Venni Páer grunaður um mansal Jakob Bjarnar skrifar 16. desember 2014 16:08 Vernharð Þorleifsson komst að því fyrir tilviljun að hann er meðal grunaðra í rannsókn um mansal. vísir/pjetur/getty Verharð Þorleifsson fasteignasali, sem meðal annars er þekktur sem skemmtikrafturinn Venni Páer og fyrrum júdókappi, komst að því fyrir tilviljun að nafn hans er skráð í skýrslur vegna mansalsmála. Hann heldur að það hljóti að vera vegna þess að hann hefur verið að aðstoða vinkonu sína frá Erítreu við að öðlast ríkisborgararétt. „Við sem höfum reynt að aðstoða hana höfum einnig fengið að finna nasaþefinn af því mótlæti sem hún hefur þurft að takast á við. Ég fékk til dæmis að vita það óvart, að ég sætti lögreglurannsókn vegna mansals, þegar ég var að endurnýja skotvopnaleyfi mitt hjá Sýslumanni. Ég endurtek, vegna mansals!“ segir Vernharð hneykslaður. Hann segist aldrei hafa verið upplýstur um þessa rannsókn né heyrt um hana fyrr né síðar. „Aldrei boðaður í skýrslutöku né sent bréf þess efnis að ég liggi undir grun um eitthvað slíkt. Ég fékk bara óvart að vita að ég hafi verið rannsakaður og lá undir grun því hún hafði nefnt mig og konuna mína sem vini sína. Það er skrítin tilfinning. Reyndar alveg absúrd,“ segir Vernharð.„Það er bara þetta mansalsmál“ Það eru um tvö ár síðan Vernharð komst að þessu en leysir frá skjóðunni nú í tilefni þess að vinkona hennar er loks komin með ríkisborgararétt eftir langa og stranga baráttu sem Vernharð segir varla hægt að leggja á nokkurn mann. Nema, hann var hjá Sýslumanni í mesta sakleysi að endurnýja skotveiðileyfi sitt. Allt í einu kom hik á þann sem afgreiðir Vernharð. „Og hann segir að það sé þarna mál á mig. Menn þurfa að vera með hreint sakavottorð til að fá byssuleyfi. Sem ég hélt að væri, algerlega, enda alinn upp af ömmu minni, en það kemur skrítinn svipur á hann og hann segir: „Það er bara þetta mansalsmál.“ Vernharð segist ekki hafa vitað hvaðan á sig stóð veðrið. „Ég stóð og gapti. Af hverju veit ég ekki af þessu? Um hvað snýst þetta?“Umsækjendur um ríkisborgararétt sem glæpamenn Vernharð segir það eina sem til greina komin tengist vinkonu sinni. „Það í rauninni, eina sem kom til greina var þetta sem var í kringum hana, og þessa umsókn hennar; þetta fólk er sent í skýrslutökur og yfirheyrslur og það meðhöndlað sem glæpamenn finnst manni, þeim okkur sem stöndum við hlið þeirra eða erum hinum megin borðsins. Vinir meintra glæpamanna eru glæpamenn líka. Vernharð hefur ekkert grennslast fyrir um þetta frekar en gerir ráð fyrir því að þetta sé á varnalegri skýrslu um sig. „Kaldhæðnasta í þessu öllu er að manneskjan sem um ræðir er uppskrift að heilli og góðri manneskju. Mjög furðulegt allt saman. Ef fólk almennt er látið ganga í gegnum þetta skilur maður að fjöldinn sé ekki hár sem kemst í gegnum þetta; þú þarft að hafa stöðuga lögfræðiaðstoð.“ Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Sjá meira
Verharð Þorleifsson fasteignasali, sem meðal annars er þekktur sem skemmtikrafturinn Venni Páer og fyrrum júdókappi, komst að því fyrir tilviljun að nafn hans er skráð í skýrslur vegna mansalsmála. Hann heldur að það hljóti að vera vegna þess að hann hefur verið að aðstoða vinkonu sína frá Erítreu við að öðlast ríkisborgararétt. „Við sem höfum reynt að aðstoða hana höfum einnig fengið að finna nasaþefinn af því mótlæti sem hún hefur þurft að takast á við. Ég fékk til dæmis að vita það óvart, að ég sætti lögreglurannsókn vegna mansals, þegar ég var að endurnýja skotvopnaleyfi mitt hjá Sýslumanni. Ég endurtek, vegna mansals!“ segir Vernharð hneykslaður. Hann segist aldrei hafa verið upplýstur um þessa rannsókn né heyrt um hana fyrr né síðar. „Aldrei boðaður í skýrslutöku né sent bréf þess efnis að ég liggi undir grun um eitthvað slíkt. Ég fékk bara óvart að vita að ég hafi verið rannsakaður og lá undir grun því hún hafði nefnt mig og konuna mína sem vini sína. Það er skrítin tilfinning. Reyndar alveg absúrd,“ segir Vernharð.„Það er bara þetta mansalsmál“ Það eru um tvö ár síðan Vernharð komst að þessu en leysir frá skjóðunni nú í tilefni þess að vinkona hennar er loks komin með ríkisborgararétt eftir langa og stranga baráttu sem Vernharð segir varla hægt að leggja á nokkurn mann. Nema, hann var hjá Sýslumanni í mesta sakleysi að endurnýja skotveiðileyfi sitt. Allt í einu kom hik á þann sem afgreiðir Vernharð. „Og hann segir að það sé þarna mál á mig. Menn þurfa að vera með hreint sakavottorð til að fá byssuleyfi. Sem ég hélt að væri, algerlega, enda alinn upp af ömmu minni, en það kemur skrítinn svipur á hann og hann segir: „Það er bara þetta mansalsmál.“ Vernharð segist ekki hafa vitað hvaðan á sig stóð veðrið. „Ég stóð og gapti. Af hverju veit ég ekki af þessu? Um hvað snýst þetta?“Umsækjendur um ríkisborgararétt sem glæpamenn Vernharð segir það eina sem til greina komin tengist vinkonu sinni. „Það í rauninni, eina sem kom til greina var þetta sem var í kringum hana, og þessa umsókn hennar; þetta fólk er sent í skýrslutökur og yfirheyrslur og það meðhöndlað sem glæpamenn finnst manni, þeim okkur sem stöndum við hlið þeirra eða erum hinum megin borðsins. Vinir meintra glæpamanna eru glæpamenn líka. Vernharð hefur ekkert grennslast fyrir um þetta frekar en gerir ráð fyrir því að þetta sé á varnalegri skýrslu um sig. „Kaldhæðnasta í þessu öllu er að manneskjan sem um ræðir er uppskrift að heilli og góðri manneskju. Mjög furðulegt allt saman. Ef fólk almennt er látið ganga í gegnum þetta skilur maður að fjöldinn sé ekki hár sem kemst í gegnum þetta; þú þarft að hafa stöðuga lögfræðiaðstoð.“
Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Sjá meira