Hlógu að nöktum syni sínum í kuldakasti og sjálfheldu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. september 2014 10:43 Drengurinn í sjálfheldu í Flosagjá í gær. Mynd/Einar Ásgeir Sæmundsson „Maður hefur séð ýmsar uppákomur hér á Þingvöllum en þessi var snúin því strákurinn var í sjokki,“ segir Einar Ásgeir Sæmundsson, fræðslufulltrúi Þjóðgarðsins á Þingvöllum. Einar var á ferli við Flosagjá í gær þegar hann heyrði hljóð eins og eitthvað hefði dottið út í gjána. Kom hann að gjánni þar sem bandarísk fjölskylda hafði hvatt yngsta fjölskyldumeðliminn til þess að stökkva nakinn út í. „Þegar ég kom þarna að var greinilegt að foreldrarnir áttuðu sig ekki á því hve kalt vatnið væri og aðstæður alvarlegar,“ segir Einar Ásgeir í samtali við Vísi. Hann telur að gjáin sé um sex til sjö metra há og mjög djúp. „Hann fékk strax algert kuldasjokk og synti beint að klettavegnum og prílaði úr vatninu og var í sjokki og sjálfheldu á lítilli syllu,“ segir Einar Ásgeir. Fjölskyldan hafi verið í hláturskasti og hvatt son sinn áfram. „Hann var hálfsnöktandi en hafði það að lokum af að príla upp á sylluna fyrir ofan. Það gerðist eftir að ég hraunaði yfir foreldrana um hvern fjandann þau væru að hugsa og hve vatnið væri kalt,“ skrifaði Einar Ásgeir í færslu sem hann deildi á Facebook. Drengurinn hafi ekki getað hugsað sér að synda tíu metra inn í gjáarendann, þar sem auðveldara hefði verið að komast upp, því vatnið hafi verið það kalt. Hann hafi því reynt að klifra upp úr gjánni. „Þetta hefði getað farið mjög illa. Hann var næstum dottinn aftur á bak ofan í gjána,“ segir Einar Ásgeir. Hann hafi haft samband við lögreglu en drengurinn hafi komist upp með aðstoð bróður síns. „Eftir á tók ég alveg hárblásarann á fjölskylduna og leyfði þeim að heyra hvað mér þætti þetta heimskulegt og þau væru öll kandidatar til Darwins-verðlauna 2014. Óskaði þeim svo góðrar ferðar og bað þau að reyna ekki að grilla sykurpúða í eldgosinu.“ Einar Ásgeir segist vera öllu vanur á Þingvöllum en þarna hafi aðstæður verið alvarlegar og hætta á ferðum. „Þegar maður er með svona mikið af ferðamönnum er ekki hægt að búast við því að hegðun allra sé samkvæmt norminu. Við upplifum það hér. En þetta fór vel.“ Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira
„Maður hefur séð ýmsar uppákomur hér á Þingvöllum en þessi var snúin því strákurinn var í sjokki,“ segir Einar Ásgeir Sæmundsson, fræðslufulltrúi Þjóðgarðsins á Þingvöllum. Einar var á ferli við Flosagjá í gær þegar hann heyrði hljóð eins og eitthvað hefði dottið út í gjána. Kom hann að gjánni þar sem bandarísk fjölskylda hafði hvatt yngsta fjölskyldumeðliminn til þess að stökkva nakinn út í. „Þegar ég kom þarna að var greinilegt að foreldrarnir áttuðu sig ekki á því hve kalt vatnið væri og aðstæður alvarlegar,“ segir Einar Ásgeir í samtali við Vísi. Hann telur að gjáin sé um sex til sjö metra há og mjög djúp. „Hann fékk strax algert kuldasjokk og synti beint að klettavegnum og prílaði úr vatninu og var í sjokki og sjálfheldu á lítilli syllu,“ segir Einar Ásgeir. Fjölskyldan hafi verið í hláturskasti og hvatt son sinn áfram. „Hann var hálfsnöktandi en hafði það að lokum af að príla upp á sylluna fyrir ofan. Það gerðist eftir að ég hraunaði yfir foreldrana um hvern fjandann þau væru að hugsa og hve vatnið væri kalt,“ skrifaði Einar Ásgeir í færslu sem hann deildi á Facebook. Drengurinn hafi ekki getað hugsað sér að synda tíu metra inn í gjáarendann, þar sem auðveldara hefði verið að komast upp, því vatnið hafi verið það kalt. Hann hafi því reynt að klifra upp úr gjánni. „Þetta hefði getað farið mjög illa. Hann var næstum dottinn aftur á bak ofan í gjána,“ segir Einar Ásgeir. Hann hafi haft samband við lögreglu en drengurinn hafi komist upp með aðstoð bróður síns. „Eftir á tók ég alveg hárblásarann á fjölskylduna og leyfði þeim að heyra hvað mér þætti þetta heimskulegt og þau væru öll kandidatar til Darwins-verðlauna 2014. Óskaði þeim svo góðrar ferðar og bað þau að reyna ekki að grilla sykurpúða í eldgosinu.“ Einar Ásgeir segist vera öllu vanur á Þingvöllum en þarna hafi aðstæður verið alvarlegar og hætta á ferðum. „Þegar maður er með svona mikið af ferðamönnum er ekki hægt að búast við því að hegðun allra sé samkvæmt norminu. Við upplifum það hér. En þetta fór vel.“
Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira