Þjóðin og ESB: Hvenær og hvernig á almenningur að koma að málinu? Þorgils Jónsson skrifar 27. febrúar 2014 07:00 Fjölmenn mótmæli hafa farið fram á Austurvelli síðustu daga þar sem aðalkrafan er að þjóðin fái að tjá hug sinn í þjóðaratkvæðagreislu um framhald ESB-viðræðnanna. Fréttablaðið/Pjetur Eftir að Vinstri græn lögðu í fyrrakvöld fram þingsályktunartillögu sína um framhald aðildarviðræðnanna við ESB liggja þrjár tillögur fyrir Alþingi um sama efni, sem nálgast það þó hver á sinn hátt. Þar að auki eru ýmsar aðrar hugmyndir á lofti og einnig er oft vísað til kosningaloforða Sjálfstæðisflokksins og samstarfssáttmálans milli stjórnarflokkanna. Skýrsla Hagfræðistofnunar um stöðu viðræðnanna og tillagan um viðræðuslit sem utanríkisráðherra lagði í framhaldinu fram í síðustu viku hleypti málinu svo upp og í kjölfarið komu fram tillögur frá stjórnarandstöðunni. Meginlínurnar snúast annars vegar um hvort viðræðum verði slitið, eins og stjórnarflokkarnir vilja, eða hvort hún verði látin liggja óhreyfð um óákveðinn tíma og hins vegar um hvort og hvenær þjóðin eigi að fá að segja sína skoðun á málunum í þjóðaratkvæðagreiðslu og að hverju verði þar spurt.Slit eða bið? Stjórnarflokkarnir hyggjast slíta viðræðum og hljóðar þingsályktunartillaga þeirra upp á það. Það sem stjórnarandstaðan leggur áherslu á er að umsóknin verði ekki dregin til baka þar sem það mundi lengja til muna endurupptökuferlið þegar/ef pólitískur vilji væri til staðar. Þess í stað verði fordæmi Svisslendinga fylgt og umsóknin látin liggja inni hjá ESB. Verði ferlið hafið á ný þurfi ekki að bíða samþykkis allra aðildarríkjanna. Til samanburðar leið rúmt ár frá því að Ísland lagði inn aðildarumsókn sína í júní árið 2009 þar til að aðildarviðræðurnar hófust.Aðkoma þjóðarinnar Skiptar skoðanir eru líka um aðkomu þjóðarinnar að ákvörðuninni. Sjálfstæðisflokkurinn hét því í aðdraganda alþingiskosninga að framhald viðræðnanna yrði borið undir þjóðina á kjörtímabilinu, en í stjórnarsáttmálanum var ekkert látið uppi um tímasetningar, heldur aðeins að ekki yrði haldið áfram án þjóðaratkvæðagreiðslu. Tillagan um viðræðuslit er á sama veg. Tvær línur eru hins vegar um málið innan stjórnarandstöðunnar. Annars vegar vilja Vinstri græn kjósa fyrir lok kjörtímabilsins og hins vegar vilja Samfylking, Björt framtíð og Píratar láta kjósa um málið samhliða sveitarstjórnarkosningunum í vor. Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Sjá meira
Eftir að Vinstri græn lögðu í fyrrakvöld fram þingsályktunartillögu sína um framhald aðildarviðræðnanna við ESB liggja þrjár tillögur fyrir Alþingi um sama efni, sem nálgast það þó hver á sinn hátt. Þar að auki eru ýmsar aðrar hugmyndir á lofti og einnig er oft vísað til kosningaloforða Sjálfstæðisflokksins og samstarfssáttmálans milli stjórnarflokkanna. Skýrsla Hagfræðistofnunar um stöðu viðræðnanna og tillagan um viðræðuslit sem utanríkisráðherra lagði í framhaldinu fram í síðustu viku hleypti málinu svo upp og í kjölfarið komu fram tillögur frá stjórnarandstöðunni. Meginlínurnar snúast annars vegar um hvort viðræðum verði slitið, eins og stjórnarflokkarnir vilja, eða hvort hún verði látin liggja óhreyfð um óákveðinn tíma og hins vegar um hvort og hvenær þjóðin eigi að fá að segja sína skoðun á málunum í þjóðaratkvæðagreiðslu og að hverju verði þar spurt.Slit eða bið? Stjórnarflokkarnir hyggjast slíta viðræðum og hljóðar þingsályktunartillaga þeirra upp á það. Það sem stjórnarandstaðan leggur áherslu á er að umsóknin verði ekki dregin til baka þar sem það mundi lengja til muna endurupptökuferlið þegar/ef pólitískur vilji væri til staðar. Þess í stað verði fordæmi Svisslendinga fylgt og umsóknin látin liggja inni hjá ESB. Verði ferlið hafið á ný þurfi ekki að bíða samþykkis allra aðildarríkjanna. Til samanburðar leið rúmt ár frá því að Ísland lagði inn aðildarumsókn sína í júní árið 2009 þar til að aðildarviðræðurnar hófust.Aðkoma þjóðarinnar Skiptar skoðanir eru líka um aðkomu þjóðarinnar að ákvörðuninni. Sjálfstæðisflokkurinn hét því í aðdraganda alþingiskosninga að framhald viðræðnanna yrði borið undir þjóðina á kjörtímabilinu, en í stjórnarsáttmálanum var ekkert látið uppi um tímasetningar, heldur aðeins að ekki yrði haldið áfram án þjóðaratkvæðagreiðslu. Tillagan um viðræðuslit er á sama veg. Tvær línur eru hins vegar um málið innan stjórnarandstöðunnar. Annars vegar vilja Vinstri græn kjósa fyrir lok kjörtímabilsins og hins vegar vilja Samfylking, Björt framtíð og Píratar láta kjósa um málið samhliða sveitarstjórnarkosningunum í vor.
Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Sjá meira