Hjördís í gæsluvarðhaldi í Horsens Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 8. febrúar 2014 08:00 Sumarið 2012 fjarlægði lögregla þrjú börn Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur í kjölfar úrskurðar dómstóla í forræðisdeilu hennar og Kims Laursen. Hjördís Svan Aðalheiðardóttir situr nú í gæsluvarðhaldi í Danmörku og hefur gert síðan á síðastliðinn miðvikudag. Þá var hún sótt hingað til lands af tveimur dönskum lögreglumönnum og flutt til Danmerkur eftir að norræn handtökuskipun var gefin út á hendur henni. Hjördís er ákærð fyrir mannrán eftir að hafa flutt dætur sínar ólöglega brott frá Danmörku til Íslands í ágúst síðastliðnum. Hjördís hefur staðið í áralangri forræðisdeilu við danskan barnsföður sinn, Kim Gram Laursen, og hefur nú í fjórgang flutt börnin ólöglega frá Danmörku. Danskir dómstólar veittu Laursen fullt forræði yfir börnunum árið 2012. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var Hjördís leidd fyrir dómara í gærmorgun í Horsens á Jótlandi en þar bjó hún ásamt barnsföður og börnum áður en til forræðisdeilunnar kom. Sömu heimildir herma að dómarinn hafi gefið í skyn að börnin verði sótt til Íslands á meðan Hjördís situr í gæsluvarðhaldi, og flutt til Danmerkur og afhent föður sínum.Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður Kim Laursen, staðfestir að Hjördís hafi fengið 30 daga farbann og því hvorugt foreldri barnanna á landinu.Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður Kims Gram Laursen, barnsföður Hjördísar, staðfesti við Fréttablaðið að Hjördís hafi fengið þrjátíu daga farbann. Þykir henni því eðlilegt að börnin verði nú þegar flutt til Danmerkur, en þau eru hér á Íslandi í umsjá móðurömmu sinnar. „Íslenskum barnaverndaryfirvöldum hlýtur að vera skylt að börnin fari til forsjárforeldris,“ segir Lára. „Þetta er glæný staða, börnin hafa ekki lögheimili á Íslandi og hvorugt foreldra statt á landinu.“ Lára vísar til 15. greinar barnaverndarlaga. Þar kemur fram að ef barn á ekki lögheimili á Íslandi eða er á landinu án forsjáraðila sinna skuli barnaverndarnefnd í umdæmi þar sem barn dvelst eða er statt fara með mál þess. Barnaverndarnefnd fer þá með umsjá barnsins og ber að gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja hagsmuni þess. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, vill ekki tjá sig um málið fyrr en erindið kemur á borð stofnunarinnar.Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, vildi lítið tjá sig um málið fyrr en erindið berist á borð stofnunarinnar. „Ég vil ekki tjá mig á þessu stigi um þessa afstöðu [lögmannsins]. Það getur verið að málið komi til barnaverndarnefndar en það er ekki sjálfgefið að það muni ganga eftir,“ segir Bragi. Hjördís Svan Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Hjördís Svan Aðalheiðardóttir situr nú í gæsluvarðhaldi í Danmörku og hefur gert síðan á síðastliðinn miðvikudag. Þá var hún sótt hingað til lands af tveimur dönskum lögreglumönnum og flutt til Danmerkur eftir að norræn handtökuskipun var gefin út á hendur henni. Hjördís er ákærð fyrir mannrán eftir að hafa flutt dætur sínar ólöglega brott frá Danmörku til Íslands í ágúst síðastliðnum. Hjördís hefur staðið í áralangri forræðisdeilu við danskan barnsföður sinn, Kim Gram Laursen, og hefur nú í fjórgang flutt börnin ólöglega frá Danmörku. Danskir dómstólar veittu Laursen fullt forræði yfir börnunum árið 2012. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var Hjördís leidd fyrir dómara í gærmorgun í Horsens á Jótlandi en þar bjó hún ásamt barnsföður og börnum áður en til forræðisdeilunnar kom. Sömu heimildir herma að dómarinn hafi gefið í skyn að börnin verði sótt til Íslands á meðan Hjördís situr í gæsluvarðhaldi, og flutt til Danmerkur og afhent föður sínum.Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður Kim Laursen, staðfestir að Hjördís hafi fengið 30 daga farbann og því hvorugt foreldri barnanna á landinu.Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður Kims Gram Laursen, barnsföður Hjördísar, staðfesti við Fréttablaðið að Hjördís hafi fengið þrjátíu daga farbann. Þykir henni því eðlilegt að börnin verði nú þegar flutt til Danmerkur, en þau eru hér á Íslandi í umsjá móðurömmu sinnar. „Íslenskum barnaverndaryfirvöldum hlýtur að vera skylt að börnin fari til forsjárforeldris,“ segir Lára. „Þetta er glæný staða, börnin hafa ekki lögheimili á Íslandi og hvorugt foreldra statt á landinu.“ Lára vísar til 15. greinar barnaverndarlaga. Þar kemur fram að ef barn á ekki lögheimili á Íslandi eða er á landinu án forsjáraðila sinna skuli barnaverndarnefnd í umdæmi þar sem barn dvelst eða er statt fara með mál þess. Barnaverndarnefnd fer þá með umsjá barnsins og ber að gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja hagsmuni þess. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, vill ekki tjá sig um málið fyrr en erindið kemur á borð stofnunarinnar.Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, vildi lítið tjá sig um málið fyrr en erindið berist á borð stofnunarinnar. „Ég vil ekki tjá mig á þessu stigi um þessa afstöðu [lögmannsins]. Það getur verið að málið komi til barnaverndarnefndar en það er ekki sjálfgefið að það muni ganga eftir,“ segir Bragi.
Hjördís Svan Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira