Leikur sex tónverk um strætisvagna Friðrika Benónýsdóttir skrifar 3. maí 2014 12:00 Áshildur Haraldsdóttir býður fólki í tónleikaferðalag um Vesturbæinn í strætó. Vísir/Vilhelm Ég var um síðustu helgi að spila fjögur verk sem voru öll samin sérstaklega fyrir mig og byggð á hljóðum úr strætó og hugmyndum um strætisvagna, eftir nemendur Atla Ingólfssonar við Listaháskólann,“ segir Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari, sem býður í samstarfi við Strætó upp á hringferð um Vesturbæ Reykjavíkur í dag klukkan 16. „Fyrir algjöra tilviljun var ég síðan beðin að spila annað verk um strætó á morgun og mér fannst það svo merkilegt að eftir að hafa spilað á flautu í fjörutíu ár skyldi allt í einu koma vika þar sem ég er að spila sex lög um strætó. Þannig að mér fannst langeðlilegast að spila þetta í strætisvagni. Strætó lánar bílstjóra og vagn og þetta verður lítið tónleikaferðalag sem fólk getur annaðhvort setið allan tímann eða hoppað inn og út á mismunandi stöðum. Og það kostar ekkert inn.“ Verkin eru eftir þá Daníel Helgason, Hrafnkel Flóka Kaktus Einarsson, Þorkel Nordal og Örnólf Eldon Þórsson. Auk þeirra leikur Áshildur eigið verk, „Hugljómun í leið 1“, og „Viva Strætó“ eftir Skúla Halldórsson, fyrrverandi skrifstofustjóra Strætós sem hefði orðið hundrað ára í ár. „Skúli var líka tónskáld og formaður STEFs, var með píanó á skrifstofunni sinni hjá Strætó og greip í það þegar andinn kom yfir hann,“ útskýrir Áshildur. „Og á sunnudaginn eftir viku munum við minnast hans með minningartónleikum í Hannesarholti þar sem auk mína koma fram Ágúst Ólafsson söngvari og Eva Þyrí Hilmarsdóttir píanóleikari og við flytjum eingöngu lög eftir Skúla.“ Menning Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Terry Reid látinn Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Ég var um síðustu helgi að spila fjögur verk sem voru öll samin sérstaklega fyrir mig og byggð á hljóðum úr strætó og hugmyndum um strætisvagna, eftir nemendur Atla Ingólfssonar við Listaháskólann,“ segir Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari, sem býður í samstarfi við Strætó upp á hringferð um Vesturbæ Reykjavíkur í dag klukkan 16. „Fyrir algjöra tilviljun var ég síðan beðin að spila annað verk um strætó á morgun og mér fannst það svo merkilegt að eftir að hafa spilað á flautu í fjörutíu ár skyldi allt í einu koma vika þar sem ég er að spila sex lög um strætó. Þannig að mér fannst langeðlilegast að spila þetta í strætisvagni. Strætó lánar bílstjóra og vagn og þetta verður lítið tónleikaferðalag sem fólk getur annaðhvort setið allan tímann eða hoppað inn og út á mismunandi stöðum. Og það kostar ekkert inn.“ Verkin eru eftir þá Daníel Helgason, Hrafnkel Flóka Kaktus Einarsson, Þorkel Nordal og Örnólf Eldon Þórsson. Auk þeirra leikur Áshildur eigið verk, „Hugljómun í leið 1“, og „Viva Strætó“ eftir Skúla Halldórsson, fyrrverandi skrifstofustjóra Strætós sem hefði orðið hundrað ára í ár. „Skúli var líka tónskáld og formaður STEFs, var með píanó á skrifstofunni sinni hjá Strætó og greip í það þegar andinn kom yfir hann,“ útskýrir Áshildur. „Og á sunnudaginn eftir viku munum við minnast hans með minningartónleikum í Hannesarholti þar sem auk mína koma fram Ágúst Ólafsson söngvari og Eva Þyrí Hilmarsdóttir píanóleikari og við flytjum eingöngu lög eftir Skúla.“
Menning Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Terry Reid látinn Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira