Mjólkureftirlitsmaður brýtur trúnað við Sigga og Odd Andra Jakob Bjarnar skrifar 9. desember 2014 11:39 Kristjáni Gunnarssyni fyrrverandi mjólkureftirlitsmanni kemur ekki á óvart þó Siggi og Oddur Andri eru hornreka í Hörgárdal. Deilurnar í Hörgárdal hafa tekið óvænta stefnu. Svo virðist sem MS hafi brotið trúnað á þeim Sigurði Hrafni Sigurðssyni og Oddi Andra Thomassyni Ahrens, eða Sigga og Oddi Andra, með því að gera opinberar kvartanir þeirra og ábendingar. Vísir hefur greint frá harkalegum deilum þeirra við nágranna sína í Hörgárdal, þau Bernharð Arnarson og Þórdísi Þórisdóttur bændur að Auðbrekku 1, en bændurnir hafa ekki viljað tjá sig um málið, að ráði lögmanns síns. Það gerir hins vegar Kristján Gunnarsson, fyrrverandi mjólkureftirlitsmaður hjá MS, en hann upplýsti á dögunum, í bréfi til Vísis, að honum komi ekki á óvart að parið Siggi og Oddur Andri séu hornreka í Hörgárdal. Þannig sé nú mál með vexti og þeir hafi verið í því að dreifa gróusögum um Auðbrekkubændur og saka um sóðaskap, illa umgengni og annað slæmt. Vilja afsökunarbeiðni frá MS Þetta veit Kristján því fyrir um tveimur árum barst mjólkurbússtjóra MS á Akureyri bréf frá þeim þar sem þeir vöktu athygli á þessu. Skemmst er frá því að segja að þetta kom honum sem eftirlitsmanni á óvart, hann var sendur á staðinn til skyndiskoðunar til að sannreyna „mætti mjög alvarlegan áburð þeirra Sigurðar og Andra. Það er skemmst frá að segja að áburður þessi reyndist með öllu tilhæfulaus og engar sögur gengu í sveitinni um sóðaskap mjólkurbænda í Auðbrekku,“ segir Kristján: „Þetta voru sannkallaðar Gróusögur sprottnar af einkennilegum hvötum.“ Í samtali við Vísi segir Oddur Andri klárt að þarna sé verið að brjóta trúnað við þá. Hvernig getur almenningur treyst því að ábendingar sem þessar verði ekki gerðar heyrinkunnar; að þær séu meðhöndlaðar þannig að eftirlitsmaðurinn segir viðkomandi hver hafi bent á hugsanleg brot? Oddur Andri gerir fastlega ráð fyrir því að þeir Siggi muni fara fram á formlega afsökunarbeiðni frá MS. Lögmaður þeirra er nú að skoða málið. „Við getum ekki látið þá komast upp með þetta,“ segir Oddur Andri. Og hann telur þetta benda til þess að þarna sé um býsna samansúrraða klíku að ræða sem lítur svo á að hún sé með öllu ósnertanleg. Einar Sigurðsson hjá MS. Hann segir almennu vinnureglu fyrirtækisins þá að upplýsa ekki um hvaðan ábendingar koma. MS upplýsir ekki hvaðan ábendingar berast Einar Sigurðsson forstjóri MS þekkir ekki þetta tiltekna mál og teystir sér ekki til að tjá sig um það sem slíkt: „En, við rekum okkar eigið gæðaeftirlit, sem kemur til viðbótar opinberu eftirliti matvælastofnunar. Það getur verið að eigin frumkvæði bænda, og það er langalgengast en öll mjólk er gæðamæld og ef eitthvað ber út af er það strax skoðað. Svo geta komið fram ábendingar ýmist héðan innanhúss eða frá öðrum aðilum. Þá er því alltaf fylgt eftir og þá er framleiðendum aldrei gerð grein fyrir því hvernig það ber að. En við fylgjum öllu eftir. Almenna vinnureglan er þessi,“ segir Einar. Ekki verður betur séð en Kristján hafi brotið þessa reglu MS, en þá er til þess að líta að hann er fyrrverandi starfsmaður. Nágrannadeilur Hörgársveit Tengdar fréttir Bernharð bóndi tjáir sig ekki Átökin í Hörgárdal verða ekki rekin í fjölmiðlum, segir lögmaður. 5. desember 2014 12:31 Athugasemd vegna áburðar um ofsóknir Þetta voru sannkallaðar Gróusögur sprottnar af einkennilegum hvötum. 6. desember 2014 18:10 Harkalegar nágrannaerjur í Hörgárdal Draumur Sigga og Odds Andra um friðsælt líf í sveitinni breyttist í martröð þegar bóndinn á næsta bæ hóf, að þeirra sögn, að ofsækja þá. 4. desember 2014 12:45 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira
