Meinaður aðgangur að Krímskaga Birta Björnsdóttir skrifar 19. mars 2014 20:00 Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu sendi fyrr í mánuðinum hóp manna til Úkraínu, eftir beiðni þarlendra yfirvalda til að bera vitni um hugsanleg umsvif rússneska hersins á Krímskaga. Axel Nikulásson, starfsmaður íslenska sendiráðsins í London, var í hópnum. „Við komum til Odessa þann 6. mars og þaðan héldum við til Kerson þar sem við vorum með bækistöðvar fyrstu dagana. Við fórum að fylkjamörkunum og þar mættum við vopnuðum mönnum við vegartálma. Skemmst er frá því að segja að þeir hleyptu okkur ekki inn á Krím-skagann,“ segir Axel.Hvað segir það ykkur að hópnum hafi ekki verið hleypt inn á svæðið sem þið voruð í raun send til að skoða? „Það er nú góð spurning, en það sýnir að mínu mati að menn voru búnir að ákveða að segja skilið við stjórnvöld í Kænugarði og innsigla svæðið. Og um leið og þú ert búinn að innsigla svæðið getur þú stjórnað atburðarásinni betur hinum megin við vegartálmana.“ Hermennirnir við vegartálmana báru ekki merki rússneska hersins, hlutverk hópsins var meðal annars verið að greina búnað sem hermennirnir báru. „Búningarnir voru fjölbreyttir og ekki merktir. Þeir voru engu að síður vopnum búnir og mörg þeirra var hægt að rekja til rússneska hersins. Vissulega voru ummerki þannig að þetta væru þrautþjálfaðar sveitir sem stóðu vaktina við vegartálmana, og það er ekki eitthvað sem þú kallar saman með stuttum fyrirvara,“ segir Axel. Andrúmsloftið í Úkraínu segir Axel hafa verið afar misjafnt. „Í Odessa og víðar vestanmegin í landinu upplifðum við mjög vinsamlegt viðmót, fólk kom upp að rútunni okkar og þakkaði okkur fyrir að koma, leit á okkur sem vini. Þegar við héldum yfir í austurhluta landsins þá breyttist viðmótið. Þá var meira verið að hreyta í okkur ónotum og afþakka afskipti okkar.“ Axel segir ekki hafa gengið vel að fylgjast með framvindu mála í gegnum fjölmiðla. „Á þeim hótelum sem við vorum á voru kannski tvær til þrjár enskumælandi rásir, en einhverra hluta vegna var búið að skrúfa fyrir hljóðið í þeim. Við sem ekki tölum rússnesku eða úkraínsku höfum engin tök á að heyra umræðuna. Dagblöðum var ekki til að dreifa,“ segir Axel. „Það er skrýtið ef hljóðið vantar bara enskumælandi rásir. Það er að minnsta kosti einhver sem vill þá ekki að allt heyrist.“ Axel segist halda að óróinn sé ekki úr sögunni á svæðinu. „Nú er búið að ganga frá þessari sameiningu, allavega á bókunum. Ég held að þarna verði einhver órói næstu vikur, það er það stór hópur manna sem finnst hann ekki hafa verið réttlæti beittur til þess að allt falli í ljúfa löð á næstu vikum,“ segir Axel. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu sendi fyrr í mánuðinum hóp manna til Úkraínu, eftir beiðni þarlendra yfirvalda til að bera vitni um hugsanleg umsvif rússneska hersins á Krímskaga. Axel Nikulásson, starfsmaður íslenska sendiráðsins í London, var í hópnum. „Við komum til Odessa þann 6. mars og þaðan héldum við til Kerson þar sem við vorum með bækistöðvar fyrstu dagana. Við fórum að fylkjamörkunum og þar mættum við vopnuðum mönnum við vegartálma. Skemmst er frá því að segja að þeir hleyptu okkur ekki inn á Krím-skagann,“ segir Axel.Hvað segir það ykkur að hópnum hafi ekki verið hleypt inn á svæðið sem þið voruð í raun send til að skoða? „Það er nú góð spurning, en það sýnir að mínu mati að menn voru búnir að ákveða að segja skilið við stjórnvöld í Kænugarði og innsigla svæðið. Og um leið og þú ert búinn að innsigla svæðið getur þú stjórnað atburðarásinni betur hinum megin við vegartálmana.“ Hermennirnir við vegartálmana báru ekki merki rússneska hersins, hlutverk hópsins var meðal annars verið að greina búnað sem hermennirnir báru. „Búningarnir voru fjölbreyttir og ekki merktir. Þeir voru engu að síður vopnum búnir og mörg þeirra var hægt að rekja til rússneska hersins. Vissulega voru ummerki þannig að þetta væru þrautþjálfaðar sveitir sem stóðu vaktina við vegartálmana, og það er ekki eitthvað sem þú kallar saman með stuttum fyrirvara,“ segir Axel. Andrúmsloftið í Úkraínu segir Axel hafa verið afar misjafnt. „Í Odessa og víðar vestanmegin í landinu upplifðum við mjög vinsamlegt viðmót, fólk kom upp að rútunni okkar og þakkaði okkur fyrir að koma, leit á okkur sem vini. Þegar við héldum yfir í austurhluta landsins þá breyttist viðmótið. Þá var meira verið að hreyta í okkur ónotum og afþakka afskipti okkar.“ Axel segir ekki hafa gengið vel að fylgjast með framvindu mála í gegnum fjölmiðla. „Á þeim hótelum sem við vorum á voru kannski tvær til þrjár enskumælandi rásir, en einhverra hluta vegna var búið að skrúfa fyrir hljóðið í þeim. Við sem ekki tölum rússnesku eða úkraínsku höfum engin tök á að heyra umræðuna. Dagblöðum var ekki til að dreifa,“ segir Axel. „Það er skrýtið ef hljóðið vantar bara enskumælandi rásir. Það er að minnsta kosti einhver sem vill þá ekki að allt heyrist.“ Axel segist halda að óróinn sé ekki úr sögunni á svæðinu. „Nú er búið að ganga frá þessari sameiningu, allavega á bókunum. Ég held að þarna verði einhver órói næstu vikur, það er það stór hópur manna sem finnst hann ekki hafa verið réttlæti beittur til þess að allt falli í ljúfa löð á næstu vikum,“ segir Axel.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira