Banaslys á Akranesi: BMW-jeppinn á mun meiri hraða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. október 2014 12:58 Frá slysstað í apríl í fyrra. Mynd/Rannsóknarnefnd samgönguslysa Ökumaður BMW-jeppa sem ók yfir á rangan vegarhelming í veg fyrir Yaris-fólksbifreið aðfaranótt laugardagsins 6. apríl í fyrra var ofurölvi. Afleiðingarnar voru þær að ökumaður fólksbifreiðarinnar, sautján ára gömul stúlka, lést. Auk þess var jeppanum ekið á 94-101 km/klst hraða þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um slysið, sem birt var á vef nefndarinnar í dag, kemur fram að áfengismagn í blóði ökumanns jeppans hafi verið 2,7 prómill. „Einstaklingur undir svo miklum áfengisáhrifum er rænulítill og hefur skerta stjórn á hreyfingum auk annarra þátta sem skerða ökuhæfni. Líkur á að missa meðvitund sökum ölvunar eru talsverðar í þessu ástandi.“ Ökumaður jeppans, kona á fimmtugsaldri, var dæmd í tólf mánaða fangelsi í Héraðsdómi Vesturlands í desember síðastliðnum. Játaði konan brot sitt afdráttarlaust. Í dómnum sagði að konan hefði sýnt af sér stórfellt og vítavert gáleysi með akstri sínum og valdið dauða og verulega eignatjóni. Mikill stærðar- og þyngdarmunur var á bílunum tveimur. BMW-jeppinn var 2020 kg að þyngd en Yaris-bíllinn 935 kg. Þá er jeppinn mun hærri en Yaris-inn. „Sökum þessara tveggja þátta varð höggið þyngra og óhagstæðara fyrir minni bifreiðina og mikil aflögun varð inni í ökumannsrými hennar,“ segir í skýrslunni. Þá benda hraðaútreikningar til þess að Yarisinn hafi verið á 70-80 km/klst hraða en BMW-jeppinn á 94-101 km/klst hraða þegar slysið átti sér stað. Báðir ökumenn voru spenntir í öryggisbelti og loftpúðar í stýrinu blésu út.Skýrsluna í heild sinni má lesa hér. Tengdar fréttir Faðir Lovísu ósáttur: "Bílar eru bara tveggja tonna drápstæki ef ökumaðurinn er ölvaður“ Segir málatilbúnaðinn í héraðsdómi til háborinnar skammar. 12. desember 2013 13:59 12 mánaða fangelsi fyrir manndráp af gáleysi Héraðsdómur Vesturlands dæmdi í dag konu í tólf mánaða fangelsi, þar af níu skilorðsbundna, fyrir manndráp af gáleysi. Konan ók bíl undir áhrifum áfengis á Akrafjallsvegi í byrjun apríl síðastliðinn. Bíllinn lenti í árekstri við bíl sem kom úr gagnstæðri átt með þeim afleiðingum að stúlka lést. 17. desember 2013 18:28 Nafn stúlkunnar sem lést Stúlkan sem lést í bílslysi á Akrafjallsvegi norðan við Hvalfjarðargöngin í fyrrinótt hét Lovísa Hrund Svavarsdóttir. Hún var sautján ára gömul. 7. apríl 2013 14:59 Farið fram á 12 til 18 mánaða óskilorðsbundið fangelsi Í dag var þingfesting í Héraðsdómi Vesturlands í máli gegn konu sem ók ölvuð á bifreið þar sem 17 ára stúlka var ökumaður, með þeim afleiðingum að stúlkan lést. 11. desember 2013 19:22 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Fleiri fréttir Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Sjá meira
Ökumaður BMW-jeppa sem ók yfir á rangan vegarhelming í veg fyrir Yaris-fólksbifreið aðfaranótt laugardagsins 6. apríl í fyrra var ofurölvi. Afleiðingarnar voru þær að ökumaður fólksbifreiðarinnar, sautján ára gömul stúlka, lést. Auk þess var jeppanum ekið á 94-101 km/klst hraða þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um slysið, sem birt var á vef nefndarinnar í dag, kemur fram að áfengismagn í blóði ökumanns jeppans hafi verið 2,7 prómill. „Einstaklingur undir svo miklum áfengisáhrifum er rænulítill og hefur skerta stjórn á hreyfingum auk annarra þátta sem skerða ökuhæfni. Líkur á að missa meðvitund sökum ölvunar eru talsverðar í þessu ástandi.“ Ökumaður jeppans, kona á fimmtugsaldri, var dæmd í tólf mánaða fangelsi í Héraðsdómi Vesturlands í desember síðastliðnum. Játaði konan brot sitt afdráttarlaust. Í dómnum sagði að konan hefði sýnt af sér stórfellt og vítavert gáleysi með akstri sínum og valdið dauða og verulega eignatjóni. Mikill stærðar- og þyngdarmunur var á bílunum tveimur. BMW-jeppinn var 2020 kg að þyngd en Yaris-bíllinn 935 kg. Þá er jeppinn mun hærri en Yaris-inn. „Sökum þessara tveggja þátta varð höggið þyngra og óhagstæðara fyrir minni bifreiðina og mikil aflögun varð inni í ökumannsrými hennar,“ segir í skýrslunni. Þá benda hraðaútreikningar til þess að Yarisinn hafi verið á 70-80 km/klst hraða en BMW-jeppinn á 94-101 km/klst hraða þegar slysið átti sér stað. Báðir ökumenn voru spenntir í öryggisbelti og loftpúðar í stýrinu blésu út.Skýrsluna í heild sinni má lesa hér.
Tengdar fréttir Faðir Lovísu ósáttur: "Bílar eru bara tveggja tonna drápstæki ef ökumaðurinn er ölvaður“ Segir málatilbúnaðinn í héraðsdómi til háborinnar skammar. 12. desember 2013 13:59 12 mánaða fangelsi fyrir manndráp af gáleysi Héraðsdómur Vesturlands dæmdi í dag konu í tólf mánaða fangelsi, þar af níu skilorðsbundna, fyrir manndráp af gáleysi. Konan ók bíl undir áhrifum áfengis á Akrafjallsvegi í byrjun apríl síðastliðinn. Bíllinn lenti í árekstri við bíl sem kom úr gagnstæðri átt með þeim afleiðingum að stúlka lést. 17. desember 2013 18:28 Nafn stúlkunnar sem lést Stúlkan sem lést í bílslysi á Akrafjallsvegi norðan við Hvalfjarðargöngin í fyrrinótt hét Lovísa Hrund Svavarsdóttir. Hún var sautján ára gömul. 7. apríl 2013 14:59 Farið fram á 12 til 18 mánaða óskilorðsbundið fangelsi Í dag var þingfesting í Héraðsdómi Vesturlands í máli gegn konu sem ók ölvuð á bifreið þar sem 17 ára stúlka var ökumaður, með þeim afleiðingum að stúlkan lést. 11. desember 2013 19:22 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Fleiri fréttir Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Sjá meira
Faðir Lovísu ósáttur: "Bílar eru bara tveggja tonna drápstæki ef ökumaðurinn er ölvaður“ Segir málatilbúnaðinn í héraðsdómi til háborinnar skammar. 12. desember 2013 13:59
12 mánaða fangelsi fyrir manndráp af gáleysi Héraðsdómur Vesturlands dæmdi í dag konu í tólf mánaða fangelsi, þar af níu skilorðsbundna, fyrir manndráp af gáleysi. Konan ók bíl undir áhrifum áfengis á Akrafjallsvegi í byrjun apríl síðastliðinn. Bíllinn lenti í árekstri við bíl sem kom úr gagnstæðri átt með þeim afleiðingum að stúlka lést. 17. desember 2013 18:28
Nafn stúlkunnar sem lést Stúlkan sem lést í bílslysi á Akrafjallsvegi norðan við Hvalfjarðargöngin í fyrrinótt hét Lovísa Hrund Svavarsdóttir. Hún var sautján ára gömul. 7. apríl 2013 14:59
Farið fram á 12 til 18 mánaða óskilorðsbundið fangelsi Í dag var þingfesting í Héraðsdómi Vesturlands í máli gegn konu sem ók ölvuð á bifreið þar sem 17 ára stúlka var ökumaður, með þeim afleiðingum að stúlkan lést. 11. desember 2013 19:22