Meinaður aðgangur að Krímskaga Birta Björnsdóttir skrifar 19. mars 2014 20:00 Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu sendi fyrr í mánuðinum hóp manna til Úkraínu, eftir beiðni þarlendra yfirvalda til að bera vitni um hugsanleg umsvif rússneska hersins á Krímskaga. Axel Nikulásson, starfsmaður íslenska sendiráðsins í London, var í hópnum. „Við komum til Odessa þann 6. mars og þaðan héldum við til Kerson þar sem við vorum með bækistöðvar fyrstu dagana. Við fórum að fylkjamörkunum og þar mættum við vopnuðum mönnum við vegartálma. Skemmst er frá því að segja að þeir hleyptu okkur ekki inn á Krím-skagann,“ segir Axel.Hvað segir það ykkur að hópnum hafi ekki verið hleypt inn á svæðið sem þið voruð í raun send til að skoða? „Það er nú góð spurning, en það sýnir að mínu mati að menn voru búnir að ákveða að segja skilið við stjórnvöld í Kænugarði og innsigla svæðið. Og um leið og þú ert búinn að innsigla svæðið getur þú stjórnað atburðarásinni betur hinum megin við vegartálmana.“ Hermennirnir við vegartálmana báru ekki merki rússneska hersins, hlutverk hópsins var meðal annars verið að greina búnað sem hermennirnir báru. „Búningarnir voru fjölbreyttir og ekki merktir. Þeir voru engu að síður vopnum búnir og mörg þeirra var hægt að rekja til rússneska hersins. Vissulega voru ummerki þannig að þetta væru þrautþjálfaðar sveitir sem stóðu vaktina við vegartálmana, og það er ekki eitthvað sem þú kallar saman með stuttum fyrirvara,“ segir Axel. Andrúmsloftið í Úkraínu segir Axel hafa verið afar misjafnt. „Í Odessa og víðar vestanmegin í landinu upplifðum við mjög vinsamlegt viðmót, fólk kom upp að rútunni okkar og þakkaði okkur fyrir að koma, leit á okkur sem vini. Þegar við héldum yfir í austurhluta landsins þá breyttist viðmótið. Þá var meira verið að hreyta í okkur ónotum og afþakka afskipti okkar.“ Axel segir ekki hafa gengið vel að fylgjast með framvindu mála í gegnum fjölmiðla. „Á þeim hótelum sem við vorum á voru kannski tvær til þrjár enskumælandi rásir, en einhverra hluta vegna var búið að skrúfa fyrir hljóðið í þeim. Við sem ekki tölum rússnesku eða úkraínsku höfum engin tök á að heyra umræðuna. Dagblöðum var ekki til að dreifa,“ segir Axel. „Það er skrýtið ef hljóðið vantar bara enskumælandi rásir. Það er að minnsta kosti einhver sem vill þá ekki að allt heyrist.“ Axel segist halda að óróinn sé ekki úr sögunni á svæðinu. „Nú er búið að ganga frá þessari sameiningu, allavega á bókunum. Ég held að þarna verði einhver órói næstu vikur, það er það stór hópur manna sem finnst hann ekki hafa verið réttlæti beittur til þess að allt falli í ljúfa löð á næstu vikum,“ segir Axel. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Sjá meira
Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu sendi fyrr í mánuðinum hóp manna til Úkraínu, eftir beiðni þarlendra yfirvalda til að bera vitni um hugsanleg umsvif rússneska hersins á Krímskaga. Axel Nikulásson, starfsmaður íslenska sendiráðsins í London, var í hópnum. „Við komum til Odessa þann 6. mars og þaðan héldum við til Kerson þar sem við vorum með bækistöðvar fyrstu dagana. Við fórum að fylkjamörkunum og þar mættum við vopnuðum mönnum við vegartálma. Skemmst er frá því að segja að þeir hleyptu okkur ekki inn á Krím-skagann,“ segir Axel.Hvað segir það ykkur að hópnum hafi ekki verið hleypt inn á svæðið sem þið voruð í raun send til að skoða? „Það er nú góð spurning, en það sýnir að mínu mati að menn voru búnir að ákveða að segja skilið við stjórnvöld í Kænugarði og innsigla svæðið. Og um leið og þú ert búinn að innsigla svæðið getur þú stjórnað atburðarásinni betur hinum megin við vegartálmana.“ Hermennirnir við vegartálmana báru ekki merki rússneska hersins, hlutverk hópsins var meðal annars verið að greina búnað sem hermennirnir báru. „Búningarnir voru fjölbreyttir og ekki merktir. Þeir voru engu að síður vopnum búnir og mörg þeirra var hægt að rekja til rússneska hersins. Vissulega voru ummerki þannig að þetta væru þrautþjálfaðar sveitir sem stóðu vaktina við vegartálmana, og það er ekki eitthvað sem þú kallar saman með stuttum fyrirvara,“ segir Axel. Andrúmsloftið í Úkraínu segir Axel hafa verið afar misjafnt. „Í Odessa og víðar vestanmegin í landinu upplifðum við mjög vinsamlegt viðmót, fólk kom upp að rútunni okkar og þakkaði okkur fyrir að koma, leit á okkur sem vini. Þegar við héldum yfir í austurhluta landsins þá breyttist viðmótið. Þá var meira verið að hreyta í okkur ónotum og afþakka afskipti okkar.“ Axel segir ekki hafa gengið vel að fylgjast með framvindu mála í gegnum fjölmiðla. „Á þeim hótelum sem við vorum á voru kannski tvær til þrjár enskumælandi rásir, en einhverra hluta vegna var búið að skrúfa fyrir hljóðið í þeim. Við sem ekki tölum rússnesku eða úkraínsku höfum engin tök á að heyra umræðuna. Dagblöðum var ekki til að dreifa,“ segir Axel. „Það er skrýtið ef hljóðið vantar bara enskumælandi rásir. Það er að minnsta kosti einhver sem vill þá ekki að allt heyrist.“ Axel segist halda að óróinn sé ekki úr sögunni á svæðinu. „Nú er búið að ganga frá þessari sameiningu, allavega á bókunum. Ég held að þarna verði einhver órói næstu vikur, það er það stór hópur manna sem finnst hann ekki hafa verið réttlæti beittur til þess að allt falli í ljúfa löð á næstu vikum,“ segir Axel.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Sjá meira