefur hann fjármagnað framleiðslu á alþjóðlegri sjónvarpsþáttaröð eftir glæpasögum Yrsu Sigurðardóttur um Þóru Guðmundsdóttur lögmann og vonast til að hefja tökur haustið 2015. Sigurjón hefur um áratuga skeið starfað í Hollywood og unnið með mörgum af fremstu leikurum og leikstjórum samtímans. Jón Óttar Ólafsson skaust fram á ritvöllinn í fyrra með bók sinni Hlustað, sem hefur þegar verið gefin út í Noregi og Frakklandi. Ókyrrð er nýkomin út og þriðja sagan í seríunni er væntanleg að ári. „Stíll Jóns Óttars er ferskur, frásögnin er hraðari en við eigum almennt að venjast í norrænum glæpa- og spennusögum og því henta bækur hans mjög vel til kvikmyndunar. Ég er ekki hissa á því að honum hafi verið líkt við höfunda á borð við Lee Child og Michael Connelly,“ segir Sigurjón og bætir við að hugsanlegt sé að gerð verði kvikmynd eftir fyrstu bók Jóns Óttars en þær seinni útfærðar fyrir sjónvarp. Sigurjón hefur einnig tryggt fjármagn til framleiðslu á alþjóðlegri sjónvarpsþáttaröð eftir glæpasögum Yrsu Sigurðardóttur með þátttöku CBC í Kanada og Telemunchen í Þýskalandi og viðræður standa einnig yfir við Breska ríkisútvarpið, BBC, í Skotlandi. Á síðasta ári var tilkynnt um að gerð þáttaraðarinnar væri fyrirhuguð.Sigurjón Sighvatsson hefur í mörg horn að líta um þessar mundir.Sveinbjörn I. Baldvinsson hefur unnið svokallaða handritsbiblíu fyrir hana og samið ágrip af fyrstu sex þáttunum. Fleiri handritshöfundar munu síðar koma að verkinu, meðal annars frá Kanada. Engir leikarar hafa verið ráðnir en búast má við að það skýrist á næstu vikum. Nýjasta kvikmynd Sigurjóns er Z for Zacariah, með Chris Pine í aðalhlutverki, sem tekur þátt í aðalkeppninni á Sundance-kvikmyndahátíðinni nú í janúar. Meðframleiðandi að þeirri mynd, rétt eins og að sjónvarpsþáttaröðinni eftir bókum Yrsu, er íslenska kvikmyndafyrirtækið Zik Zak.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira