Fletcher, sem er 57 ára gamall Ástrali, hefur leikið Karl Kennedy frá árinu 1994 þegar hann fór í áheyrnarprufu fyrir hlutverkið. Leikarar hafa komið og farið síðan en Fletcher hefur staðið vaktina sleitulaust í tuttugu ár. Hann er eiginmaður Susan og býr eðli málsins samkvæmt við Ramsay-götuna frægu.
Fletcher hafði reyndar komið við sögu í sjónvarpsþáttunum vinsælu árið 1987 í hlutverki hnefaleikakappans Greg Cooper.
Waiting Room hefur starfað í tíu ár en Fletcher er söngvari rokksveitarinnar. Hljómsveitin flytur bæði eigin lög og spilar sömuleiðis þekkta slagara. Hljómsveitin mun koma fram á tónleikum á Spot í janúar 2015.