Óskar sér glöggra og nærgöngulla lesenda Friðrika Benónýsdóttir skrifar 6. október 2014 10:00 Davíð Stefánsson: „Satt best að segja held ég ekki að ég sé neitt færari um það en aðrir lesendur að segja þér hver meining sagnanna sé.“ Vísir/Ernir Þetta er fyrsta smásagnasafnið mitt, hingað til hef ég einungis gefið út ljóð,“ segir Davíð Stefánsson um nýja bók sína Hlýtt og satt – átján sögur af lífi og lygum, sem eins og nafnið bendir til inniheldur átján smásögur. „Ég átti lengi í erfiðleikum með að skrifa prósa sem ég var ánægður með, en eftir að ég uppgötvaði að ég var alltaf að reyna að skrifa eins og ég hélt að ætti að skrifa prósa og hætti því fór þetta að rokganga.“ Davíð segist hafa átt brot af smásögum og skáldsögu en ekki tekið sig til og farið að vinna í þeim af alvöru fyrr en árið 2011. „Sumar sögurnar í Hlýtt og satt eru gamlar sögur sem ég endurskrifaði fyrir útgáfuna en aðrar eru nýjar og komu mun auðveldlegar til mín. Ég er nokkuð viss um að glöggur og nærgöngull lesandi getur séð hvaða sögur það eru. Ég óska mér slíkra lesenda.“ Spurður hvað það sé sem hann vilji koma á framfæri í þessum sögum svarar Davíð að bragði: „Nú á ég auðvitað að segja að mitt sé að skrifa og þitt að skilja og satt best að segja held ég ekki að ég sé neitt færari um það en aðrir lesendur að segja þér hver meining sagnanna sé. Þetta eru marglaga sögur sem krefjast nokkuð gaumgæfilegs lesturs, meiningin liggur yfirleitt ekki á yfirborði þeirra. Þarna er fjallað um tilfinningar og samskipti fólks, einkum ástvina, og ef það ætti að súmmera upp eitthvert þema yrði það sennilega eitthvað á þann veg að sögurnar fjölluðu um hvað það er að vera manneskja og þurfa að hafa samskipti við aðrar manneskjur.“ Spurður hvort vænta megi fleiri prósaverka frá hans hendi segist Davíð vera kominn vel á veg með skáldsögu. „Hún er eiginlega orðin til í höfðinu á mér og ef Guð lofar þarftu að hringja aftur í mig að ári til að ræða við mig um hana.“ Menning Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Þetta er fyrsta smásagnasafnið mitt, hingað til hef ég einungis gefið út ljóð,“ segir Davíð Stefánsson um nýja bók sína Hlýtt og satt – átján sögur af lífi og lygum, sem eins og nafnið bendir til inniheldur átján smásögur. „Ég átti lengi í erfiðleikum með að skrifa prósa sem ég var ánægður með, en eftir að ég uppgötvaði að ég var alltaf að reyna að skrifa eins og ég hélt að ætti að skrifa prósa og hætti því fór þetta að rokganga.“ Davíð segist hafa átt brot af smásögum og skáldsögu en ekki tekið sig til og farið að vinna í þeim af alvöru fyrr en árið 2011. „Sumar sögurnar í Hlýtt og satt eru gamlar sögur sem ég endurskrifaði fyrir útgáfuna en aðrar eru nýjar og komu mun auðveldlegar til mín. Ég er nokkuð viss um að glöggur og nærgöngull lesandi getur séð hvaða sögur það eru. Ég óska mér slíkra lesenda.“ Spurður hvað það sé sem hann vilji koma á framfæri í þessum sögum svarar Davíð að bragði: „Nú á ég auðvitað að segja að mitt sé að skrifa og þitt að skilja og satt best að segja held ég ekki að ég sé neitt færari um það en aðrir lesendur að segja þér hver meining sagnanna sé. Þetta eru marglaga sögur sem krefjast nokkuð gaumgæfilegs lesturs, meiningin liggur yfirleitt ekki á yfirborði þeirra. Þarna er fjallað um tilfinningar og samskipti fólks, einkum ástvina, og ef það ætti að súmmera upp eitthvert þema yrði það sennilega eitthvað á þann veg að sögurnar fjölluðu um hvað það er að vera manneskja og þurfa að hafa samskipti við aðrar manneskjur.“ Spurður hvort vænta megi fleiri prósaverka frá hans hendi segist Davíð vera kominn vel á veg með skáldsögu. „Hún er eiginlega orðin til í höfðinu á mér og ef Guð lofar þarftu að hringja aftur í mig að ári til að ræða við mig um hana.“
Menning Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira