Fjórum sinnum fimm konur í dansleiðangri Friðrika Benónýsdóttir skrifar 8. mars 2014 12:00 Eydís Rós Vilmundardóttir dansar í verki Steinunnar Ketilsdóttur við óbóverkið Round eftir Þuríði Jónsdóttur. Eydís Franzdóttir leikur á óbóið. Mynd: Hulda Sif Ég vil eiginlega kalla þetta dansleiðangur,“ segir Elín Gunnlaugsdóttir tónskáld, forsvarskona Kvennasólós, sem verður í Norræna húsinu á morgun. „Þetta er allt lifandi flutningur sem er dálítið óvanalegt í dansi. Annað sem er óvanalegt er að það eru konur í öllum störfum í sýningunni, nema hvað ljósamaðurinn er karlmaður. Ég leitaði og leitaði en fann enga konu sem er ljósamaður á lausu.“ Spurð hvernig þessi hugmynd hafi komið til segir Elín að þær Eydís Franzdóttir hafi fyrir fimm árum staðið fyrir tónleikunum Konur og kammermúsík sem hafi tekist mjög vel og þær hafi langað að þróa hugmyndina áfram. „Ég hafði samband við Láru Stefánsdóttur, sem ég hafði líka unnið með áður, og hún benti mér á að hafa samband við dansbraut Listaháskólans. Þau tóku mér vel og Sveinbjörg Þórhallsdóttir, yfirmaður dansbrautarinnar, hefur síðan unnið þetta með mér enda eru allir dansararnir af dansbraut Listaháskólans.“ Kvennasóló er sem sagt danssýning þar sem tuttugu konur úr tónlistar- og dansgeiranum leiða saman hesta sína. Um er að ræða fimm danshöfunda, fimm dansara, fimm tónskáld og fimm hljóðfæraleikara og fer sýningin fram undir merki 15:15 tónleikasyrpunnar í Norræna húsinu. Verkin sem flutt verða eru einleiksverk og verður frumsýndur sólódans við hvert þeirra. Sýningin hefst í sal hússins og síðan verða áhorfendur leiddir frá einu verki til annars í gegnum húsið, en ferðalagið endar svo á upphafsstaðnum. Sýningin er haldin í tilefni af 8. mars, alþjóðlegum baráttudegi kvenna, og er markmiðið með henni að fagna tjáningarfrelsinu og því sem áunnist hefur í baráttu kvenna fyrir jafnrétti. Tónleikarnir hefjast eins og áður segir klukkan 15.15 á morgun og fara fram í Norræna húsinu. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Ég vil eiginlega kalla þetta dansleiðangur,“ segir Elín Gunnlaugsdóttir tónskáld, forsvarskona Kvennasólós, sem verður í Norræna húsinu á morgun. „Þetta er allt lifandi flutningur sem er dálítið óvanalegt í dansi. Annað sem er óvanalegt er að það eru konur í öllum störfum í sýningunni, nema hvað ljósamaðurinn er karlmaður. Ég leitaði og leitaði en fann enga konu sem er ljósamaður á lausu.“ Spurð hvernig þessi hugmynd hafi komið til segir Elín að þær Eydís Franzdóttir hafi fyrir fimm árum staðið fyrir tónleikunum Konur og kammermúsík sem hafi tekist mjög vel og þær hafi langað að þróa hugmyndina áfram. „Ég hafði samband við Láru Stefánsdóttur, sem ég hafði líka unnið með áður, og hún benti mér á að hafa samband við dansbraut Listaháskólans. Þau tóku mér vel og Sveinbjörg Þórhallsdóttir, yfirmaður dansbrautarinnar, hefur síðan unnið þetta með mér enda eru allir dansararnir af dansbraut Listaháskólans.“ Kvennasóló er sem sagt danssýning þar sem tuttugu konur úr tónlistar- og dansgeiranum leiða saman hesta sína. Um er að ræða fimm danshöfunda, fimm dansara, fimm tónskáld og fimm hljóðfæraleikara og fer sýningin fram undir merki 15:15 tónleikasyrpunnar í Norræna húsinu. Verkin sem flutt verða eru einleiksverk og verður frumsýndur sólódans við hvert þeirra. Sýningin hefst í sal hússins og síðan verða áhorfendur leiddir frá einu verki til annars í gegnum húsið, en ferðalagið endar svo á upphafsstaðnum. Sýningin er haldin í tilefni af 8. mars, alþjóðlegum baráttudegi kvenna, og er markmiðið með henni að fagna tjáningarfrelsinu og því sem áunnist hefur í baráttu kvenna fyrir jafnrétti. Tónleikarnir hefjast eins og áður segir klukkan 15.15 á morgun og fara fram í Norræna húsinu.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira