Formaður SÁÁ: Athugasemdir og aðdróttarnir Guðrúnar Ebbu gengu of langt Ólöf Skaftadóttir skrifar 13. október 2014 14:13 Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Arnþór Jónsson. „Svona mál hafa auðvitað komið upp áður, það er að segja að fólk gagnrýni sjúkrahúsið Vog eða segi sögur af starfinu sem þar er unnið. Mjög erfitt getur verið fyrir heilbrigðisstarfsfólk SÁÁ að bregðast við fjölmiðaumfjöllun af þessu tagi eða kveða niður flökkusögur sem fólk út í bæ er að búa til og dreifa með aðstoð fjölmiðla. Hins vegar er brugðist við innanhúss ef kemur fram gagnrýni sem er réttmæt og sannleika samkvæmt,“ segir Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ í samtali við Vísi.Guðrún Ebba Ólafsdóttir, er ein af forsvarskonum Rótarinnar, en hún sagði í fréttum RÚV í gær að Vogur henti ekki börnum og unglingum í fíknivanda. „Athugasemdir og aðdróttarnir Guðrúnar Ebbu gengu of langt. Við hjá SÁÁ höfum heyrt hana í spjallþáttum á RÚV og lesið viðtöl við hana á ýmsum fjölmiðlum þar sem hún talar eins og skipulagt vændi sé stundað á Vogi. Það er náttúrulega út úr öllu korti og brot á reglum sem RÚV hefur sjálft sett sér um að flytja skuli efni af sanngirni og óhlutdrægni, þegar svona hroða er dreift um allar koppagrundir með aðstoð ríkisfjölmiðils án nokkurs fyrirvara. Ég ætlast til þess að fréttastjóri RÚV útskýri hvernig svona vinnubrögð samrýmast reglum stofnunarinnar,“ segir Arnþór jafnframt. „Skilaboðin eru að fara inn á Vog, þá ertu með fíknisjúkdóm eða alkóhólisma sem þú munt hugsanlega aldrei læknast af og þarft auðvitað að lifa með. Og sjá einhvern veginn fram á það að þurfa að koma þarna 30 eða 40 sinnum í viðbót. Þarna eru allt of mörg dæmi um óharnaða unglinga sem hittir fólk sem er í harðari neyslu heldur en þau. Auk þess sem við erum auðvitað búin að heyra dæmi þess að þarna eru menn sem notfæra sér ungar stúlkur og drengi líka, í vafasömum tilgangi,“ sagði Guðrún Ebba meðal annars í gær. Ekki náðist í Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur við vinnslu fréttarinnar. Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
„Svona mál hafa auðvitað komið upp áður, það er að segja að fólk gagnrýni sjúkrahúsið Vog eða segi sögur af starfinu sem þar er unnið. Mjög erfitt getur verið fyrir heilbrigðisstarfsfólk SÁÁ að bregðast við fjölmiðaumfjöllun af þessu tagi eða kveða niður flökkusögur sem fólk út í bæ er að búa til og dreifa með aðstoð fjölmiðla. Hins vegar er brugðist við innanhúss ef kemur fram gagnrýni sem er réttmæt og sannleika samkvæmt,“ segir Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ í samtali við Vísi.Guðrún Ebba Ólafsdóttir, er ein af forsvarskonum Rótarinnar, en hún sagði í fréttum RÚV í gær að Vogur henti ekki börnum og unglingum í fíknivanda. „Athugasemdir og aðdróttarnir Guðrúnar Ebbu gengu of langt. Við hjá SÁÁ höfum heyrt hana í spjallþáttum á RÚV og lesið viðtöl við hana á ýmsum fjölmiðlum þar sem hún talar eins og skipulagt vændi sé stundað á Vogi. Það er náttúrulega út úr öllu korti og brot á reglum sem RÚV hefur sjálft sett sér um að flytja skuli efni af sanngirni og óhlutdrægni, þegar svona hroða er dreift um allar koppagrundir með aðstoð ríkisfjölmiðils án nokkurs fyrirvara. Ég ætlast til þess að fréttastjóri RÚV útskýri hvernig svona vinnubrögð samrýmast reglum stofnunarinnar,“ segir Arnþór jafnframt. „Skilaboðin eru að fara inn á Vog, þá ertu með fíknisjúkdóm eða alkóhólisma sem þú munt hugsanlega aldrei læknast af og þarft auðvitað að lifa með. Og sjá einhvern veginn fram á það að þurfa að koma þarna 30 eða 40 sinnum í viðbót. Þarna eru allt of mörg dæmi um óharnaða unglinga sem hittir fólk sem er í harðari neyslu heldur en þau. Auk þess sem við erum auðvitað búin að heyra dæmi þess að þarna eru menn sem notfæra sér ungar stúlkur og drengi líka, í vafasömum tilgangi,“ sagði Guðrún Ebba meðal annars í gær. Ekki náðist í Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur við vinnslu fréttarinnar.
Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira