Draumur að hitta Slash Freyr Bjarnason skrifar 9. desember 2014 00:01 Davíð Máni Jóhannesson ásamt goðinu sínu Slash eftir tónleikana í Laugardalshöll. Slash heldur á Guns N´Roses merkinu. Mynd/Jóhannes Bjarki Þrettán ára einhverfur strákur frá Akureyri, Davíð Máni Jóhannesson, fékk draum sinn uppfylltan á laugardaginn þegar hann fékk að hitta Slash, fyrrverandi gítarleikara Guns N'Roses, eftir tónleika hans í Laugardalshöllinni. „Slash var bara frábær, alveg sallarólegur og rosalega almennilegur,“ segir pabbi Davíðs Mána, Jóhannes Bjarki Sigurðsson, sem var með í för. „Strákurinn fraus aðeins. Þótt hann sé sleipur í enskunni þá var hann pínu feiminn.“ Salóme Sigurðardóttir stóð á bak við fundinn með gítarhetjunni en Davíð Máni er systursonur mannsins hennar. Hún sendi tónleikahaldaranum Guðbjarti Finnbjörnssyni hjartnæm skilaboð á Facebook. Þar kom fram að Davíð Máni væri einhverfur og hefði gengið í gegnum ýmislegt, þar á meðal einelti. Á meðan á því stóð hélt vinur hans, Blængur Mikael Bogason, yfir honum verndarhendi en fyrir tveimur árum dó hann í bílslysi. Þessi saga snerti Slash sem ákvað í kjölfarið að hitta strákinn eftir tónleikana.Slash gaf sér góðan tíma með Davíð mána og áritaði skissubókina hans.„Þeir vissu ekkert af því að ég hafði gert þetta. Svo hringdi ég í pabba hans á laugardeginum og hann var í skýjunum líka að fá að fara með stráknum,“ segir Salóme. Jóhannes Bjarki bætir við: „Við ætluðum bara að sjá Slash, sem er gamalt átrúnaðargoð hjá stráknum. Hann er búinn að hlusta á Guns N'Roses frá því hann var tveggja ára. Þetta er eitthvað sem hann fékk frá kallinum. Að fara á tónleikana var gamall draumur fyrir strákinn sem við gátum ekki sleppt. Hitt var skemmtilegur bónus,“ segir hann en feðgarnir fengu að vita af fundinum nokkrum klukkutímum fyrir tónleikana. „Hann hoppaði hæð sína í fullum herklæðum þegar hann fékk fréttirnar,“ segir hann um Davíð Mána.Slash áritaði gamla Guns N’Roses plötu fyrir pabba.Strákurinn mætti einmitt með skissubók á tónleikana þar sem hann hafði teiknað mynd af Slash, án þess að vita af fundinum síðar um daginn. „Hann sagðist ætla að sýna Slash þetta ef hann myndi hitta hann. Við hlógum að því og sögðum að það væri örugglega ekki hægt.“ Þegar á hólminn var komið fékk Davíð Máni áritun frá gítargoðinu í bókina og gaf kempunni einnig Guns N'Roses-merki sem hann hafði búið til sjálfur. Pabbinn fékk líka eitthvað fyrir sinn snúð því Slash áritaði Guns N'Roses-vínylplötu hans, Use Your Illusion II, með bros á vör. Þess má geta að Slash gaf sér tíma til að hitta fleiri íslenska aðdáendur á laugardaginn því klukkutíma fyrir tónleikana hitti hann sautján ára pilt í hjólastól sem er mikill aðdáandi Guns N'Roses og spjallaði við hann.Skelltu sér á Bæjarins bestu Seinnipartinn á sunnudaginn áður en Slash og félagar flugu heim á leið var ákveðið að koma við á Bæjarins bestu í miðbæ Reykjavíkur og skellti gítarleikarinn sér í biðröðina til að geta fengið sér eina með öllu. Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Sjá meira
Þrettán ára einhverfur strákur frá Akureyri, Davíð Máni Jóhannesson, fékk draum sinn uppfylltan á laugardaginn þegar hann fékk að hitta Slash, fyrrverandi gítarleikara Guns N'Roses, eftir tónleika hans í Laugardalshöllinni. „Slash var bara frábær, alveg sallarólegur og rosalega almennilegur,“ segir pabbi Davíðs Mána, Jóhannes Bjarki Sigurðsson, sem var með í för. „Strákurinn fraus aðeins. Þótt hann sé sleipur í enskunni þá var hann pínu feiminn.“ Salóme Sigurðardóttir stóð á bak við fundinn með gítarhetjunni en Davíð Máni er systursonur mannsins hennar. Hún sendi tónleikahaldaranum Guðbjarti Finnbjörnssyni hjartnæm skilaboð á Facebook. Þar kom fram að Davíð Máni væri einhverfur og hefði gengið í gegnum ýmislegt, þar á meðal einelti. Á meðan á því stóð hélt vinur hans, Blængur Mikael Bogason, yfir honum verndarhendi en fyrir tveimur árum dó hann í bílslysi. Þessi saga snerti Slash sem ákvað í kjölfarið að hitta strákinn eftir tónleikana.Slash gaf sér góðan tíma með Davíð mána og áritaði skissubókina hans.„Þeir vissu ekkert af því að ég hafði gert þetta. Svo hringdi ég í pabba hans á laugardeginum og hann var í skýjunum líka að fá að fara með stráknum,“ segir Salóme. Jóhannes Bjarki bætir við: „Við ætluðum bara að sjá Slash, sem er gamalt átrúnaðargoð hjá stráknum. Hann er búinn að hlusta á Guns N'Roses frá því hann var tveggja ára. Þetta er eitthvað sem hann fékk frá kallinum. Að fara á tónleikana var gamall draumur fyrir strákinn sem við gátum ekki sleppt. Hitt var skemmtilegur bónus,“ segir hann en feðgarnir fengu að vita af fundinum nokkrum klukkutímum fyrir tónleikana. „Hann hoppaði hæð sína í fullum herklæðum þegar hann fékk fréttirnar,“ segir hann um Davíð Mána.Slash áritaði gamla Guns N’Roses plötu fyrir pabba.Strákurinn mætti einmitt með skissubók á tónleikana þar sem hann hafði teiknað mynd af Slash, án þess að vita af fundinum síðar um daginn. „Hann sagðist ætla að sýna Slash þetta ef hann myndi hitta hann. Við hlógum að því og sögðum að það væri örugglega ekki hægt.“ Þegar á hólminn var komið fékk Davíð Máni áritun frá gítargoðinu í bókina og gaf kempunni einnig Guns N'Roses-merki sem hann hafði búið til sjálfur. Pabbinn fékk líka eitthvað fyrir sinn snúð því Slash áritaði Guns N'Roses-vínylplötu hans, Use Your Illusion II, með bros á vör. Þess má geta að Slash gaf sér tíma til að hitta fleiri íslenska aðdáendur á laugardaginn því klukkutíma fyrir tónleikana hitti hann sautján ára pilt í hjólastól sem er mikill aðdáandi Guns N'Roses og spjallaði við hann.Skelltu sér á Bæjarins bestu Seinnipartinn á sunnudaginn áður en Slash og félagar flugu heim á leið var ákveðið að koma við á Bæjarins bestu í miðbæ Reykjavíkur og skellti gítarleikarinn sér í biðröðina til að geta fengið sér eina með öllu.
Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Sjá meira