Deilurnar í Hörgárdal hafa tekið óvænta stefnu. Svo virðist sem MS hafi brotið trúnað á þeim Sigurði Hrafni Sigurðssyni og Oddi Andra Thomassyni Ahrens, eða Sigga og Oddi Andra, með því að gera opinberar kvartanir þeirra og ábendingar. Vísir hefur greint frá harkalegum deilum þeirra við nágranna sína í Hörgárdal, þau Bernharð Arnarson og Þórdísi Þórisdóttur bændur að Auðbrekku 1, en bændurnir hafa ekki viljað tjá sig um málið, að ráði lögmanns síns. Það gerir hins vegar Kristján Gunnarsson, fyrrverandi mjólkureftirlitsmaður hjá MS, en hann upplýsti á dögunum, í bréfi til Vísis, að honum komi ekki á óvart að parið Siggi og Oddur Andri séu hornreka í Hörgárdal. Þannig sé nú mál með vexti og þeir hafi verið í því að dreifa gróusögum um Auðbrekkubændur og saka um sóðaskap, illa umgengni og annað slæmt. Vilja afsökunarbeiðni frá MS Þetta veit Kristján því fyrir um tveimur árum barst mjólkurbússtjóra MS á Akureyri bréf frá þeim þar sem þeir vöktu athygli á þessu. Skemmst er frá því að segja að þetta kom honum sem eftirlitsmanni á óvart, hann var sendur á staðinn til skyndiskoðunar til að sannreyna „mætti mjög alvarlegan áburð þeirra Sigurðar og Andra. Það er skemmst frá að segja að áburður þessi reyndist með öllu tilhæfulaus og engar sögur gengu í sveitinni um sóðaskap mjólkurbænda í Auðbrekku,“ segir Kristján: „Þetta voru sannkallaðar Gróusögur sprottnar af einkennilegum hvötum.“ Í samtali við Vísi segir Oddur Andri klárt að þarna sé verið að brjóta trúnað við þá. Hvernig getur almenningur treyst því að ábendingar sem þessar verði ekki gerðar heyrinkunnar; að þær séu meðhöndlaðar þannig að eftirlitsmaðurinn segir viðkomandi hver hafi bent á hugsanleg brot? Oddur Andri gerir fastlega ráð fyrir því að þeir Siggi muni fara fram á formlega afsökunarbeiðni frá MS. Lögmaður þeirra er nú að skoða málið. „Við getum ekki látið þá komast upp með þetta,“ segir Oddur Andri. Og hann telur þetta benda til þess að þarna sé um býsna samansúrraða klíku að ræða sem lítur svo á að hún sé með öllu ósnertanleg. Einar Sigurðsson hjá MS. Hann segir almennu vinnureglu fyrirtækisins þá að upplýsa ekki um hvaðan ábendingar koma. MS upplýsir ekki hvaðan ábendingar berast Einar Sigurðsson forstjóri MS þekkir ekki þetta tiltekna mál og teystir sér ekki til að tjá sig um það sem slíkt: „En, við rekum okkar eigið gæðaeftirlit, sem kemur til viðbótar opinberu eftirliti matvælastofnunar. Það getur verið að eigin frumkvæði bænda, og það er langalgengast en öll mjólk er gæðamæld og ef eitthvað ber út af er það strax skoðað. Svo geta komið fram ábendingar ýmist héðan innanhúss eða frá öðrum aðilum. Þá er því alltaf fylgt eftir og þá er framleiðendum aldrei gerð grein fyrir því hvernig það ber að. En við fylgjum öllu eftir. Almenna vinnureglan er þessi,“ segir Einar. Ekki verður betur séð en Kristján hafi brotið þessa reglu MS, en þá er til þess að líta að hann er fyrrverandi starfsmaður.
Nágrannadeilur Hörgársveit Tengdar fréttir Bernharð bóndi tjáir sig ekki Átökin í Hörgárdal verða ekki rekin í fjölmiðlum, segir lögmaður. 5. desember 2014 12:31 Athugasemd vegna áburðar um ofsóknir Þetta voru sannkallaðar Gróusögur sprottnar af einkennilegum hvötum. 6. desember 2014 18:10 Harkalegar nágrannaerjur í Hörgárdal Draumur Sigga og Odds Andra um friðsælt líf í sveitinni breyttist í martröð þegar bóndinn á næsta bæ hóf, að þeirra sögn, að ofsækja þá. 4. desember 2014 12:45 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira
Bernharð bóndi tjáir sig ekki Átökin í Hörgárdal verða ekki rekin í fjölmiðlum, segir lögmaður. 5. desember 2014 12:31
Athugasemd vegna áburðar um ofsóknir Þetta voru sannkallaðar Gróusögur sprottnar af einkennilegum hvötum. 6. desember 2014 18:10
Harkalegar nágrannaerjur í Hörgárdal Draumur Sigga og Odds Andra um friðsælt líf í sveitinni breyttist í martröð þegar bóndinn á næsta bæ hóf, að þeirra sögn, að ofsækja þá. 4. desember 2014 12:45