Eyða kannski helmingi meira í mat en ráðuneytið gerir ráð fyrir Hjörtur Hjartarson skrifar 13. október 2014 19:38 Fjármálaráðuneytið gerir ekki ráð fyrir því í nýju virðisaukafrumvarpi að matur sé keyptur á öðrum stöðum en í matvörubúðum og fær þannig út að hver máltíð einstaklings kosti 248 krónur. Samantekt hjá Hagstofu Íslands sýnir hinsvegar að Íslendingar eyða um helmingi meira í matvæli. Þau viðmið sem reiknað er eftir í frumvarpi til breytinga á virðisaukaskattinum eru vissulega fengin úr neyslukönnun Hagstofu Íslands en þó er ekki öll sagan þar með sögð. Dæmi úr frumvarpinu: Hjón með tvö börn, annað yngri en sjö ára. Þar reiknast fjármálaráðuneytinu til að breytingarnar á virðisaukakerfinu og að viðbættum barnabótum, komi til með að auka ráðstöfunartekjurnar hjá venjulegri fjölskyldu um ríflega eitt þúsund krónur þó hækkun matarskattsins kosti hana um fjögur þúsund og þrjú hundruð krónur. Þessi fjölskylda er með 570 þúsund króna heildarútgjöld á mánuði og 16,2 prósent þeirra fer í matvæli og drykki eða 89 þúsund krónur á mánuði. Samkvæmt þessu eyðir fjölskyldan þrjú þúsund krónum í mat á dag. Ef við miðum við þrjár máltíðir á dag fyrir fjögurra manna fjölskyldu er það 248 krónur á einstakling, hver máltíð. Margir hafa tjáð sig um málið á internetinu í dag og finnst mörgum þeirra þessi upphæð ekki raunhæf. Tölurnar eru í sjálfu sér ekki rangar ef einungis er horft til þess hvað fólk kaupir af mat og drykk í matvörubúðum. Það sem skekkir myndina hinsvegar er fólk kaupir mat auðvitað á fleiri stöðum en þar. Mötuneyti og veitingastaðir eru til dæmis ekki inni í viðmiðunartölum fjármálaráðuneytisins. Og með réttu ætti fólk að efast. Hagstofa Íslands sendi fréttastofu nú rétt fyrir fréttir uppreiknaðar neyslutölur eftir þeirri formúlu sem fjármálaráðuneytið gefur sér að viðbættum matarkaupum á veitingastöðum og í mötuneytum. Þá kemur í ljós að fjögurra manna fjölskylda með meðaltekjur fara um 21 prósent í kaup á mat og drykk eða rétt um 135 þúsund krónur á mánuði en ekki 89 þúsund eins og fjármálaráðuneytið miðar við í frumvarpinu. Þetta er rétt um 50 prósenta skekkja. Tengdar fréttir Ríkið segir 250 krónur duga fyrir máltíðinni Gert er ráð fyrir að það kosti 745 krónur að fæða hvern einstakling á dag. Fjögurra manna fjölskylda verji 92 þúsund krónum í mat og drykk á mánuði. Þetta eru þær tölur sem liggja til grundvallar í frumvarpi um breytingar á virðisaukaskatti. 13. október 2014 07:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
Fjármálaráðuneytið gerir ekki ráð fyrir því í nýju virðisaukafrumvarpi að matur sé keyptur á öðrum stöðum en í matvörubúðum og fær þannig út að hver máltíð einstaklings kosti 248 krónur. Samantekt hjá Hagstofu Íslands sýnir hinsvegar að Íslendingar eyða um helmingi meira í matvæli. Þau viðmið sem reiknað er eftir í frumvarpi til breytinga á virðisaukaskattinum eru vissulega fengin úr neyslukönnun Hagstofu Íslands en þó er ekki öll sagan þar með sögð. Dæmi úr frumvarpinu: Hjón með tvö börn, annað yngri en sjö ára. Þar reiknast fjármálaráðuneytinu til að breytingarnar á virðisaukakerfinu og að viðbættum barnabótum, komi til með að auka ráðstöfunartekjurnar hjá venjulegri fjölskyldu um ríflega eitt þúsund krónur þó hækkun matarskattsins kosti hana um fjögur þúsund og þrjú hundruð krónur. Þessi fjölskylda er með 570 þúsund króna heildarútgjöld á mánuði og 16,2 prósent þeirra fer í matvæli og drykki eða 89 þúsund krónur á mánuði. Samkvæmt þessu eyðir fjölskyldan þrjú þúsund krónum í mat á dag. Ef við miðum við þrjár máltíðir á dag fyrir fjögurra manna fjölskyldu er það 248 krónur á einstakling, hver máltíð. Margir hafa tjáð sig um málið á internetinu í dag og finnst mörgum þeirra þessi upphæð ekki raunhæf. Tölurnar eru í sjálfu sér ekki rangar ef einungis er horft til þess hvað fólk kaupir af mat og drykk í matvörubúðum. Það sem skekkir myndina hinsvegar er fólk kaupir mat auðvitað á fleiri stöðum en þar. Mötuneyti og veitingastaðir eru til dæmis ekki inni í viðmiðunartölum fjármálaráðuneytisins. Og með réttu ætti fólk að efast. Hagstofa Íslands sendi fréttastofu nú rétt fyrir fréttir uppreiknaðar neyslutölur eftir þeirri formúlu sem fjármálaráðuneytið gefur sér að viðbættum matarkaupum á veitingastöðum og í mötuneytum. Þá kemur í ljós að fjögurra manna fjölskylda með meðaltekjur fara um 21 prósent í kaup á mat og drykk eða rétt um 135 þúsund krónur á mánuði en ekki 89 þúsund eins og fjármálaráðuneytið miðar við í frumvarpinu. Þetta er rétt um 50 prósenta skekkja.
Tengdar fréttir Ríkið segir 250 krónur duga fyrir máltíðinni Gert er ráð fyrir að það kosti 745 krónur að fæða hvern einstakling á dag. Fjögurra manna fjölskylda verji 92 þúsund krónum í mat og drykk á mánuði. Þetta eru þær tölur sem liggja til grundvallar í frumvarpi um breytingar á virðisaukaskatti. 13. október 2014 07:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
Ríkið segir 250 krónur duga fyrir máltíðinni Gert er ráð fyrir að það kosti 745 krónur að fæða hvern einstakling á dag. Fjögurra manna fjölskylda verji 92 þúsund krónum í mat og drykk á mánuði. Þetta eru þær tölur sem liggja til grundvallar í frumvarpi um breytingar á virðisaukaskatti. 13. október 2014 07:00