Dómari segir sérstakan saksóknara eiga mat á meðdómara við sjálfan sig Garðar Örn Úlfarsson skrifar 11. júní 2014 07:00 Ólafur Hauksson, sérstakur saksóknari, við meðferð Aurum-málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Fréttablaðið/GVA Guðjón S. Marteinsson, dómsformaður í svokölluðu Aurum-máli í Héraðsdómi Reykjavíkur, segir ekki rétt sem haldið hafi verið fram að dómurinn hafi valdið réttarspjöllum með því að upplýsa ekki um ættartengsl sérfróðs meðdómara í málinu. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, hefur sagst mundu hafa mótmælt skipan Sverris Ólafssonar sem sérfróðs meðdómara í Aurum-málinu ef hann hefði vitað að Sverrir er bróðir Ólafs Ólafssonar kaupsýslumanns, sem ákærður var af sérstökum saksóknara og dæmdur í Al-Thani málinu.Ekki við dóminn að sakast Guðjón segir að vegna margs konar misvísandi fréttaflutnings af málinu þyki honum rétt að það komi fram að hann sem dómsformaður gæti að hæfi sérfróðs meðdómsmanns. „Það var gert eins og lög áskilja. Meðdómsmaður hefur enga tilkynningaskyldu út á við. Ef málflytjendur eru ósammála dómsformanni um hæfi meðdómsmanns geta þeir gert athugasemdir. Sé það ekki gert er ekki við dóminn að sakast,“ segir Guðjón. Eftir að flestir sakborningar í Aurum-málinu voru sýknaðir af ákærum sérstaks saksóknara ræddi hann skipan Sverris Ólafssonar sem meðdómara.Ákæruvaldið á sjálft að kanna meðdómendur „Þetta lá ekki fyrir þegar málið var rekið fyrir héraði og ég hefði talið eðlilegt að þetta hefði komið fram áður en viðkomandi aðili hefði tekið sæti í dómnum,“ svaraði Ólafur Þór Hauksson í fréttum Bylgjunnar laugardaginn 8. júní, spurður hvort vakin yrði athygli á þessu atriði fyrir Hæstarétti ef málinu verður áfrýjað þangað eða að jafnvel krafist yrði ómerkingar héraðsdóms á þessum forsendum. Sem fyrr segir telur Guðjón S. Marteinsson ekki við héraðsdóm að sakast geri málflytjendur ekki athugasemdir. „Það er því ekki rétt sem haldið hefur verið fram að dómurinn, hér dómsformaður eða meðdómsmaður, hafi með athöfnum eða athafnaleysi valdið einhvers konar réttarspjöllum þannig að ákæruvaldið hafi ekki komið að andmælum. Ákæruvaldið á við sjálft sig hvernig það kannar bakgrunn sérfróðra meðdómsmanna. Hvað ákæruvaldið vissi eða vissi ekki er fyrir utan þessa umræðu,“ segir Guðjón. Aurum Holding málið Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Guðjón S. Marteinsson, dómsformaður í svokölluðu Aurum-máli í Héraðsdómi Reykjavíkur, segir ekki rétt sem haldið hafi verið fram að dómurinn hafi valdið réttarspjöllum með því að upplýsa ekki um ættartengsl sérfróðs meðdómara í málinu. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, hefur sagst mundu hafa mótmælt skipan Sverris Ólafssonar sem sérfróðs meðdómara í Aurum-málinu ef hann hefði vitað að Sverrir er bróðir Ólafs Ólafssonar kaupsýslumanns, sem ákærður var af sérstökum saksóknara og dæmdur í Al-Thani málinu.Ekki við dóminn að sakast Guðjón segir að vegna margs konar misvísandi fréttaflutnings af málinu þyki honum rétt að það komi fram að hann sem dómsformaður gæti að hæfi sérfróðs meðdómsmanns. „Það var gert eins og lög áskilja. Meðdómsmaður hefur enga tilkynningaskyldu út á við. Ef málflytjendur eru ósammála dómsformanni um hæfi meðdómsmanns geta þeir gert athugasemdir. Sé það ekki gert er ekki við dóminn að sakast,“ segir Guðjón. Eftir að flestir sakborningar í Aurum-málinu voru sýknaðir af ákærum sérstaks saksóknara ræddi hann skipan Sverris Ólafssonar sem meðdómara.Ákæruvaldið á sjálft að kanna meðdómendur „Þetta lá ekki fyrir þegar málið var rekið fyrir héraði og ég hefði talið eðlilegt að þetta hefði komið fram áður en viðkomandi aðili hefði tekið sæti í dómnum,“ svaraði Ólafur Þór Hauksson í fréttum Bylgjunnar laugardaginn 8. júní, spurður hvort vakin yrði athygli á þessu atriði fyrir Hæstarétti ef málinu verður áfrýjað þangað eða að jafnvel krafist yrði ómerkingar héraðsdóms á þessum forsendum. Sem fyrr segir telur Guðjón S. Marteinsson ekki við héraðsdóm að sakast geri málflytjendur ekki athugasemdir. „Það er því ekki rétt sem haldið hefur verið fram að dómurinn, hér dómsformaður eða meðdómsmaður, hafi með athöfnum eða athafnaleysi valdið einhvers konar réttarspjöllum þannig að ákæruvaldið hafi ekki komið að andmælum. Ákæruvaldið á við sjálft sig hvernig það kannar bakgrunn sérfróðra meðdómsmanna. Hvað ákæruvaldið vissi eða vissi ekki er fyrir utan þessa umræðu,“ segir Guðjón.
Aurum Holding málið Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels