Dularfull kattahvörf í Mosfellsbæ Jakob Bjarnar skrifar 19. mars 2014 16:34 Svo virðist sem feðgar séu á ferð í Mosfellsbæ og stundi það að stela saklausum og gæfum heimilisköttum. Því er haldið fram á bland.is að ónefndir feðgar stundi það að nema á brott gæfa heimilisketti, taki af þeim ólina og keyri þá uppí Kjós og skilji þá eftir. Á bland.is vekur notandi sem kallar sig Dalmatíuhund, athygli á þessu dularfulla máli: „Var að flytja í mosó og er að fara að fá mér kött. Langar að hleypa henni ut en var að heyra af þessum kisu hvörfum í mosó. Feðgar eru að nema kisur á brott sem eru gjæfar, taka af þeim ólarnar og skilja eftir uppí kjós. Fékk þær upplýsingar að þeir búi í holtunum og ef eg búi ekki þar þa se ég safe. Ég bý í teigunum, sem eru hinu megin við holtahverfið. Stór umferðargata á milli. Á eg að þora að hleypa kisu út? :/ Er einhver hér sem a útikisu og hefur ekki verið neitt vandamál? :)“ Nokkrar umræður spinnast um þetta, og margir kannast við málið en aðrir benda á að lausaganga katta sé vandamál sem taka beri á. Vísir setti sig í sambandi við bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ og þar var fyrir svörum Aldís Stefánsdóttir kynningar- og upplýsingarfulltrúi. Hún grennslaðist fyrir um málið samkvæmt ósk Vísis og setti sig í samband við þjónustumiðstöðina. „Sem sér meðal annars um dýraeftirlit. Þangað myndi fólk líklega snúa sér með þessi mál eða til lögreglunnar væntanlega. Þeir kannast ekki við þetta sem talað er um á bland. Það er almennt talið að lausaganga katta sé ekki vandamál í Mosfellsbæ. Stundum koma upp kvartanir vegna katta og þá eru sett upp búr og ef óskilakettir koma í þau þá er þeim keyrt í Kattholt,“ segir Aldís. Vísir komst því ekki lengra með rannsókn þessa dularfulla máls en ef einhver býr yfir upplýsingum sem þessu tengjast þá væru þær vel þegnar.(Ath! Myndin af kettinum tengist fréttinni ekki. Hinn gullfallegi köttur sem á myndinni er heitir Mía, eða Miami Ösp, var í eigu útvarpsmannsins Andra Freys Viðarssonar en er nú búsettur að heimili Hrefnu Sætran meistarakokks.) Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjá meira
Því er haldið fram á bland.is að ónefndir feðgar stundi það að nema á brott gæfa heimilisketti, taki af þeim ólina og keyri þá uppí Kjós og skilji þá eftir. Á bland.is vekur notandi sem kallar sig Dalmatíuhund, athygli á þessu dularfulla máli: „Var að flytja í mosó og er að fara að fá mér kött. Langar að hleypa henni ut en var að heyra af þessum kisu hvörfum í mosó. Feðgar eru að nema kisur á brott sem eru gjæfar, taka af þeim ólarnar og skilja eftir uppí kjós. Fékk þær upplýsingar að þeir búi í holtunum og ef eg búi ekki þar þa se ég safe. Ég bý í teigunum, sem eru hinu megin við holtahverfið. Stór umferðargata á milli. Á eg að þora að hleypa kisu út? :/ Er einhver hér sem a útikisu og hefur ekki verið neitt vandamál? :)“ Nokkrar umræður spinnast um þetta, og margir kannast við málið en aðrir benda á að lausaganga katta sé vandamál sem taka beri á. Vísir setti sig í sambandi við bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ og þar var fyrir svörum Aldís Stefánsdóttir kynningar- og upplýsingarfulltrúi. Hún grennslaðist fyrir um málið samkvæmt ósk Vísis og setti sig í samband við þjónustumiðstöðina. „Sem sér meðal annars um dýraeftirlit. Þangað myndi fólk líklega snúa sér með þessi mál eða til lögreglunnar væntanlega. Þeir kannast ekki við þetta sem talað er um á bland. Það er almennt talið að lausaganga katta sé ekki vandamál í Mosfellsbæ. Stundum koma upp kvartanir vegna katta og þá eru sett upp búr og ef óskilakettir koma í þau þá er þeim keyrt í Kattholt,“ segir Aldís. Vísir komst því ekki lengra með rannsókn þessa dularfulla máls en ef einhver býr yfir upplýsingum sem þessu tengjast þá væru þær vel þegnar.(Ath! Myndin af kettinum tengist fréttinni ekki. Hinn gullfallegi köttur sem á myndinni er heitir Mía, eða Miami Ösp, var í eigu útvarpsmannsins Andra Freys Viðarssonar en er nú búsettur að heimili Hrefnu Sætran meistarakokks.)
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjá meira