Álftir og gæsir gleypa í sig uppskeruna Jakob Bjarnar skrifar 14. október 2014 12:49 Álft yfir akri og Jón Páll Lorange. Fuglinn veldur gríðarlegu tjóni á kornökrum víða um land. Nýtt stafrænt matskerfi bænda á tjóni á kornökrum af völdum gæsa og álfta leiðir í ljós að fuglarnir valda miklu tjóni og sumstaðar altjóni. Allir þessir fuglastofnar eru í örum vexti og verða upplýsingarnar notaðar til að móta aðgerðir til að sporna við vandanum. Bændasamtökin í samstarfi við Umhverfisstofnun vinna að þessu og hafa nú þegar borist 110 tjónaskýrslur, að sögn Jóns Baldurs Lorange, verkefnisstjóra hjá Bændasamtökunum. „Við erum farin að sjá að þarna er greinilega um verulegt tjón að ræða hjá mörgum bændum. Það fer að vísu eftir svæðum á landinu. En, miðað við þessa skráningu sem er að koma inn er allt frá því að vera minniháttar tjón vegna bælingar og áts gæsa og álfta, yfir í að vera verulegt og jafnvel algjört tjón. Hundrað prósent. Þær gersamlega taka alla uppskeruna.“Hvernig farið þið að því að meta þetta svona nákvæmlega? „Bændur senda inn rafrænar tjónaskýrslur. Sem við settum upp í samvinnu við umhverfisstofnun og umhverfisráðuneytið. Þar eru gefnar upp nákvæmar upplýsingar um spildur, bændur verða að skrá inn tún sín, og við erum með það rafrænt miðlægt skráðar inn í kerfi sem heitir Jörð. Þar eru stafræn túnkort merkt við og þar kemur til dæmis fram hvaða ræktun er á túnunum og stærð á spildum og svo framvegis. Við erum líka að sjá hversu margir hektarar þetta eru þannig að það er hægt að meta tjónið. Svo skrá bændur inn tímabilið; hve mikið tjón er, hvort þetta er bæling eða át, hvaða fuglar þetta eru; álftir, grágæs, heiðargæs og svo framvegis og svo hvaða forvarnir bændur hafa reynt að nota,“ segir Jón Baldur. Í ráði er að halda þessu áfram á næsta ári til að móta aðferðir til forvarna og hugsanlegra skaðabóta í framtíðinni. Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Fleiri fréttir Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Sjá meira
Nýtt stafrænt matskerfi bænda á tjóni á kornökrum af völdum gæsa og álfta leiðir í ljós að fuglarnir valda miklu tjóni og sumstaðar altjóni. Allir þessir fuglastofnar eru í örum vexti og verða upplýsingarnar notaðar til að móta aðgerðir til að sporna við vandanum. Bændasamtökin í samstarfi við Umhverfisstofnun vinna að þessu og hafa nú þegar borist 110 tjónaskýrslur, að sögn Jóns Baldurs Lorange, verkefnisstjóra hjá Bændasamtökunum. „Við erum farin að sjá að þarna er greinilega um verulegt tjón að ræða hjá mörgum bændum. Það fer að vísu eftir svæðum á landinu. En, miðað við þessa skráningu sem er að koma inn er allt frá því að vera minniháttar tjón vegna bælingar og áts gæsa og álfta, yfir í að vera verulegt og jafnvel algjört tjón. Hundrað prósent. Þær gersamlega taka alla uppskeruna.“Hvernig farið þið að því að meta þetta svona nákvæmlega? „Bændur senda inn rafrænar tjónaskýrslur. Sem við settum upp í samvinnu við umhverfisstofnun og umhverfisráðuneytið. Þar eru gefnar upp nákvæmar upplýsingar um spildur, bændur verða að skrá inn tún sín, og við erum með það rafrænt miðlægt skráðar inn í kerfi sem heitir Jörð. Þar eru stafræn túnkort merkt við og þar kemur til dæmis fram hvaða ræktun er á túnunum og stærð á spildum og svo framvegis. Við erum líka að sjá hversu margir hektarar þetta eru þannig að það er hægt að meta tjónið. Svo skrá bændur inn tímabilið; hve mikið tjón er, hvort þetta er bæling eða át, hvaða fuglar þetta eru; álftir, grágæs, heiðargæs og svo framvegis og svo hvaða forvarnir bændur hafa reynt að nota,“ segir Jón Baldur. Í ráði er að halda þessu áfram á næsta ári til að móta aðferðir til forvarna og hugsanlegra skaðabóta í framtíðinni.
Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Fleiri fréttir Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Sjá meira